ţriđjudagurinn 9. apríl 2019

Árshátíđ - Eurovision

Árshátíð Reykhólaskóla verður haldin föstudaginn 12. Apríl. Hátíðin hefst kl. 18:30 og eiga nemendur að mæta kl. 18:00.

Að þessu sinni er yfirskriftin EUROVISION. Nemendur eru búnir að vera að skipuleggja, semja Eurovision-lagið, búa til dansa, hanna búninga, búa til myndbönd og rannsaka þessa vikuna og verður afraksturinn kynntur á föstudaginn.

Gestum gefst svo kostur á að spreyta sig í Eurovision-karokí eftir skemmtiatriðin.

Foreldafélagið sér um veitingarnar og unglingarnir verða með nammisölu.

Miðaverð.:

  • Fullorðnir                          1750 kr
  • Börn 6 – 16 ára                750 kr
  • 5 ára og yngri                   frítt
  • Ellilífeyrisþegar                frítt

 

Hlökkum til að sjá ykkur

föstudagurinn 1. mars 2019

Stuđningsfulltrúi óskast

Reykhólaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 75-90% starf frá kl. 8:15 alla daga.

Mismunandi er hvenær vinnu lýkur eftir vikudögum.

Starfið felur í sér stuðning og gæslu við nemendurí skóla og frístundastarfi ásamt öðrum tilfallandi störfum í samráði við skólastjóra.

 

Jákvæðni, lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg.

Reynsla af vinnu með börnum æskileg.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Laun eru skv. kjarasamningi VerkVest.

Umsóknarfrestur er til 7. marst 2019.

Viðkomandi þarf aðgeta hafið störf sem fyrst.

Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störfskal senda í tölvupósti á skolastjori@reykholar.is

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar um skólastarfið eru á heimasíðu skólans:http://reykholaskoli.is

Allar nánari upplýsingar veita Ásta Sjöfn skólastjóri í síma 4347731

fimmtudagurinn 28. febrúar 2019

Öskudagsskemmtun 2019

1 af 2

Öskudagurinn verður miðvikudaginn 6. mars. Nemendur mega mæta í búningunum skólann. Það er ekki heimilt að vera með byssur, hnífa og önnur slík tól sem notast við búninginn.

 

Nemendur og kennarar munu fara á hreppskrifstofuna að syngja í skólatíma.

 

Öskudagsskemmtunin hefst kl. 15, 6. mars, í íþróttasal Reykhólaskóla. Foreldrafélagið sér um framkvæmdina og nemendafélagið verður með vöfflusölu.

Allir velkomnir

Foreldra- og nemendafélag Reykhólaskóla.

mánudagurinn 18. febrúar 2019

foreldraviđtöl

Þann 20. febrúar verða foreldraviðtöl í grunnskóladeild Reykhólaskóla. Við hvetum foreldra/forráðamenn til þess að mæta og ef þið komist ekki þá vinsamlegast hafið samband við umsjónarkennara og fáið nýjan tíma.

 

 

Hvenær á ég að mæta: 

 

Kveðja kennarar Reykhólaskóla.

Á döfinni

« September »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón