mánudagurinn 16. desember 2019

Stuđningsfulltrúi óskast sem fyrst!

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í Reykhólaskóla

 

Reykhólaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 80% starf frá kl. 8:15 alla daga.

Mismunandi er hvenær vinnu lýkur eftir vikudögum.

Starfið felur í sér stuðning og gæslu við nemanda í 10. bekk ásamt öðrum tilfallandi störfum í samráði við skólastjóra.

 

Jákvæðni, lipurð, frumkvæði, áhugi og góð færni í mannlegum samskiptum nauðsynleg sem og reynsla af vinnu með börnum.

Góð íslenskukunnátta skilyrði

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Laun eru skv. kjarasamningi VerkVest.

Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2020 og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur skal senda í tölvupósti á skolastjori@reykholar.is

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar um skólastarfið eru á heimasíðu skólans:http://reykholaskoli.is

Allar nánari upplýsingar veitir Anna Björg Ingadóttir, skólastjóri í síma 867-1704/ skolastjori@reykholar.is

Jólatónleikar tónlistarskólans sem áttu að vera í dag klukkan 16, frestast fram á miðvikudag klukkan 16. Þetta er nauðsynlegt þar sem of mörg börn eru fjarverandi í dag vegna bæði færðar og veikinda. Sjáumst á miðvikudaginn 18. desember klukkan 16 í fallegu kirkjunni okkar 

Allt skólahald í Reykhólaskóla, grunnskóla-, tónlistarskóla- og leikskóladeild fellur niður miðvikudaginn 11. desember vegna veðurs.​


Með bestu kveðju


Anna Björg
Skólastjóri Reykhólaskóla

Kæru foreldrar

Í ljósi þess að appelsínugul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir þetta svæði á morgun 10. desember, hefur verið ákveðið að öll starfsemi Reykhólaskóla falli niður á morgun, bæði leik- og grunnskóli. Skólinn verður því lokaður á morgun 10. desember. Þessi ákvörðun er tekin með bæði hagsmuni nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.

Það kemur síðan í ljós á morgun hvað verður ákveðið varðandi miðvikudaginn og verður það tilkynnt seinnipartinn á morgun með sama hætti. 

Jólatónleikar Tónlistarskólans sem áttu að vera á miðvikudaginn 11. desember klukkan 16, frestast fram á mánudaginn 16. des klukkan 16. 

Væru þið foreldrar til í að staðfesta móttöku þessa pósts með því að senda tölvupóst á skolastjori@reykholar.is Það á bæði við foreldra leik- og grunnskólabarna.


Með bestu kveðju


Anna Björg

Skólastjóri Reykhólaskóla

Á döfinni

« Ágúst »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón