fimmtudagurinn 30. júlí 2015

Leikskóladeild opnar aftur eftir sumarfrí.

Nú fer sumarfríinu að ljúka og leikskóladeild opnar aftur 12. ágúst. Begga hættir í  þann 1. september og komum við til með að sakna hennar sárt. Einar verður hjá okkur til áramóta. Bryndís verður deildarstjóri. Íris og Ágústa verða á sínum stað.

Núna í sumar er búið að brjóta upp allt gólfið í kjallaranum og  á að einangra og setja í hitalagnir í gólfið. Af þessum sökum verður ekki hægt að taka kjallarann í notkun fyrr  en um miðjan september.  En þröngt mega sáttir sitja.

Í vetur verður opnunartíminn í leikskólanum frá kl. 07:45 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 07:45 – 14:00 á föstudögum.

Gott væri að heyra frá ykkur hvenær börnin ykkar byrja í leikskólanum.

Vona að þið hafið átt ánægjulegt sumarfrí og hlakka til að hitta ykkur.

Kveðja Ásta Sjöfn

Á döfinni

« Október »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón