Tenglar

fimmtudagur 14. jan˙ará2016 | vefstjori@reykholar.is

F÷ssari!

Gleðilegt ár 2016. Í upphafi árs átti ég von á að eitthvert þessara hundfúlu orða yrði fyrir valinu sem orð ársins 2015: Hnattrænar loftslagsbreytingar, umhverfiskostnaður, gróðurhúsaáhrif. Þessi mál skipta mestu um framhald mannlífsins. En nei, það var valið orðið fössari. Hvað segið þið, er ekki fössari í ykkur? - Sjá: Fössari orð ársins 2015.

 

Gagnvart hnattrænni hlýnun er fössarinn liðinn. Nú þegar Jarðarbúar eru vaktir til varnarbaráttu gegn öfgum veðurs, þá munu timbur-mennirnir gera vart við sig. Þeir gætu lýst sér sem krappari og dýpri lægðir, stærri sjávarflóð og meiri vatnselgur í ám, hlýrri vetur - kaldari sumur, fleiri ofsaveður. Er þetta sú Jörð sem við erfðum? Munum við skila henni verri eða skárri til barna okkar?

 

Í hinni eldgömlu Völuspá eru tvö erindi sem höfða til nútímans. Þau fjalla um ósköp sem eru svipuð þeim sem sjást nú á dögum um allan heim: Skógareldar, hækkandi sjávarstaða. En sem betur fer sér Völvan líka góðar breytingar eftir það.

 

Sól tér sortna,

sígur fold í mar,

hverfa af himni

heiðar stjörnur.

Geisar eimi

við aldurnara,

leikur hár hiti

við himin sjálfan.

 

Sér hún upp koma

öðru sinni

jörð úr ægi

iðjagræna.

Falla fossar,

flýgur örn yfir,

sá er á fjalli

fiska veiðir.

 

Þetta eru vísur 55 og 57, sjá skýringar hér.

 

Breytingarnar sem Völvan sér gleðja dugnaðarforka eins og Soffíu frænku. Hún myndi láta hendur standa fram úr ermum og koma skikki á öll skúmaskot til að tryggja bjarta framtíð. – Mig grunar að flestir vilji ganga í lið með henni fyrir góðan málstað. Og helst núna eða strax?

 

Við Soffía erum í góðu sambandi og ég ætla að senda ykkur hvatningar hennar hér á Reykhólavefnum. Þetta verða dæmi og tillögur um það sem við getum gert heima fyrir til að standa með Jörðinni og sporna við loftslagsbreytingum. Köllum þetta Skot Soffíu frænku.

 

Ef þið viljið koma ykkar hugleiðingum á framfæri um umhverfis- og Jarðarmál, stór eða smá, þá sendið mér línu eða hringið. Ræðum, gerum vel.

 

– Ykkar Mæja, eða kriamari(hjá)gmail.com.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31