Tenglar

ţriđjudagur 20. mars 2012

Ţorrablót 1946

Játvarđur Jökull Júlíusson. Málverk: Gunnar Ingibergur Guđjónsson 1974.
Játvarđur Jökull Júlíusson. Málverk: Gunnar Ingibergur Guđjónsson 1974.

Höfundur:
Játvarður Jökull Júlíusson á Miðjanesi í Reykhólasveit


Á Reykhólum höfnin er herleg, / þar hafskipa fjölsótt er þing. / Hver fleytan er blátt áfram ferleg / og fjörugt er lífið í kring.


Ég skal þeirra geta að góðu / og geta um hvert fyrir sig / með nafni, en númerin vantar, / og nú ber að hlusta á mig.

...
Meira
Ingvar Samúelsson.
Ingvar Samúelsson.

Menningin stóð í blóma í Reykhólahreppi á liðnu ári. Gallerí Gylfi í Króksfjarðarnesi var vettvangur auglýsingamyndar fyrir BMW Mini, þar sem hálf sveitin mætti í tökur í heila fimm daga. Fáeinum sást bregða fyrir í fáeinar sekúndur þegar auglýsingin loksins birtist – Sollu í leikfélaginu, hundinum Toppi sem er starfsmaður í Gallerí Gylfa, Jóni á Gróustöðum og Indu á Reykhólum. Partur í franska mynd var tekinn upp við Staðarbryggju og í landi Árbæjar. Svo vel hittist á, að suðvestan hávaðarok og rigning dundu á mannskapnum allan tímann sem tökur stóðu yfir. Hjólhýsi var tekið á leigu fyrir aðalleikarana og fauk ekki.

...
Meira
Konan ...
Konan ...
1 af 3

Umsjónarmaður þessa vefjar hefur komist yfir ljósrit af handskrifuðu blaði með vísum og skýringum eftir Eystein G. Gíslason (betur þekktur sem Eysteinn í Skáleyjum) með yfirskriftinni Myndlist og ljóðlist í stigagangi í Barmahlíð veturinn '05-'06. Ljósritið er á tveimur blöðum en á því fyrra stendur neðst snú þannig að upprunalega blaðið hefur verið eitt. Undirritunin er E.G.G. og staðfestir Jóhannes Geir bróðir Eysteins að þetta sé vissulega rithönd hans þó að hann tali þarna um sjálfan sig í þriðju persónu. Neðst á síðara blaðinu (bakhliðinni) undir aðgreiningarstriki er vísa sem tengist ekki efninu að öðru leyti en því, að þar er líka um mynd að ræða.

...
Meira
ţriđjudagur 13. desember 2011

Limrur eftir Eystein í Skáleyjum

Eysteinn á bátnum Kára áriđ 1986.
Eysteinn á bátnum Kára áriđ 1986.
1 af 2

Eysteinn G. Gíslason (Eysteinn í Skáleyjum) er núna orðinn aldraður og hættur að yrkja. Hann fékk leikandi hagmælsku í vöggugjöf og bæði lausavísurnar hans og limrurnar flugu víða. Eysteinn var bóndi og ekki síst hlunnindabóndi í Skáleyjum á Breiðafirði en líka var hann kennari á Flateyri um árabil.

...
Meira
laugardagur 4. júní 2011

Um vistaskipti ţingmanns Reykhólahrepps

Vistaskipti Ásmundar Einars Daðasonar á Lambeyrum í Dalasýslu, þingmanns Norðvesturkjördæmis (og þar með Reykhólahrepps), úr Vinstri grænum yfir í Framsóknarflokkinn, hafa vakið ýmisleg viðbrögð. Ekki er samt hægt að segja að Ásmundur Einar hafi svikið lit því að græni liturinn ríkir eftir sem áður (eins og grasbónda sæmir). Jónas Kristjánsson fyrrv. ritstjóri sagði að með vistaskiptum þessum hefði greindarvísitalan í báðum flokkum hækkað. Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum kvað (og líkir þingmanninum við hest en ekki óstýrilátan kött eins og Jóhanna Sigurðardóttir gerði á sínum tíma):

...
Meira
föstudagur 8. apríl 2011

Icesave hangir yfir mér ...

Jón Atli Játvarđarson.
Jón Atli Játvarđarson.

Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum lá í nótt fyrir tófu og var að hugsa um Icesave-kosninguna á morgun. Líka varð honum hugsað til þangsins í Breiðafirði enda gamalreyndur þangskurðarmaður á þar til gerðum sláttupramma. Enga veiddi hann tófuna en kom heim með eftirfarandi hringhendu í staðinn:

...
Meira
föstudagur 28. janúar 2011

Stjórnlagadómurinn

Jón Atli Játvarđarson á Reykhólum.
Jón Atli Játvarđarson á Reykhólum.

          Fortíðin höktir nú hlaupa- með sting,
          hana við tekin er glíma.
          Veltu steini á stjórnlagaþing
          staðgenglar horfinna tíma.

...
Meira
Guđjón D. Gunnarsson.
Guđjón D. Gunnarsson.

Þá er enn eitt þorrablótsárið liðið. Síðasta blót heppnaðist mjög vel, miðað við allan bílafjöldann sem var hérna á planinu morguninn eftir.
Árið hefur verið viðburðaríkt og gjöfult. Síðasti vetur var með eindæmum mildur og það svo, að jólatrén stóðu fram í apríl og hefðu getað staðið lengur, ef Jón snari hefði ekki ráðist á þau í einu dugnaðarkastinu.
Ekki hefur þorrablótsárið þó verið gjöfult að öllu leyti. Ekkert barn hefur fæðst í hreppnum. Hvað er að ykkur? Er það kreppan eða vantar egg í þorramatinn?

...
Meira
föstudagur 25. júní 2010

Ólafur Helgi eđluna drap

RÚV / Magnús Hlynur Hreiđarsson.
RÚV / Magnús Hlynur Hreiđarsson.

Um eins metra löng eðla fannst í garði á Selfossi um Jónsmessuna 2010. Lögreglan kom á staðinn og handsamaði eðluna. Hún var vistuð á lögreglustöðinni til næsta dags en síðan svæfð. Varðstjóri hjá lögreglunni sagðist hafa aldrei á ævi sinni hafa séð svona stóra eðlu og útkallið sé með þeim óvenjulegustu sem lögreglan í Árnessýslu hefur sinnt. Þegar sýndar voru í Sjónvarpi myndir af eðlunni hjá lögreglunni sást sýslumanninum Ólafi Helga Kjartanssyni bregða fyrir í bakgrunni.

...
Meira
ţriđjudagur 15. júní 2010

Endalaus trjágróđur ...

Jón Atli Játvarđarson.
Jón Atli Játvarđarson.

Núna eru garðyrkjustörfin á fullu á Reykhólum sem annars staðar. Þar á meðal er Jón Kjartansson flokksstjóri með vaskan hóp ungmenna að starfi hjá Vinnuskóla Reykhólahrepps. Jón Atli Játvarðarson lætur ekki sitt eftir liggja og klippir endana af runnunum í garði sínum þannig að brátt verður hann með endalausa runna. Hann kvað eftirfarandi vísur og vísar þar bæði til Jóns flokksstjóra og til nábúa síns við Hellisbrautina. Dalli er Guðjón D. Gunnarsson sem býr innar við Hellisbrautina, en í fyrravor klippti hann niður mjög stórvaxinn víðigróður á næstu lóð við Jón Atla og svipti hann því talsverðu skjóli fyrir norðaustanáttinni. Garðahlynur er trjátegund (a.m.k. meðal annars).

...
Meira

Atburđadagatal

« Janúar 2020 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31