Tenglar

20. október 2009 |

Virkjun Gilsfjarðar

Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum skrifar:

 

Virkjun Gilsfjarðar er komin í umræðuna á ný. Mér er það sérstakt gleðiefni. Í fyrsta skipti sem ég heyrði rætt opinberlega um þverun fjarðarins á áttunda áratugnum, þegar Sveinn á Miðhúsum vakti máls á því á aðalfundi Kaupfélags Króksfjarðar, þá vildi ég að miðað yrði við að virkja um leið. Það var strax kveðið niður á þeirri forsendu að það tefði veginn.

 

Virkjun Gilsfjarðar er sáraeinföld tæknilega og getum við þar lært af Írum. Stór hluti raforku þeirra er framleiddur með brennslu sem erfitt er að aðlaga sveiflum í notkun. Í Wicklow-fjöllum er manngerð skál á fjallstoppi. Neðar í fjallinu er tjörn. Þegar lægð er í rafmagnsnotkun er dælt úr tjörninni í skálina og á álagstímum er vatninu hleypt til baka í gegnum virkjun.

 

Sjávarfallastraumurinn yrði nýttur til dælingar eingöngu.

 

Einfalt er að gera skál á Hyrnumelnum eða Neshyrnunni, dæla í hana í 2 klst. á hverju falli og virkja „bakflæðið".

 

- Guðjón D. Gunnarsson.

 

 

Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31