Tenglar

9. september 2011 |

Æðarræktarfélag Íslands á Reykhólum - myndasyrpa

Ljósm. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir.
Ljósm. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir.
1 af 11

Gaman og alvara blönduðust vel, rétt eins og vera ber, á aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands sem haldinn var á Reykhólum fyrir skömmu. Yfirleitt eru „venjuleg aðalfundarstörf“ engin sérstök skemmtun, en auk þeirra var farið í skoðunarferðir á Báta- og hlunnindasýninguna, í Þörungaverksmiðjuna og á stórbýlið og æðarbýlið Stað á Reykjanesi. Utan um þetta hélt æðarræktarfélagið Æðarvé, sem er ein af deildum Æðarræktarfélags Íslands og nær yfir Austur-Barðastrandarsýslu (Reykhólahrepp) og Dalasýslu (Dalabyggð).

 

Þessari frétt fylgja nokkrar myndir en miklu fleiri er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin. Myndirnar tók Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, hlunnindaráðgjafi og atvinnu- og nýsköpunarráðgjafi hjá Bændasamtökum Íslands. Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Jónas Helgason æðarbóndi í Æðey á Ísafjarðardjúpi, sem var formaður Æðarræktarfélags Íslands, lést í byrjun þessa árs. Frá þeim tíma var Guðrún Gauksdóttir í Kaldaðarnesi í Flóa starfandi formaður. Á fundinum á Reykhólum var hún kjörin formaður með miklum meirihluta en Jón Sveinsson á Miðhúsum í Reykhólasveit bauð sig fram á móti henni. Búnaðarþingsfulltrúi Æðarræktarfélags Íslands er Eiríkur Snæbjörnsson á Stað í Reykhólasveit.

 

Meðal ályktana sem samþykktar voru á fundinum voru tvær sem fjalla um refaveiðar og minkaveiðar.

 

Annars vegar var því beint til stjórnar félagsins að þrýsta á stjórnvöld og sveitarfélög að leggja meiri fjármuni til refaveiða í því skyni að draga úr tjóni af völdum refs. Ennfremur að fyrirkomulag refaveiða verði endurskoðað og fjárveitingar til veiðanna tryggðar til frambúðar. Einnig að öll lífdýr í loðdýrabúum verði örmerkt.

 

Hins vegar var ítrekuð áskorun félagsins á umhverfisráðherra að halda áfram því verkefni að útrýma mink á Íslandi. Skýring með þessari áskorun er á þessa leið: Árangur tilraunaverkefnis í minkaveiðum á Snæfellsnesi og í Eyjafirði gefur fullt tilefni til að álíta útrýmingu villiminks vel mögulega. Eins er mikilvægt að tryggja að búrminkur sleppi ekki úr búrum sínum. Það eru miklir hagsmunir æðarbænda og íslenskrar náttúru að þetta innflutta aðskotadýr hverfi af landinu.

 

Æðarræktarfélag Íslands hefur tekið í notkun nýtt merki, mynd af æðarblika ásamt nafni félagsins (mynd nr. 11).

 

Vefur Bændasamtaka Íslands

Bændablaðið á netinu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2022 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31