Tenglar

sunnudagur 23. jan˙ará2011 |

Annßll fluttur ß ■orrablˇti Reykhˇlahrepps 2011

Gu­jˇn D. Gunnarsson.
Gu­jˇn D. Gunnarsson.

Þá er enn eitt þorrablótsárið liðið. Síðasta blót heppnaðist mjög vel, miðað við allan bílafjöldann sem var hérna á planinu morguninn eftir.

 

Árið hefur verið viðburðaríkt og gjöfult. Síðasti vetur var með eindæmum mildur og það svo, að jólatrén stóðu fram í apríl og hefðu getað staðið lengur, ef Jón snari hefði ekki ráðist á þau í einu dugnaðarkastinu.

 

Ekki hefur þorrablótsárið þó verið gjöfult að öllu leyti. Ekkert barn hefur fæðst í hreppnum. Hvað er að ykkur? Er það kreppan eða vantar egg í þorramatinn? Við þetta bætist að fólk flýr burt og þegar tvær fjölskyldur fóru í sama bílnum fannst mér að búið væri að taka fjöldagröf fyrir íbúana.

 

Gamla húsið á Miðhúsum hvarf eina nóttina í vor og þegar vefstjóri Reykhóla fór að spyrjast fyrir fékk hann upphringingu og var sagt með dimmri, ógnandi röddu, að honum kæmi þetta ekkert við.

 

Auðvitað gat oddvitinn ekki látið viðgangast að fækkaði húsum í sveitinni, svo hann keypti eitt suður í Hvalfirði til að setja við Suðurbrautina. Eitthvað þvældist kompásinn fyrir honum, misvísun og segulskekkja, því húsið lenti á Miðjanesi, þvert á allt skipulag og reglugerðir.

 

Gústi lenti í hættulegum átökum við eitt nauta sinna. Nautið hafði betur, því það notaði hausinn og henti Gústa yfir í næstu stíu, þar sem var betra pláss fyrir hann. Gústi reiddist og réði leigumorðingja til að fyrirkoma tudda.

 

Alltaf er eitthvað að gerast í Þörungaverksmiðjunni. Atli keypti draumaskipið sitt en eftir er að sjá hvort það verður draumur eða martröð skipasmíðastöðvanna.

 

Bjössi stýrimaður gerðist kokkur á Karlsey einn dag og lá viku í rúminu á eftir. Síðar kom svo í ljós að kærastan var í heimsókn einmitt þá viku.

 

Nýir eigendur tóku við rekstri Hólakaupa í vor. Einnig tóku þau á leigu nýbyggða lúxusvillu, sem hreppurinn var að kaupa af Þremur ehf. Reksturinn gengur vel og hafa þau eignast nýja kúnna, eins og ég kem að síðar.

 

Kjósa átti til sveitarstjórna um land allt í vor. Var það á vitorði flestra en fréttin hafði þó ekki borist út í Flatey. Af þeirri ástæðu og svo af því, að þeir sem kosnir voru þóttu ekki hæfir, var kosið aftur. Ekki lagaðist samt neitt við það, því sömu menn voru kjörnir aftur og sitjum við uppi með þá næstu fjögur ár.

 

Ekki gekk þrautalaust að kjósa í seinna skiptið. Þegar kjörstjórnin mætti á staðinn hafði Óskar læst hana úti. Venni vappaði af stað að leita að lykli og fann hann að lokum upp í rúmi hjá Áslaugu.

 

Hreyfingar urðu á embættismönnum í kjölfar kosninga: Sveitarstjórinn sendur í úreldingu, skrifstofustjórinn gekk í Klaustur og tvær konur fengnar í þeirra stað. Ekki er því hægt að að segja að kynjajafnrétti ríki á hreppsskrifstofunni. Hvern langar nú í jafnrétti?

 

Hreppsnefndin leggur mikla áherslu á að hafa samræmi í sínum störfum. Eftir tvennar kosningar þurfti tvo sveitarstjóra, fyrst var Gylfi ráðinn, næst var Gylfi rekinn svo var Inga Birna ráðin.

 

Ein fyrsta prófraun nýrrar hreppsnefndar var íbúaþing í Flatey. Voru þau öll frekar framlág og hrakin þegar þau komu aftur í land en engar fréttir bárust af afrekum.

 

Árlegur Reykhóladagurinn tókst með ágætum. Bærinn skreyttur og mörg skemmtileg og fróðleg sýningaratriði. Fjöldi manns kom og skemmti sér vel. Á flesta ljósastaura voru festar tvær blöðrur, sem blöktu þar í marga daga. Fljótlega fór loftið að leka úr þeim og urðu þær þá líkari máluðum hrútspungum og aðrar minni af ónefndri dýrategund.

 

Siggi í Munaðstungu hefur gaman af veiðum. Til að egna fyrir gæsir sáði hann byggi á Grund. Engin kom gæsin. Svo hægviðrasamt var í haust að Reykhólagæsirnar kunnu ekki að setjast.

 

Stebbi á Gróustöðum keypti sér stóran tank, sömu gerðar og peningatank Jóakims Aðalandar. Setti hann upp á Svarfhóli og setur í hann arðinn af búinu. Þegar fer að safnast verður þó auðveldara að iðka sund hjá Stebba en Jóakim.

 

Ein afleiðing mildrar veðráttu er mikill músagangur. Verstur var hann á Skáldstöðum. Húsið fylltist af músum. Engu breytti þó allt væri lokað, þær fóru gegnum heila veggi og hversu mörgum sem Ebbi náði komu „nýir hópar í skörðin“. Allt var reynt og lausnin fannst á endanum: Ebbi meig hringinn í kringum húsið. „Ég komst nú ekki allan hringinn í einni ferð“, sagði hann aðspurður. Síðan situr Ebbi í Hólakaupum alla daga og framleiðir músaeitur og fer tvær ferðir á dag að eitra á Skáldstöðum. En ég fékk nýjan skilning á hvað væri „fastakúnni“ í Hólakaupum.

 

- Höfundur og flytjandi: Guðjón Dalkvist Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum.

 

Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31