Tenglar

Húsnæðisáætlun Reykhólahrepps er aðgengileg hér.


Nokkur atriði sem áætlunin er byggð á.

 

Markmið sveitarfélagsins varðandi íbúðauppbyggingu

Markmið Reykhólahrepps er að byggja minni íbúðir, 2 - 3 herbergja fyrir yngra fólk og einstaklinga sem vöntun er á í störf á Reykhólum.

 

Mannfjöldaþróun

Í töflunni má sjá áætlaða íbúafjölgun næstu ára miðað við óbreytta meðalfjölgun á ári (0,3%) og jafnframt 0,5% og 1% árleg fjölgun. Miðað við þær forsendur myndi fjölga um 8 til 23 manns á næstu átta árum.

 

Atvinnuástand

Flest ársverk eru við landbúnað í sveitarfélaginu. Störf við opinbera þjónustu, einkum Reykhólaskóla og Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð hafa mikið vægi í atvinnulífinu. Tæp 60 manns starfa hjá sveitarfélaginu. Aðrir mikilvægir vinnustaðir eru Þörungaverksmiðjan og Norðursalt.

Lítið sem ekkert atvinnuleysi er í sveitarfélaginu. Vöntun hefur verið á starfsfólki hjá Reykhólahreppi og hjá Þörungaverksmiðjunni. Ekki hefur fengist fólk til starfa vegna húsnæðisskorts.

Í desember 2021 voru 2 störf í auglýsingu hjá sveitarfélaginu og 1 starf hjá Þörungaverksmiðjunni. Viðvarandi vöntun á starfsfólki hefur verið hjá Norðursalti.

 

Íbúakönnun landshlutanna fór fram á netinu í september og október 2020. Tilgangur hennar var að kanna hug íbúa til búsetuskilyrða, aðstæður á vinnumarkaði og afstöðu til nokkurra ...... Lesa nánar
Nú er beðið með eftivæntingu eftir niðurstöðum um það hvort ættingjar Njálu frá Kambi beri hið mikilvæga gen sem verndar kindur fyrir riðu. Tekin voru 50 sýni á Kambi og þau send í...... Lesa nánar
Kæru sveitungar Í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu höfum við ákveðið að fresta þorrablóti Reykhólahrepps um eitt ár enn og aftur !   Með góðri kveðju Þorrablótsnefndin kos...... Lesa nánar
Sú breyting er gerð á opnunartíma Grettislaugar að í stað þess að hafa lokað á miðvikudögum, verður lokað á mánudögum.  Þá lítur tímataflan svona út: sunnudaga og mánudaga ...... Lesa nánar
18.01.2022

Þorrabakkar Lions

Lions verður með þorrabakka til sölu í Reykhólaskóla, laugardaginn 29. janúar 2022, eftir kl 18.00.     Verð  kr. 6.500.-  bakkinn. Panta þarf í síðasta lagi miðv...... Lesa nánar
Sannkallað gullfé hefur fundist á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Kindurnar eru sex talsins og bera gen sem er viðurkennt í Evrópusambandinu sem vörn gegn riðu. Þetta er í fyrsta sinn se...... Lesa nánar
Skipstjóri Baldurs hefur legið yfir stöðu mála í morgun og núna er staðan sú að við erum að fara í að senda út tilkynningu þess efnis að ferð dagsins verður felld niður vegna öldu...... Lesa nánar

Eldri fréttir Skoða allar fréttir

Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31