Tenglar

4. desember 2009 |

Allir velkomnir á fullveldishátíð Reykhólaskóla

Reykhólaskóli.
Reykhólaskóli.

Fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Reykhólum í kvöld, föstudag, og stendur frá kl. 19.30 til kl. 23.30. Fyrsti til fimmti bekkur fara hins vegar heim kl. 22.30. Eftir vel heppnað kaffihúsakvöld í fyrra er ætlunin að endurtaka leikinn. Margt verður til skemmtunar - nemendur syngja, flytja ljóð og leika stutta grínþætti, svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum dunar dansinn. Foreldrar sjá um veitingasölu á sanngjörnu verði. Allir eru velkomnir og nemendur og kennarar hlakka til að sjá sem flesta.

 

Nemendur eru beðnir að koma kl. 19.15.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31