Skóladagatal Reykhólaskóla 2018 - 2019
Einhverjar breytingar geta orðið á einstökum viðburðum. Ef slíkt ber við eru foreldrar látnir vita með tölvupósti og jafnframt er greint frá slíku á heimasíðu og facebooksíðu skólans. Ef fyrirvarinn er skemmri en vika er reynt að ná í alla foreldra símleiðis.
Starfstími grunnskóla
Starfstími nemenda
Árlegur starfstími Reykhólaskóla er innan 10 mánaða tímabilsins frá 15. ágúst til 15. júní. Starfstími grunnskólanemenda á samkvæmt lögum að vera 180 skóladagar á skólaári og af þeim fjölda eiga kennsludagar ekki að vera færri en 170. Á starfstíma nemenda fer fram kennsla og annað skólastarf samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, skólanámskrá og stundaskrá skólans.
Vikulegur kennslutími hvers nemanda skal að lágmarki vera:
1. - 4. bekkur 1.200 mínútur, 5.- 7. bekkur 1.400 mínútur, 8. - 10. bekkur 1.480 mínútur.
Skóladagar
Skóladagar skólaárs teljast vera 170 kennsludagar og prófdagar, aðrir skóladagar eru skólasetning, foreldradagar, skólaslit og skólaskemmtanir. Vettvangsferðir, dvöl í skólabúðum, starfsfræðsla, landgræðslustörf og önnur skipuleg kennsla utan skólans samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla gæti einnig fallið undir þessa skilgreiningu, svo fremi að aðrir nemendur skólans njóti fullrar kennslu samkvæmt stundaskrá. Í grunnskóla skal jólaleyfi nemenda vera frá og með 19. desember til og með 3. janúar og páskaleyfi frá og með mánudegi í dymbilviku til og með þriðjudegi eftir páska.
Starfsdagar kennara
Auk 180 skóladaga nemenda skulu á tímabilinu 15. ágúst til 15. júní ár hvert vera fimm bundnir starfsdagar kennara. Þeim er raðað samkvæmt sameiginlegri ákvörðun skólastjóra og kennara.
Einnig skulu vera átta bundnir starfsdagar kennara í júní og ágúst eða fjórir í hvorum mánuði. Skipting þessara átta daga má þó vera með öðrum hætti. Niðurröðun starfsdaga kemur fram á skóladagatali.