Tenglar

9. desember 2008 |

Aðventuskreyting á himni við Breiðafjörð

Sólroði í morgunhúmi. Ljósm. hþm.
Sólroði í morgunhúmi. Ljósm. hþm.

Myndin var tekin á elleftu stundu í morgun. Þá var enn ekki fullbjart af degi á Reykhólum við Breiðafjörð en í suðaustri var sólarglenna sem brá einkennilegum roða á skýin. Þegar kemur fram í desember hlaupa margir undir bagga með himintunglunum í baráttunni við langmyrkur skammdegisins. Jólaseríur af mannavöldum blikna þó í samanburði við aðventuskreytingar almættisins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« gst 2022 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31