Tenglar

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fylgist með kosningum víða um heim. Nefndin gefur út skýrslur um hverjar kosningar og dregur fram atriði sem betur mega fara í framkvæmd kosninga og löggjöf viðkomandi ríkis. Í skýrslu um Alþingiskosningarnar í apríl 2009 er vakin athygli á misvægi atkvæða. Um 50% fleiri kjósendur eru á bak við hvert þingsæti á höfuðborgarsvæðinu en eru í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Vísað er til þess að Evrópuráðið mæli með því að atkvæðamisvægið sé minna en 10% og alls ekki meira en 15% nema í sérstökum tilvikum. Fimmtíu prósent munur sé of mikið og því segir nefndin að tímabært sé að íhuga endurskoðun á dreifingu þingsætanna.
...
Meira
23. júlí 2009

Já, en hvaða ESB?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Við erum lögð af stað eftir hraðbrautinni til Brussel í boði Samfylkingar og Vinstri grænna. Tilgangurinn, að sögn, er sá að komast að því hvað í boði sé. Fyrstu vísbendingarnar um trakteringarnar sem bíða okkar hafa komið í ljós; hótanir og afarkostir Hollendinga. Fengin reynsla kennir okkur að Bretar eru örugglega skammt undan. Aðdragandi samningsumleitanna er ákaflega sérstakur. Þetta var nokkurs konar tilraun til þess að bræða saman ósamrýmanleg sjónarmið VG og Samfylkingar, sem lyktaði með því að fyrrnefndi flokkurinn féllst á skilyrði hins síðarnefnda. Og nú hefur umsóknin verið send, með kærri kveðju og alúðarþökkum, frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Össuri Skarphéðinssyni.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Ákvörðun Alþingis þess efnis að sækja um aðild að Evrópusambandinu er dapurleg. Samþykktin er fengin fram með atkvæðum þingmanna Vinstri grænna, sem segjast vera andvígir málinu sem þeir studdu og þeir boða andstöðu við þann samning sem væntanlega verður gerður. Það gera þeir til þess eins að tryggja að flokkurinn verði áfram í ríkisstjórn. Engin mál eru stærri en aðild að Evrópusambandinu og flokkur sem er á móti aðild getur ekki veitt henni brautargengi án þess að alvarleg eftirmál verði. Þingmenn sem velja það að verja valdstóla sína og koma svona fram við flokksmenn sína eru að vinna skemmdarverk á stjórnmálahreyfingunni og trúverðugleika hennar. Ríkisstjórninni var bjargað um sinn en flokknum fórnað.

...
Meira
Þórður Már Jónsson.
Þórður Már Jónsson.
Í kjölfar þess að gerð var opinber skýrsla mín og Finnboga Vikars um brask í fiskveiðistjórnunarkerfinu höfum við fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð við vinnu okkar alls staðar að úr þjóðfélaginu þó því fólki sé vissulega ekki skemmt yfir því sem þar kemur fram varðandi það hvernig búið er að byggja kerfið upp þannig að hægt sé að misnota það á kostnað þjóðarinnar. Á hinum endanum er svo fámennur klúbbur manna sem hefur verið afar óhress með þessa vinnu okkar, þ.e. útgerðarmenn sem hafa yfir kvóta að ráða. Æðsti presturinn þeirra, Friðrik J. Arngrímsson gekk hart fram gegn okkur í morgunútvarpi Rásar 2 og sakaði okkur m.a. um fúsk og lélega þekkingu á hagfræði og að það þyrfti augljóslega að endurskoða kennsluna á Bifröst þar sem við stundum nám! Þá hafa einhverjir þeirra gengið svo langt að tala um að við höfum beðið með að koma fram með skýrsluna þar til Icesave málið væri í hámarki til þess að taka athyglina af ríkisstjórninni vegna Icesave!!!
...
Meira
Ásta Sjöfn og lítill sonur.
Ásta Sjöfn og lítill sonur.
Núna fyrir stuttu fór ég hringinn í kringum landið og á leið minni kom ég við í ýmsum bæjum og þorpum. Ég ætla samt ekki að fara hér yfir ferðasöguna heldur ætla ég að skrifa um upplifun mína þegar ég kom hingað heim á Reykhóla. Ég komst að einni niðurstöðu, að Reykhólar eru subbulegur bær. Mér finnst þetta skelfileg uppgötvun hjá mér. Ég veit ekki hvort að þetta er athugunarleysi, áhugaleysi eða hreinlega níska að vilja ekki gera meira fyrir byggðarkjarnann okkar. Reykhólar eru höfuðstaður Reykhólasveitar og má stundum segja að það sé nafli alheimsins, því þangað getum við sótt þá þjónustu sem við þurfum og jafnvel þurfum ekki.
...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Sú hörmulega staða er nú komin upp að vegaframkvæmdir á Vestfjarðavegi í Austur-Barðastrandasýslu eru að mestu í fullkominni óvissu. Það er eins og þessar bráðnauðsynlegu framkvæmdir séu harðlæstar inni í einhverjum kerfislás og þaðan verði engu um þokað. Þetta er hörmuleg íkoma. Sorgarsöguna um veginn um og yfir Þorskafjörð og þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar í Gufudalssveitinni þarf ekki að rekja í löngu máli. Þar gengur allt á afturfótunum. Að loknum vönduðum og fínum úrskurði þáverandi umhverfisráðherra, Jónínu Bjartmarz, töldu flestir að málið væri komið á beina braut. En því var ekki aldeilis að heilsa.

