Samkennsla, stundakrár - valgreinar

Samkennsla er við Reykhólaskóla. Skólinn skiptist í fjórar deildir. 1.-2.bekkur. 3.-4.bekkur. 5.-7. bekkur og svo 8.-10. bekkur.

 

Stundartöflur má finna hér að neðan.

Stundaskrár 2018/2019 

 

Val 1.-7. bekk

Nemendur í grunnskóladeild eru í vali einu sinni í viku. Valið verður þannig uppbyggt , boðið verður upp á fjögur námskeið sem standa yfir í 4 vikur. Nemendur velja fyrirfram hvaða námskeið þau vilja taka. Ýmis konar námskeið verða í boði í vetur. Viku áður en námskeiðin hefjast fá þau upplýsingar um hvað er í boði hverju sinni. Nemendur velja fyrsta val og annað val og er reynt eftir mesta megni að koma til móts við þeirra óskir.

 

Val 8.-10. bekk

Nemendur í 8-10 bekk eru í áhugasviðsvali þar sem þeir geta valið úr mörgum mislöngum valáföngum eftir áhuga hvers og eins.

 

Skertir dagar.

Nemendur í 8. – 10. bekk eru með skerta stundartöflu. Til þess að uppfylla kröfur um 37 stunda tímaviðmið hefur nemendum Reykhólaskóla verið boðið að taka þátt í smiðjuhelgum með grunnskóla Borgarfjarða tvisvar sinnum á ári. Smiðjuhelgarnar verða 5. – 6. október og 29. – 30. mars. Smiðjuhelgarnar eru haldnar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Nemendur vinna í smiðjum frá 14:30 – 19.00 á föstudegi og fá kvöldmat og gista á staðnum. Næturgæsla er í höndum foreldra/kennara. Á laugardeginum er unnið frá kl. 09:00 – 14:30. Kennari fylgir nemendum en óskað verður eftir aðstoð foreldra við gæslu og akstur. Nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum t.d;

   

  • Forritun
  • Áhugasviðsval
  • Fatahönnun
  • Skák
  • Reiðtygjagerð
  • Kvikmyndargerð
  • Tálgun og útskurð

 

Á döfinni

« Október »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón