f÷studagurinn 9. nˇvemberá2012

Vel heppnu­ brunaŠfing

Í gær var hin árlega brunaæfing í skólanum. Æfingin heppnaðist vel enda flest börnin orðin mjög vön svona raunverulegum brunaæfingum. Kennsluálman fylltist af reyk svo brunabjallan fór í gang, nemendur skriðu út og þau sem voru í kennslu á annari hæð skólans fóru út á svalir þar sem slökkvuliðsmennirnir "björguðu" þeim niður. Tvö börn voru svo falin í skólanum og þurftu slökkvuliðsmennirnir að finna þau í reyknum. Þetta var allt saman á áætlun og gekk sem skildi. Leikskólabörnin voru fljót að klæða sig í útiföt og fóru út í dótaskúr og svo þaðan upp í kirkju þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans var saman komið. Leikskólabörnin fengu svo far með brunabílnum aftur í leikskólann og börnin í grunnskólanum fengu að sprauta úr brunaslöngunni. 

 

Meðfylgjandi eru skemmtilegar myndir af deginum.

┴ d÷finni

« Febr˙ar »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            
NŠstu atbur­ir
Sko­a alla atbur­i
Vefumsjˇn