sunnudagurinn 20. september 2020

Lokađur skóli á morgun 21. 9. 2020

Kæru foreldrar, forráðamenn og starfsmennKomið hefur í ljós að utanaðkomandi einstaklingar sem er með Covid og er í einangrun í hreppnum hafa haft samskipti (mjög lítil) við aðra og því hef ég ákveðið í samráði við Ingu Birnu, sveitarstjóra, að hafa skólann lokaðan á morgun á meðan við finnum betur út úr þessu. Ég ætla að biðja ykkur að vera sem mest heima við bara til að vera örugg. Ég sendi póst um leið og ég veit meira.

Með bestu kveðju

Anna Björg

föstudagurinn 21. ágúst 2020

Skólasetning 24. ágúst

Reykhólaskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst klukkan 8:30. Vegna sóttvarnatilmæla væri gott ef foreldrar og aðrir fullorðnir sem ekki starfa í skólanum kæmu ekki inn í skólann nema að þeir séu sérstaklega boðaðir og þá verðum við að muna bæði tveggja metra regluna og sprittið 🙂 en ég vil benda á að búið er að fjarlægja vatnstankinn sem við vorum með í matsalnum og öll glösin en gott væri að vera með vatnsbrúsa í staðinn. Ef það eru einhverjar breytingar á mötuneytisáskrift þá þarf að senda á mig (skolastjori@reykholar.is) sem fyrst. Það þarf einnig að endurnýja umsóknir í Tónlistarskólann.
Ef það er eitthvað sem ég get aðstoðað ykkur með þá annað hvort sendið þið mér póst eða hringið 🙂 bestu kveðjur
Anna Björg

fimmtudagurinn 4. júní 2020

Kveđjustund fyrir nokkra starfsmenn skólans

1 af 4

Við kvöddum þær Indu, Steinu, Maríu Rós og Birgittu (hún hættir samt ekki fyrr en í sumar) þriðjudaginn 2. júní og þökkum þeim vel unnin störf. Það er alltaf missir fyrir skólann þegar reynsluboltar hætta en við óskum þeim öllum velfarnaðar í þeirra næstu ævintýrum.

ţriđjudagurinn 2. júní 2020

Skólaslit Reykhólaskóla 28.5.2020

Skólaslit Reykhólaskóla 2020 voru þann 28. maí síðastliðinn. Margt var um manninn eins og má sjá á meðfylgjandi myndum. Einhverjar breytingar verða hjá okkur næsta vetur eins og oft vill verða á milli ára en við kveðjum nokkra starfsmenn með söknuði sem hafa margir hverjir unnið við skólann í tugi ára. Inda okkar allra sem hefur verið hjá okkur næstum því alltaf, ætlar að fara að njóta þess að vera í fríi og bara að hugsa um skepnurnar sínar og hún Steina okkar Rasmus ætlar einnig að hætta eftir marga tugi í starfi hjá okkur og fara að hafa það náðugt og einnig kveðjum við hana Hönnu okkar og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Þær hafa allar sett sitt fingrafar á starf Reykhólaskóla.
María Rós sem var hjá okkur í vetur hverfur að öðrum verkefnum í vetur og við krossum putta um að hún komi aftur til okkar síðar. Sjöfn og Hafrós sem voru í grunnskólanum í vetur verða annars vegar í félagsstarfinu og ´í leikskólanum. Við sjáum einnig á eftir Birgittu okkar úr leikskólanum og óskum við henni velfarnaðar á nýjum slóðum um leið og við þökkum henni vel unnin störf og þeim öllum.

Á döfinni

« Febrúar »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón