Tenglar

23. júlí 2012 |

Alvarlegar athugasemdir við drög að matsáætlun

1 af 2

Hreppsnefnd Reykhólahrepps lýsir undrun sinni á því að leið B [út með Þorskafirði að vestanverðu] skuli ekki vera tekin með í drögum að tillögu að matsáætlun vegna vegagerðar á leiðinni milli Bjarkalundar og Melaness, þar sem sú leið er á aðalskipulagi Reykhólahrepps og sveitarfélög fara með skipulagsvaldið lögum samkvæmt. Bókun þessa efnis var gerð á fundi nefndarinnar í kvöld þegar fjallað var um drög Vegagerðarinnar að tillögu þar sem valið stendur aðeins milli þriggja leiða, þ.e. D1, H og I (sjá meðf. kort).

 

Jafnframt krefst nefndin þess, að leið A1 verði tekin til greina og tekin til mats á umhverfisáhrifum til samanburðar við leið I. Við hönnun brúar á leið A1 verði athugaður möguleiki á samstarfi við Vesturorku um sjávarfallavirkjun.

 

„Á samráðsfundum með innanríkisráðherra haustið 2011 voru skilaboðin þau, að skoða ætti alla kosti á láglendi og sér sveitarstjórn ekki að það sé uppfyllt nema að tekið verði tillit til ofangreindra athugasemda,“ segir í bókun hreppsnefndar.

 

Ítarefni (undir fréttinni eru margir fleiri tenglar á fréttir og annað efni varðandi þessi mál):

30.08.2011 Vegur með sjávarfallavirkjun og Reykhólar í þjóðbraut?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31