Skˇladagatal Reykhˇlaskˇla 2020-2021

Skóladagatal Reykhólaskóla - grunnskóli - þetta er breytt skjal (búið að setja viðburði sem frestuðust eða breyttust á réttar dagsetningar)

Skóladagatal Reykhólaskóla - grunnskóli - Samþykkt útgáfa - óbreytt skjal

Skóladagatal Reykhólaskóla - leikskólinn Hólabær

Skóladagatal Reykhólaskóla 2018 - 2019

 

Einhverjar breytingar geta orðið á einstökum viðburðum. Ef slíkt ber við eru foreldrar látnir vita með tölvupósti og jafnframt er greint frá slíku á heimasíðu og facebooksíðu skólans. Ef fyrirvarinn er skemmri en vika er reynt að ná í alla foreldra símleiðis.

 

Starfstími grunnskóla

 Starfstími nemenda

Árlegur starfstími Reykhólaskóla er innan 10 mánaða tímabilsins frá 15. ágúst til 15. júní. Starfstími grunnskólanemenda á samkvæmt lögum að vera 180 skóladagar á skólaári og af þeim fjölda eiga kennsludagar ekki að vera færri en 170. Á starfstíma nemenda fer fram kennsla og annað skólastarf samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, skólanámskrá og stundaskrá skólans. 
Vikulegur kennslutími hvers nemanda skal að lágmarki vera:
1. - 4. bekkur 1.200 mínútur, 5.- 7. bekkur 1.400 mínútur, 8. - 10. bekkur 1.480 mínútur.

Skóladagar
Skóladagar skólaárs teljast vera 170 kennsludagar og prófdagar, aðrir skóladagar eru skólasetning, foreldradagar, skólaslit og skólaskemmtanir. Vettvangsferðir, dvöl í skólabúðum, starfsfræðsla, landgræðslustörf og önnur skipuleg kennsla utan skólans samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla gæti einnig fallið undir þessa skilgreiningu, svo fremi að aðrir nemendur skólans njóti fullrar kennslu samkvæmt stundaskrá. Í grunnskóla skal jólaleyfi nemenda vera frá og með 19. desember til og með 3. janúar og páskaleyfi frá og með mánudegi í dymbilviku til og með þriðjudegi eftir páska.

Starfsdagar kennara
Auk 180 skóladaga nemenda skulu á tímabilinu 15. ágúst til 15. júní ár hvert vera fimm bundnir starfsdagar kennara. Þeim er raðað samkvæmt sameiginlegri ákvörðun skólastjóra og kennara. 
Einnig skulu vera átta bundnir starfsdagar kennara í júní og ágúst eða fjórir í hvorum mánuði. Skipting þessara átta daga má þó vera með öðrum hætti. Niðurröðun starfsdaga kemur fram á skóladagatali.

 

Skýringar og fastir viðburðir 

 

Ágúst og september

 • 14. ágúst - leikskóli hefst.
 • 21. ágúst - skólasetning í grunnskólanum.
 • 29. ágúst - miðstigsleikarnir í Borgarnesi.
 • 3. september - haustferð (ef veður leyfir).
 • 8. september - dagur læsis
 • 12. september - nám og gleði.
 • 16. september - dagur íslenskra náttúru.
 • 19. - 20. september - samræmd próf hjá 7. bekk.
 • 26. - 27. september - samræmd próf hjá 4. bekk.

 

Október

 • 3. október - starfsdagur Reykhólaskóla (leik- og grunnskóli).
 • 7. - 11. október - samskiptavika heimilis og skóla.
 • 11. október - bleikur dagur.
 • 21. - 25. október. Laugarvatn, 9. bekkur.
 • 28. október - bangsadagur.

 

Nóvember

 • 4. nóvember - Vetrarfrí.
 • 8. nóvember - baráttudagur gegn einelti.
 • 16. nóvember - dagur íslenskra tungu.
 • 20. nóvember - dagur mannréttinda barna.
 • 28. nóvember - fullveldiskaffi Reykhólaskóla.
 • 29. nóvember - starfsdagur kennara.

 

Desember

 • 5. desember - jólaball Varmalands.
 • 12. desember - jólaföndur Reykhólaskóla.
 • 16.desember - jólakaffi fyrir foreldra barna í leikskóladeild.
 • 19. desember - Litlu jólin og nemendur grunnskóladeildar fara í jólafrí.
 • 27. og 30. desember - jólafrí eikskóladeild.

Janúar

 • 3. janúar - leikskóli hefst eftir jólafrí.
 • 6. janúar - grunnskóladeild hefst eftir jólafrí.
 • 24. janúar - Bóndadagur.
 • 27. janúar - afa- og pabbakaffi.

Febrúar

 • 3. - 7. febrúar - Reykir, 7. bekkur.
 • 6. febrúar - dagur leikskólans.
 • 7. febrúar - dagur stærðfræðinnar.
 • 17. - 21. febrúar - Samskiptavika heimilis og skóla.
 • 23. febrúar - konudagurinn.
 • 24. febrúar - Bolludagur. (nemendum er boðið í bollukaffi)
 • 25. febrúar - Sprengidagur.
 • 26. febrúar - Öskudagur, öskudagspartý á vegum foreldrafélagsins.

Mars

 • 2. mars - ömmu- og mömmukaffi.
 • 5. mars - stóra upplestarkeppninn.
 • 10. - 12. mars - samræmd próf fyrir 9. bekk.
 • 13. mars - byrja að undirbúa árshátíð Reykhólaskóla.
 • 16. - 20. mars - danskennsla.
 • 23. - 26. mars - þemavika.
 • 27. mars - árshátíð Reykhólaskóla.
 • 30. mars - starfsdagur Reykhólaskóla (leik- og grunnskóladeild)

Apríl

 • 3. apríl - páskafrí byrjar.
 • 14. apríl - starfsdagur kennara.
 • 15. apríl - grunnskóli hefst eftir páskafrí.
 • 23. apríl - sumardagurinn fyrsti.
 • 29. apríl - Lyngbrekkuball.

Maí og júní

 • 1. maí - verkalýðsdagurinn.
 • 8. maí - síðasti prófadagurinn.
 • 20. maí - síðasti kennsludagur í grunnskóladeild.
 • 22. og 25. maí - ferðalög nemenda.
 • 28. maí - skólaslit Reykhólaskóla.
 • 17. júní - þjóðhátíðardagur Íslendinga.
 • 25. júní- síðast dagur leikskólans fyrir sumarfrí.

 

Vinsamlegast athugið að dagsetningar geta breyst og nýjir atburðir bæst inn á skóladagatalið. Foreldrar og nemendur fá að vita af því í tíma.

 

 


Skˇladagatal Reykhˇlaskˇla

Smelltu hér á til að sjá skóladagatal leik- og grunnskóladeildar 2019 - 2020

 

Smelltu hér til að sjá skóladagatal grunnskóladeildar 2018-2019

 

Smelltu hér til að sjá skóladagatal leikskóladeildar 2018-2019

 

Smelltu hér til að sjá skóladagatal grunnskóladeildar 2017 - 2018.

 

Smelltu hér til að sjá skóladagatal leikskóladeildar 2017 - 2018.

┴ d÷finni

« Nˇvember »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          
NŠstu atbur­ir
Sko­a alla atbur­i
Vefumsjˇn