Tenglar

18. mars 2009 |

Rétti tíminn til að breyta

Valbjörn Steingrímsson.
Valbjörn Steingrímsson.

Valbjörn Steingrímsson skrifar:

 

Um komandi helgi er prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. 17 manns taka þátt og gefa kost á sér til starfa í þeirri baráttu sem framundan er á vettvangi Alþingis og þjóðmála. Allt er þetta gott fólk og áhugasamt um þjóðmálin. Ég nefni nöfn eins og nafn Ásbjörns Óttarssonar, Birnu Lárusdóttir, Sigurðar Ágústssonar, Þórðar Guðjónssonar og Eydísar Aðalbjörnsdóttir sem dæmi um það kraftmikla fólk sem stigið hefur fram og gefið kost á sér til þeirra ábyrgðarstarfa sem framundan eru.

 

Breyttir tímar kalla á nýja hugsun og um leið á kraftmikið fólk til starfa á þeim vettvangi. Þegar listi með nöfnum þátttakenda í prófkjörinu lá fyrir var ég strax ánægður með að sjá að samkeppni yrði um fyrsta sæti listans, því eins og svo margir hef ég tekið undir þá kröfu sem í samfélaginu er að breytinga sé þörf á hinum pólitíska vettvangi og það fólk sem hvað lengst hefur verið í forystu hverfi af vettvangi og feli nýju fólki hin nýju verkefni sem er endurreisn lands og þjóðar. Með þessum orðum er ég alls ekki ekki að kasta rýrð á það ágæta fólk sem í okkar kjördæmi hefur lengi staðið vaktina og ég veit að ég er ekki einn um að kalla eftir breytingum.

 

Ásbjörn Óttarsson sækist eftir fyrsta sæti listans. Hann er maður sem talar tæpitungulaust, er fylginn sér, duglegur og framtakssamur og í hans huga skiptir ekki máli hvort hann er að vinna fyrir kjósendur í Snæfellsbæ eða á Blönduósi, svo dæmi sé tekið. Hann þekkir vel til sveitarstjórnarmála og þarfa íbúa hinna dreifðu byggða. Ásbjörn hefur leitt starf sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ í 15 ár en flokkurinn hefur verið þar lengi með hreinan meirihluta, þannig að ljóst er að þeir sem þekkja hann best og standa honum nærri treysta honum til verka. Það er augljóst.

 

Ásbjörn er vel tengdur grasrótinni, ef svo má að orði komast, og ég efast ekki um að hann mun, nái hann kosningu í fyrsta sæti listans, hleypa ferskum straumum í pólitíska umræðu bæði á þingi og í okkar kjördæmi. Ferill Ásbjörns bæði hvað varðar þátttöku hans í atvinnumálum og á vettvangi sveitarstjórnarmála segir okkur líka að honum er treystandi til að leiða framboð Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.

 

Vil ég með orðum mínum hér hvetja þá er þátt taka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina til að velja Ásbjörn Óttarsson í sæti nr. 1.

 

- Valbjörn Steingrímsson, íbúi á Blönduósi.

 

Atburðadagatal

« Janar 2022 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31