Námsvísar byggđir á grunnţáttum

Námsvísar og kennsluáætlangerð byggð á grunnþáttum og samþættingu námsgreina


Skólaárið 2018-2019 hófst með vinnu á starfsdegi í ágúst með ráðgjöfum Tröppu þar sem teymi flokkuð eftir stigum (yngsta stig, miðstig, efsta stig) unnu saman þvert á skóla (Reykhólar og Hólmavík). Kennarar vinna í vetur að gerð námsvísa/námsáætlana út frá grunnþáttum menntunar með áherslu á samþættingu námsgreina og hæfnimiðað nám. Hverjum námsvísi er skipt upp í 6 tímabil yfir skólaárið þar sem einn grunnþáttur menntunar er útgangspunktur hverju sinni (heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, læsi, sköpun, sjálfbærni, jafnrétti). Hver grunnþáttur fléttast svo hverju sinni inní allar lotur þó útgangspunkturinn sé einn ákveðinn grunnþáttur. Hverju tímabili/lotu fylgir svo ítarleg kennsluáætlun þar sem gerð er grein fyrir viðfangsefninu, samþættingu námsgreina, hæfniviðmiðum námskrár, fjölbreytni í kennsluaðferðum sem og skipulagi náms og námsmati. Kennarar byrja á því að vinna eftir slíkum námsvísi og kennsluáætlun í tveimur til þremur samþættum námsgreinum tvisvar sinnum í viku. Ráðgjafi Tröppu hittir hvern kennarahóp þriðja hvern fimmtudag í allan vetur á fjarfundi til þess að fara yfir stöðu verkefnisins.

Eftir því sem skipulagið liggur fyrir verður það kynnt nemendum, foreldrum og skólasamfélaginu öllu og er markmiðið að strax í september 2018 verði námsvísar hvers stigs birtir á heimasíðu skólans og í vetur verði a.m.k. helmingur námsvísa birtir með sama formi en það fer eftir framvindu verkefnisins.  Vorið 2019 verður lagt mat á hvernig þetta fyrirkomulag hefur virkað, hvernig kennarar hafa aðlagað sig að áætlununum og gert að sínum. Í kjölfarið verður gerð áætlun um frekari innleiðingu næsta vetrar m.a. Með áherslu að innleiða samræmt form í námsvísum og kennsluáætlunum skólans.


Námsvísir eitt ár-SÝNISHORN


Kennsluáætlun eitt tímabil-SÝNISHORN

Á döfinni

« Október »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón