Tenglar

Sumarstörf

 

Starfslýsing-Leiðbeinandi sumarnámskeiða.

 

Leitað er að leiðbeinanda sumarnámskeiða Reykhólahrepps sumarið 2019. Reykhólahreppur stendur fyrir námskeiðum fyrir 6-12 ára börn í júní og felst starfið í skipulagi og umsjón með þeim undir handleiðslu tómstundafulltrúa. Áhersla námskeiðanna fer eftir hæfni og áhugasviði umsjónarfólks en námskeiðin geta lagt áherslu á útivist, leiki, íþróttir, listir eða annað sem leiðbeinandi og tómstundafulltrúi ákveða í sameiningu.

Sumarnámskeið Reykhólahrepps heyrir undir tómstundafulltrúa. Í starfinu felast eftirfarandi verkefni:

 • · Yfirumsjón með verkefnum og fræðslu
 • · Skipulag dagskrár
 • · Vera þátttakendum góð fyrirmynd
 • · Vinna með uppbyggileg samskipti og skapa liðsheild í hópnum
 • · Samskipti og samstarf við þjónustuaðila í Strandabyggð
 • · Gæsla barna
 • · Samskipti við forsjáraðila
 • · Skil á lokaskýrslu um starfið
 • · Ýmis önnur tilfallandi verkefni

 

Gerð er krafa um góða samskiptafærni og góð tengsl við fólk á öllum aldri, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og þjónustulund auk frumkvæðis og hugmyndaauðgi. Umsækjandi skal hafa reynslu af því að starfa með börnum. Þekking á starfi íþrótta- leikja- eða listanámskeiða fyrir börn er kostur. Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri.

 

  

Starfslýsing-Flokksstjóri vinnuskóla Reykhólahrepps

 

 

Auglýst er starf flokksstjóra vinnuskóla Reykhólahrepps sumarið 2019. Tvær lotur verða í boði í vinnuskóla Reykhólahrepps í sumar og felst starfið í skipulagi og umsjón með því. Fyrri lotan verður 3.-28. júní og seinni lotan 7.-16. ágúst. Gott væri ef flokksstjóri gæti hafið störf 27. maí. Vinnuskóli Reykhólahrepps heyrir undir tómstundafulltrúa og er í samstarfi við verkstjóra Áhaldahúss.

Í starfinu felast eftirfarandi verkefni:

 

 • · Yfirumsjón með verkefnum og fræðslu
 • · Skipulagning verkefna
 • · Verkstjórn aðstoðarfólks og ungmenna
 • · Leiðbeina nemendum um vinnulag og verklag
 • · Virk þátttaka í hverju því starfi sem ungmennin taka sér fyrir hendur

 · Vera nemendum góð fyrirmynd

 • · Vinna með uppbyggileg samskipti og skapa liðsheild í nemendahópnum
 • · Skil á tímaskýrslum og umsögnum um nemendur
 • · Ábyrgð á verkfærum go innkaupum á vegum Vinnuskólans
 • · Samskipti go samstarf við Áhaldahús, sveitarstjóra go tómstundafulltrúa Strandabyggðar go íbúa á svæðinu
 • · Skil á lokaskýrslu um starfið
 • · Ýmis önnur tilfallandi verkefni

 

 Gerð er krafa um góða samskiptafærni go góð tengsl við fólk á öllum aldri, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni go þjónustulund auk frumkvæðis go hugmyndaauðgi. Umsækjandi skal hafa reynslu af því að starfa með ungmennum go þekking á starfi vinnuskóla er kostur. Bílpróf er skilyrði. Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri. Nánari upplýsingar veitir tómstundafulltrúi í síma 6982559.

 

  

Sumarstarf í Grettislaug

Reykhólahreppur óskar eftir starfsmönnum við Grettislaug frá 1.júní. til 1.september. Um 100% starf er að ræða.

Hæfniskröfur

·         Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og góð þjónustulund

·         Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð

·         Sveigjanleiki og vinnugleði

·         Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og að auki þurfa allir sem við laugina starfa að standast þar til gert sundpróf. Nánar er hægt að lesa um sundprófið á vef Umhverfisstofnunar:

http://ust.is/atvinnulif/hollustuhaettir/sundstadir/haefnisprof-starfsmanna/

Nánari upplýsingar gefur Tryggvi Harðarson sveitarstjóri í síma 430:3200 sveitarstjori@reykholar.is

 

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps

 

FSR óskar eftir fólki í afleysingar í félagslega heimaþjónustu í sumar (hlutastarf)

og í liðveislu /sumarnámskeið með fötluðum börnum. (hlutastarf).

Laun skv. samningum VerkVest.

Upplýsingar í s. 451 3521 og 842 2511

Netfang felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

  


 

  

■ri­judagur 2. aprÝlá2019

St÷rf Ý Bjarkalundi

Hótel Bjarkalundur leitar að starfsfólki, um er að ræða starf hótelstjóra, starfsmann í eldhús og starfsmenn í önnur hótelstörf.

 Hótelstjóri

 Hótel Bjarkalundur óskar eftir að ráða hótelstjóra til starfa.

 Hótelið er sumarhótel og starfsrækt frá byrjun maí og til loka september. Hótelið er á sunnanverðum vestfjörðum í ca. 200 km. Fjarlægð frá Reykjavík. Á hótelinu eru 16 herbergi auk 6 smáhýsa, auk þess er boðið upp á tjaldstæði. Á hótelinu er rekin veitingastaður með léttum veitingum.

N1 rekur bensínstöð við hótelið.

Leitað er að duglegum og metnaðarfullum einstaklingi. Góð laun í boði fyrir réttan aðila, húsnæði og fæði eru hluti af kjörum starfsmanns.

Starfssvið

Umsjón með daglegri stjórnun og rekstri hótelsins.

Aðstoð við ráðningar og stjórnun starfsmanna.

Tilboðs- og samningagerð.

Viðskiptatengsl og öflun nýrra viðskiptavina.

Almenn verkefni á hótelinu t.d. gestamóttaka, bókanir og önnur þjónusta við gesti.

 Hæfniskröfur

Reynsla á sviði reksturs eða hótelstjórnunar.

Reynsla af stjórnun starfsmanna og fjárhagslegs reksturs.

Góð íslensku- og enskukunnátta.

Leiðtogahæfileikar, skipulagni og sjálfstæði vinnubrögð.

Góðir samskiptahæfileikar.

 

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 891-9090 og í tölvupósti: vadalfjoll@gmail.com

 

  

Atbur­adagatal

« AprÝl 2019 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30