Tenglar

29. september 2022

Vetrartími í Reykhólabúðinni

mynd, Reykhólabúðin
mynd, Reykhólabúðin

Vetraropnunartími Reykhólabúðarinnar:

þriðjudaga til föstudaga:  12:00 - 18:00

laugardaga:                      13:00 -16:00

Lokað sunnudaga og mánudaga.

 

Vinsamlega athugið að Reykhólabúðin verður lokuð í 3 daga næstu helgi:

laugardaginn 1. okt. til mánudags 3. okt.

Opnum aftur þriðjudaginn 4. október kl. 12:00

 

21. september 2022

Inflúensubólusetning 2022

Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum.

 

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir hópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

 

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Þungaðar konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

 

Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en hvort greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð fer eftir stöðu hvers og eins í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.

 

Ekki þarf að bóka tíma á auglýstum tímasetningum en óski fólk eftir bólusetningu á öðrum tímum er betra að hafa samband við heilsugæsluna í síma 432 1450 með fyrirvara.

 

Boðið er upp á eftirfarandi daga vegna bólusetninga fyrir forgangshópa

 

Búðardalur frá kl. 9:00 til kl. 12:00 dagana 23. 27. og 28. september

Reykhólar frá kl. 13:30 til kl. 15:00 þriðjudaginn 27. september

 

Nánari upplýsingar er að finna á vef landlæknisembættisins www.landlaeknir.is/ og einnig á heilsuvera.is

 

 

 

 

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 23. september nk.

 

Tímapantanir eru í síma  432 1450

 

Sl. föstudag var byrjað að steypa burðarbita og gólfið á brúna yfir Þorskafjörð. Það er steypt í einu lagi og var tekinn fyrir  helmingur brúarinnar, 130 metrar. Í þennan hluta fóru um 1.300 m3 af steypu. Áður var búið að steypa stöpla, 7 að tölu. Það eru byggingafyrirtækið Eykt og Steypustöðin sem sjá um brúasmíðina.

 

Mikinn undirbúning þarf fyrir þetta stóra steypu og ekkert má fara úrskeiðis. Því voru vara tæki af öllu tagi til taks, steypubíll, steypudæla, hjólaskófla til að moka í steypustöðina og varaleiðir til vatnsöflunar.

Er skemmst frá því að segja að allt gekk án mikilla áfalla þessar liðlega 30 klst. sem steypuvinnan tók.

 

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum er lokuð mánudaginn 19. september.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Jóhanna Ösp Einarsdóttir

Jóhanna Ösp Einarsdóttir var kjörin til áframhaldandi formennsku stjórnar Fjórðungsambands Vestfirðinga á Fjórðungsþingi sem haldið var á Patreksfirði um helgina.

Aðrir í stjórn eru Aðalsteinn Egill Traustason, Ísafjarðarbæ, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafjarðarbæ, Lilja Magnúsdóttir, Tálknafirði og Magnús Ingi Jónsson, Bolungavíkurkaupstað.

 

Varamenn í stjórn voru kjörnir: Jóhann Birkir Helgason, Ísafjarðarbæ, Gylfi Ólafsson, Ísafjarðarbæ, Anna Vilbrg Rúnarsdóttir, Vesturbyggð, Bragi Þór Thoroddsen, Súðavíkurhreppi og Þorgeir Pálsson, Strandabyggð.

 

Kosið er til tveggja ára.

 

Laugardagskvöldið 10. september verður haldin árleg þjóðtrúarkvöldvaka á Sauðfjársetrinu í Sævangi og hefst skemmtunin kl. 20:30. Að þessu sinni hefur hún yfirskriftina: Þjóðtrú á ferð og flugi - Draugar, útilegumenn og óvæntir gestir! Það hefur verið einkenni á þessum kvöldvökum að erindin séu nær því að vera sagnamennska eða skemmtilestur en fyrirlestur. Skemmtunin er samvinnuverkefni Sauðfjársetursins og Þjóðfræðistofu á Hólmavík.

 

Á kvöldvökunni í ár er ekki leitað langt yfir skammt og heimamenn sjá um skemmtunina. Það eru þjóðfræðingarnir Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson hjá Þjóðfræðistofu sem og auk þeirra mætir nýútskrifaður doktor í þjóðfræði Dagrún Ósk Jónsdóttir á svæðið og talar við sitt heimafólk um smalastúlkur og útilegumenn sem á einkar vel við á þessum árstíma.

 

Svo eru rúsínur í báðum pylsuendunum, tónlistarflutningur í öðrum endanum og yfirnáttúrulegt kvöldkaffi, alveg kyngimagnað, í hinum. Það er Íris Björg á Klúku sem sér um tónlistaratriðið og Ester Sigfúsdóttir um kvöldkaffið, að venju.

 

Á dagskrá eru eftirfarandi erindi:

 

Jón Jónsson, þjóðfræðingur:
Viðbrögð við óvelkomnum gestum: Heimsóknir villidýra, vætta og annars óþjóðalýðs

 

Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur:
Draugur fær heimþrá: Af þvælingi þjóðtrúar til Vesturheims

 

Dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur:
Konur fara á fjöll: Smalastúlkur og útilegumenn í íslenskum þjóðsögum

 

Þjóðtrúarkvöldvökur hafa verið haldnar því sem næst árlega í Sævangi í miðjum smalamennskum í september, frá árinu 2013. Sú fyrsta var haldin þegar sýning um álagabletti var opnuð á Sauðfjársetrinu. Nú hefur sú sýning verið tekin niður og fróðleikurinn var gefinn út í bók um síðustu áramót. Í staðinn var svo sett upp sýning um hvítabirni sem kíkt hafa í heimsókn á Strandir og Vestfirði og gestum gefst færi á að skoða hana á kvöldvökunni.

 

 

Frá og með næstu viku (viku 37) og um óákveðinn tíma verður viðvera læknis á heilsugæslustöðinni á Reykhólum á miðvikudögum í stað mánudaga eins og verið hefur – næsta koma læknis á Reykhóla verður því miðvikudaginn 14. sept.

 

Almennar upplýsingar:

 

Afgreiðsla og tímabókanir virka daga eru í síma 432 1450 – opnunartími kl. 9:00-15:00

 

Sími á Reykhólum er 432 1460 – opið miðvikudaga kl. 10:00-15:00/16:00 (eftir þörfum).  

 

Rafrænar lyfjaendurnýjanir á föst lyf www.heilsuvera.is

 

Einnig er hægt að fá endurnýjun föst lyf með því að hafa samband við heilsugæslustöðina.

 

Vaktsími utan dagvinnutíma er 1700

 

Neyðarnúmer er 112  –  fyrir slys og bráðatilfelli.

 

Starfsfólk HVE Búðardal /Reykhólum

 

 

8. september 2022

Smalaopnun í Grettislaug

 Opnun smalahelgina 9. og 10. sept

  föstudag.....  19:00 til 22:00
  laugardag.... 19:00 til 22:00

6. september 2022

Lokahóf UDN

Fimmtudaginn 8. september verður lokahóf UDN haldið í Grunnskólanum á Reykhólum, UDN býður fólki í sund klukkan 17:00.
 
Kl. 18:00 við grunnskólann verður grillið orðið heitt og grillaðir verða hamborgarar.
Leikir á staðnum og þátttökuviðurkenningar veittar.
Endum sumarið á góðum degi saman, vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn UDN.
Síða 1 af 683

Atburðadagatal

« Oktber 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31