Tenglar

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Nýlega voru settar reglur um fjármál alþingismanna, líkt og tíðkast víða erlendis. Enginn vafi er á því að reglur af þessu tagi eru til mikilla bóta og til þess fallnar að efla traust og gegnsæi stjórnarathafna. Það er þinginu og þeim sem stýrðu vinnunni til sóma að þetta skyldi til lykta leitt í ágætri sátt. Samkvæmt reglunum ber alþingismönnum að gefa upp tilteknar eignir og gjafir. Þeim ber ekki að upplýsa um eignatengsl maka eða skuldir, en hugsanlega verður slíkum ákvæðum bætt við síðar. Satt að segja vona ég að svo verði.

...
Meira
Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir.
Nýafstaðinn kosningafundur RÚV á Ísafirði var um margt sérkennilegur. Eiginlega var hann hálfgerð ráðgáta - sér í lagi fyrir þá sem vildu fá skýr svör vinstri flokkanna, ríkisstjórnarflokkanna, í Evrópusambandsmálum. Á Guðbjarti Hannessyni, oddvita Samfylkingarinnar, mátti skilja að aðildarviðræður við Evrópusambandið yrðu grundvallarskilyrði í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar. Ekki yrði gengið í eina sæng með stjórnmálaafli sem ekki féllist á slík skilyrði. Á hinn bóginn var Jón Bjarnason, oddviti Vinstri grænna, fastur fyrir og sagði aðildarviðræður ekki samræmast „pólitískri" stefnu flokksins. Hér upphefst ráðgátan.
...
Meira
7. apríl 2009

Verndarar alþýðunnar

Þórður Már Jónsson.
Þórður Már Jónsson.
Á landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt að gera skuli róttækar breytingar á kvótakerfinu til samræmis við þjóðarhag. Gamli „góði" hræðsluáróður LÍÚ er því hafinn enn á ný. Til þess að fá verkafólkið með sér í lið láta þeir líta út fyrir að það séu þeir sem séu málsvarar launamanna. En að við Samfylkingarmenn séum andstæðingar verkafólksins og sjómannanna. Það séum við sem ætlum að gera alla atvinnulausa með því að gera árás á sjávarútveginn á Íslandi. Því ættu allir að vara sig á því að kjósa flokk eins og Samfylkinguna sem ræðst á LÍÚ, verndara litla mannsins.
...
Meira
Þórður Már Jónsson.
Þórður Már Jónsson.
Sigurjón Þórðarson, talsmaður Frjálslyndra í sjávarútvegsmálum heldur áfram að gleðja mig með skemmtilegum skrifum sínum í greininni „Samfylkingin er á móti togveiðum". Vandræðagangur Frjálslyndra kemur vel fram í skrifum hans, enda er hans helsta áhugamál að snúa út úr málflutningi þeirra sem teljast ættu skoðanabræður hans í sjávarútvegsmálum. Augljóst er að Sigurjón telur það auka möguleika hans á þægilegu starfi á Alþingi að reyna að sverta málstað minn og Samfylkingarinnar varðandi þennan málaflokk. Ef Sigurjón hefði hugsjónina að vopni og vilja til að breytingar verði gerðar á kvótakerfinu ætti hann auðvitað að beina spjótum sínum og málflutningi að þeim sem verja kvótakerfið með ráðum og dáð....
Meira
2. apríl 2009

Ofríkisstjórn

Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson
Þegar núverandi ríkisstjórn fór af stað, nefndi ég hana tilskipanaríkisstjórn, með skírskotun til þess hvernig  vinnubrögðum hún beitti. Nú hefur hún haft tvo mánuði til að sýna sitt rétta andlit og það hefur hún gert svo um munar og eftir er tekið. Það er of vægt til orða tekið að kalla ríkisstjórnina tilskipanaríkisstjórn. Nær er sanni er að hún sé fullkomin ofríkis-ríkisstjórn. Í einu orði: Ofríkisstjórn. Þannig eru vinnubrögðin....
Meira
Þórður Már Jónsson.
Þórður Már Jónsson.
Undanfarin ár hafa fjölmargir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi staðið á bak við áróður um að best sé fyrir þjóðarhag að viðhaldið sé óbreyttu fiskveiðistjórnunarkerfi, sem þeir halda fram að sé það besta í heiminum. Til þess að vernda þessa hagsmuni hefur LÍÚ komið sér þægilega fyrir innan Sjálfstæðisflokksins og augljóst er af úrslitum prófkjörs þeirra í NV-kjördæmi að á því er engin breyting. Það er nauðsynlegt fyrir hagsmunaaðilana að hafa dugmikla menn inni á Alþingi til þess að verja þessa miklu hagsmuni. Í lögum um stjórn fiskveiða stendur þó að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Það er vert að spyrja sig að því hvernig kvótakóngarnir fara svo með þessa „sameign" okkar sem þeir þó hafa haft fullt forræði yfir....
Meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Á þessum miklu örlagatímum í lífi þjóðarinnar hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að sjá ljósið í myrkrinu og setja okkur raunhæf markmið og vinna okkur út úr þeim gífurlega vanda sem yfir okkur hefur dunið af mannavöldum fyrst og fremst. Fáum útrás fyrir réttláta reiði og fáum allt upp á borðið. Engum skal hlíft í skjóli auðs og valds og látum þá sem hafa brotið af sér - siðspillta fjárglæframenn og meðreiðarsveina þeirra - hljóta makleg málagjöld. Öðruvísi öðlast þjóðin ekki frið í sálu sinni.
...
Meira
Þórður Már Jónsson.
Þórður Már Jónsson.
Sigurjón Þórðarson mótframbjóðandi minn í Frjálslynda flokknum fer hamförum í grein sinni frá því í gær þar sem hann sakar Samfylkinguna m.a. um níðingsverk og mannréttindabrot á íslenskum sjómönnum. Skörulegum málflutningi Sigurjóns er m.a. ætlað að varpa skugga á Jóhönnu Sigurðardóttur, sem var ein af þeim fjölmörgu stjórnmálamönnum sem fyrir hartnær 20 árum síðan samþykkti hið frjálsa framsal fiskveiðiheimildanna. Fáir aðrir en sjálfstæðismenn deila um að þar voru gerð hrapalleg mistök.
...
Meira
24. mars 2009

Næsta skref

Ásbjörn Óttarsson.
Ásbjörn Óttarsson.
Prófkjöri sjálfstæðismanna í kjördæminu er lokið. Vonandi eru flestir sammála um að hópur efstu manna sé fjölbreyttur og listinn um leið líklegur til afreka í kosningunum sem framundan eru. Næsta skref okkar sjálfstæðismanna er að fylkja liði, snúa bökum saman og vinna sem einn maður að því markmiði að Sjálfstæðisflokkurinn varðveiti afdráttarlaust forystuhlutverk sitt á sviði stjórnmála í kjördæminu. Í þeirri vinnu mun ég leggja allt mitt af mörkum og ég hlakka til þess spennandi verkefnis að leiða listann og laða til hans eins mikið fylgi og frekast er unnt.
...
Meira
24. mars 2009

Nú hefst baráttan

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Nú að loknu gríðarlega fjölmennu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í Norðvesturkjördæmi vil ég færa alúðarþakkir öllum þeim sem studdu mig og aðstoðuðu á alla lund. Stuðningur alls þess fólks var mér ómetanlegur og sú vinna sem gríðarlega margt fólk vítt og breitt um kjördæmið lagði á sig í mína þágu verður mér ógleymanlegur. Fyrir það mun ég aldrei fá fullþakkað. Mér er það ákaflega mikilsvert að vita, að ég naut afdráttarlauss stuðnings í forystusætið mjög víða í kjördæminu. Fyrir þingmann eins og mig sem starfað hefur í Norðvesturkjördæmi frá því að það varð til árið 2003 er slíkur trúnaður og traust mikils virði.
...
Meira

Atburðadagatal

« September 2022 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30