ţriđjudagurinn 28. ágúst 2018

Tónlistarskóli fyrir 4-5 ára

Hún Vera Ósk Steinsen ætlar að kenna við tónlistarskólann í vetur. M.a mun hún bjóða upp á fiðlunám fyrir 4-5 ára.  En slíkt nám er frábær undirbúningur undir frekara tónlistarnám alls ótengt fiðlu ef svo ber undir. Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan ef áhugi er fyrir slíku námi á netfangið skolastjori@reykholar.is

mánudagurinn 20. ágúst 2018

Sund á morgun í Reykhólaskóla

Fyrsta skóladaginn, þriðjudaginn 21. ágúst er skólasund. Allir nemendur þurfa að muna eftir sundfötum.

sunnudagurinn 19. ágúst 2018

Tónlistarskóli

 

Hjá sveitarfélaginu er starfræktur Tónlistarskóli. Við erum svo heppin að Ingimar Ingimarsson verður áfram tónlistarkennari í vetur.

Skólinn býður upp á forskóla fyrir 1-5 bekk þar sem tónfræði og blokkflauta er í boði.

Ef nemendur á þessum aldri hafa lokið forskóla þá geta þeir sótt um að læra á önnur hljóðfæri ásamt tónfræði í samráði við tónlistarkennara.

Fyrirkomulag kennslu verður á þá leið að kennt verður á skólatíma. Nemendur fara úr tímum í æfingakennslu og tónfræði en séð verður til þess að hefðbundið nám raskist ekki mikið.

Umsóknum skal skilað til skólastjóra á póstfangið skolastjori@reykholar.is. En á umsókn þarf að koma fram nafn nemanda, hljóðfæri sem nemandi vill læra á og hvort nemandinn fari í forskóla.

Frestur til að skila inn umsókn er til 1. september næstkomandi. Tónlistarstarfið hefst svo í vikunni þar á eftir.

með virktum

Valgeir Jens Guðmundsson

skólastjóri

 

miđvikudagurinn 15. ágúst 2018

Stuđningsfulltrúi óskast til starfa.


Reykhólaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 75-100% starf frá kl. 8:00 alla daga.

Mismunandi er hvenær vinnu lýkur eftir vikudögum.

Starfið felur í sér stuðning og gæslu við nemendurí skóla og frístundastarfi ásamt öðrum tilfallandi störfum í samráði við skólastjóra.

 

Jákvæðni, lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg.

Reynsla af vinnu með börnum æskileg.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Laun eru skv. kjarasamningi VerkVest.

Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 2018.

Viðkomandi þarf aðgeta hafið störf fljótlega.

Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störfskal senda í tölvupósti á skolastjori@reykholar.is

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar um skólastarfið eru á heimasíðu skólans:http://reykholaskoli.is

Allar nánari upplýsingar veita Valgeir skólastjóri í síma 4347731

Á döfinni

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón