Tenglar

30. nóvember 2009 |

180 megavatta hámarksafl frá Þorskafjarðarvirkjun

Þverun með sjávarfallavirkjun í mynni Þorskafjarðar.
Þverun með sjávarfallavirkjun í mynni Þorskafjarðar.
Í undirbúningi er stofnun sprotafyrirtækis til að vinna að hugmyndum um sjávarfjallavirkjun í innfjörðum Breiðafjarðar. Bjarni M. Jónsson við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði hefur undanfarin misseri unnið að rannsóknum og þróun á sviði virkjana sjávarfalla en leiðbeinandi hans við verkefnið er prófessor Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í meistaraverkefni sínu kannaði Bjarni meðal annars fýsileika þess að virkja sjávarföllin í nokkrum innfjörðum Breiðafjarðar og gerði ítarlega mælingu á magni og dýpt sjávar í þessum fjörðum með það í huga að meta aflið sem virkja mætti samhliða brúun viðkomandi fjarða. Hugmyndin er að brúargerð og virkjun verði sameinuð í eina framkvæmd.

 

Afl sjávarfalla hefur verið reiknað fyrir marga firði og kom í ljós að hámarksafl í Dýrafirði yrði 10 MW, Mjóafirði í Djúpi 14 MW, Kolgrafafirði 50 MW og Gilsfirði 100 MW. Þverun í mynni Þorskafjarðar og aðliggjandi fjarða gæfi 180 MW hámarksafl samkvæmt útreikningum Bjarna. Raunafl virkjunar á útfalli gæti orðið á bilinu 75-80 MW. Þarna væri um að ræða afl sem er lotubundið og útreiknanlegt og nákvæmt langt fram í tímann.

 

Næstu daga verður stofnað fyrirtæki með aðkomu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Orkubús Vestfjarða og Vegagerðarinnar til þess að vinna að frekari þróun þessarar virkjunarhugmyndar. Vinnuheiti fyrirtækisins er Vesturorka - WesTide.

 

Á myndinni er sýnd þverun og brú í mynni Þorskafjarðar ásamt virkjun. Í brúnni eru hverflar sem framleiða rafmagn á útfalli. Rafleiðslur í formi jarðstrengja liggja með veginum. Myndin er byggð á gervitunglamynd frá Google.
 

Sjá einnig:

Möguleikar á virkjun sjávarfalla kynntir

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31