Tenglar

Hvalurinn ß Seljanesi

1 af 3

Gunnbjörn Óli Jóhannsson verktaki frá Kinnarstöðum og Heiðar Hermundsson gröfumaður knúðu dyra hjá undirrituðum síðdegis föstudaginn 28. september 2007 og framvísuðu beini allmiklu, blautu og forugu. Beinið hafði komið upp við efnistöku í malarnámu á Seljanesi í Reykhólasveit, allhátt yfir sjávarmáli, og var vöxtulegra en svo að það gæti verið úr neinu landdýri sem nokkurn tímann hefur lifað hérlendis. Ég fór með beinið inn á baðgólf og tók af því myndir á alla kanta ásamt tommustokk og sendi þær netleiðis til dr. Þorleifs Eiríkssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík. Niðurstaðan varð sú, að sennilega væri þetta hluti úr kjálkabeini hvals. Þorleifur ákvað strax um kvöldið að leggja upp frá Bolungarvík árla næsta morgun og koma til rannsókna á fundarstað beinsins.

 

Þegar Þorleifur var kominn um langan veg næsta dag ásamt nokkru föruneyti var hafist handa í námunni í notalegum rigningarsudda. Til liðsinnis voru áðurnefndir Gunnbjörn Óli og Heiðar og menn frá Seljanesi og fleiri áhugasamir. Þar sem beinið fannst var grafin hola gegnum malarlagið og niður í leir. Engar frekari beinaleifar fundust. Tekin voru sýni úr jarðvegslögunum og hæðarmælingar gerðar. Malarhjallinn er ævaforn sjávarkambur og setleirinn undir honum er ennþá eldri sjávarbotn, en land hefur risið sem nemur hæðinni frá núverandi sjávarstöðu.

 

Líklegt má telja að hvalurinn hafi borið beinin á grynningum á þessum slóðum fyrir mörgum þúsundum ára og beinagrindin síðan sundrast eins og gengur. Þorleifur tók beinið með sér ásamt jarðvegssýnunum en þegar þetta er ritað hefur ekki enn frést af frekari niðurstöðum.

 

Undirritaður tók fjölda mynda við gröftinn og mælingarnar og má skoða nokkrar í myndasyrpu hér á vefnum.

 

24. apríl 2008.

H.

 

Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31