...
Meira
Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Þær hækkanir sem nú verða á áfengi, tóbaki, bensíni o.fl. eru fáum gleðiefni. Langtímaáhrif þeirra munu þó verða mun jákvæðari en látið er í veðri vaka þessa dagana. Fullyrt hefur verið að með þessu hækki skuldir heimilanna um 8 milljarða. Þá er einungis horft á lítið brot af heildarmyndinni. Ef breytingin færi beint út í verðlagið gæti hún vissulega haft þessi áhrif, en þá gleyma menn því að hækkunin leggst á höfuðstól lána sem greiðast munu löngum tíma, einhverjum áratugum. Á hinn bóginn mun þessi breyting skila ríkissjóði um 17 milljörðum í ríkiskassann út árið 2012.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Hvað svo sem menn segja um hlutverk stjórnvalda er þó allavega eitt ljóst. Ríkisstjórnum er ætlað að draga úr óvissu og skapa skynsamlegan rekstrargrunn og bærilegar aðstæður fyrir almenning og fyrirtækin í landinu. Núverandi ríkisstjórn hagar sér með þveröfugum hætti. Þrátt fyrir yfirlýsingagleði og tilskipanatakta liggur aðeins eitt fyrir. Rikisstjórnin dregur ekki úr óvissu, né kemur með leiðir út úr ógöngunum. Þvert á móti. Stjórnin stuðlar í rauninni að óvissu í landinu. Tökum nokkur dæmi.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Byggðamálin hafa ekki átt upp á pallborðið síðustu árin. Umræða um stöðu landsbyggðarinnar hefur undanfarin ár horfið í skuggann af öðru sem hefur þótt mikilvægt. Er nokkur maður búinn að gleyma öllum fréttunum í hverjum einasta fréttatíma Reykjavíkurfjölmiðlanna um afrek fjármálafyrirtækjanna innanlands sem erlendis með tilheyrandi þulu um gengi hlutabréfa í hinum og þessum fyrirtækjum? Í þessum sjálfumglaða heimi metgróðans varð hallærislegt að hugsa um byggðamál, hvað þá að tala um slík mál. En engu að síður hefur byggðaröskunin haldið áfram þessi ár. Áfram hefur hallað á landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið eflst og styrkst að sama skapi. Eitt af kennileitunum um þróunina er verð á íbúðarhúsnæði. Það tekur mið af hagvexti á viðkomandi svæði, tekjum, samgöngum og mannfjölda.

...
Meira
4. maí 2009

Það liggur ekkert á!

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Stjórnarmyndunarleikritið er eingöngu illa ófyndinn farsi. Eða hvað er hægt að segja um stjórnarmyndunarviðræður sem standa í heila viku áður en fyrsti starfshópurinn, um þau mál sem mest eru knýjandi, kemst á koppinn? Það blasir við risaverkefni í ríkisfjármálum, málefnum heimila og atvinnulífs. En að sögn ríkisstjórnarforkólfanna hefur fyrsta vikan aðallega farið í að pússa saman ágreining um ESB! - Eins og það sé málið sem mest liggur á.
...
Meira

Atburðadagatal

« Desember 2022 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31