Tenglar

27. ágúst 2012 |

ASSA í hlé - og þó hreint ekki

Handverksmarkaður Össu í Króksfjarðarnesi hefur fengið glimrandi góðar viðtökur. Aðsókn og sala hafa farið fram úr öllum væntingum, að sögn forsvarsfólks. Nú líður að sumarlokun og þá fer markaðurinn í sinn vetrardvala. Opið verður þessa viku til 2. september kl.13-18 og verður þann tíma sælgæti á tilboðinu tveir fyrir einn. Sú nýjung að „hittast í Kaupfélaginu“ á þriðjudögum hefur mælst mjög vel fyrir og hafa sveitungar verið duglegir að mæta. Síðasti hittingurinn þetta sumarið verður kl. 15.30 til 17 á morgun, þriðjudag.

 

Stefnt er að því að hafa opið leitahelgina 22.-23. september kl. 13-18.

 

Þó að markaðurinn fari í dvala í vetur verður ASSA starfandi að sjálfsögðu og býður öllum að koma í opin hús í Vogalandi kl. 20 annað hvert miðvikudagskvöld.

 

Fyrsta kvöldið er núna á höfuðdag, miðvikudag 29. ágúst. Næstu skipti verða 12. og 26. september, 10. og 24. október, 7. og 21. nóvember og 5. desember. Allir vinir og velunnarar eru velkomnir og ekki er þörf á að vera skráður í félagið, eins og segir í tilkynningu.

 

Gott er að skrifa hjá sér dagsetningarnar sem að ofan greinir..

 

Nei, traktorinn í Nesi er ekki til sölu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31