Tenglar

ţriđjudagur 16. apríl 2019

Páskaeggjaleit í Hvanngarđabrekkunni

Hin árlega páskaeggjaleit fer fram nk. laugardag, 20. apríl kl. 12.00. 

Í þetta skiptið eru það 260 egg sem eru falin víðsvegar um svæðið.

 

Reglur leiksins eru þannig að hvert egg er skráð og þarf að koma með það í skráningu áður en lengra er haldið og leitinni haldið áfram. Eftir að egg hefur verið skráð fundið þá má fara aftur og finna næsta egg og þannig koll af kolli þangað til öll eggin eru fundin.

 

Skemmtileg samverustund fyrir fullorðna og börn. Njótum þess að vera saman með börnunum okkar. Sjáumst á laugardaginn.

 

Tómstundafulltrúi

  

mánudagur 15. apríl 2019

Grettislaug um páskana

Grettislaug - Opnunartímar um Páska 2019:

 

Fimmtudag skírdag    18. apríl - 17:00 til 21:00

 

Föstudaginn langa    19. apríl – Lokað 

 

Laugardag                20. apríl – 14:00 til 18:00

 

Páskadag                  21. apríl – Lokað  

 

Annan í páskum        22. april - 14:00 til 18:00

  

fimmtudagur 11. apríl 2019

Ungmennaţing á Reykhólum

Ungmennaráđ, kosiđ á 1. ţinginu
Ungmennaráđ, kosiđ á 1. ţinginu

Ungmennaþing verður haldið í félagsmiðstöðinni 15. apríl kl. 18:30. Ungmennaþing er fyrir ÖLL ungmenni 13 - 25 ára.

Sveitarstjórn, mennta- og menningarmálanefnd og stjórn ungmennafélagsins Aftureldingar er boðið á þingið.

Þema þingsins er viðburðir í sveitarfélaginu fyrir ungt fólk. 

sunnudagur 7. apríl 2019

Atvinnumálafundur á Reykhólum

1 af 10

Á fimmtudag var á vegum Vestfjarðastofu, undir stjórn Maríu Maack, fundur um atvinnumál í héraðinu, stöðu og horfur. Vestfjarðastofa hefur staðið fyrir slíkum fundum um alla Vestfirði,  Aðalefni þessa fundar var nýting þörunga og orkumál.


  

...
Meira
1 af 2

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga

verður haldinn miðvikudaginn 10.apríl 2019 kl. 17:00

í  Rauða kross húsinu Búðardal

                              Fundarefni:

1.       Venjuleg aðalfundarstörf.

2.       Kosinn fulltrúi á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands

3.       Fræðsla um krabbamein - erindi.

4.       Önnur mál.               

 Við hvetjum alla núverandi félaga og aðra velunnara félagsins til að mæta á fundinn .  Nýir félagar velkomnir.

Kaffiveitingar í boði félagsins.  Fjölmennum og styrkjum starfið.

                                         Stjórnin


Á fundinn kemur Guðmundur  Pálsson, vefstjóri K.Í  sem er hugmyndasmiðurinn að KARLAKLEFANUM sem auglýstur var í Mottu Mars í sjónvarpinu  og vakti  mikla athygli.   Hann ætlar að segja frá  KARLAKLEFANUM  og vef Krabbameinsfélagsins  og  tala um hvernig karlar á landsbyggðinni  geta nýtt sér hann.

Við hvetjum bæði konur og karla til að nota þetta einstaka tækifæri til að fá þessa kynningu.  Munum að einn af hverjum þremur Íslendingum fær  krabbamein einhvern tíma á ævinni samkvæmt tölulegum staðreyndum.

 

  

föstudagur 5. apríl 2019

Páskar í Reykhólaprestakalli

„Kristur upprisinn“ eftir pólska málarann Szymon Czechhowicz, málađ um 1758
„Kristur upprisinn“ eftir pólska málarann Szymon Czechhowicz, málađ um 1758

Hátíðarmessa og altarisganga á skírdag kl.20.00 í Garpsdalskirkju.


Hátíðarmessa á öðrum í Páskum í Staðarhólskirkju kl.13.00. 


Helgistund verður á Barmahlíð á öðrum degi Páska kl.15.30. 


  

...
Meira
miđvikudagur 3. apríl 2019

Byggđafesta og búferlaflutningar

Hlutfall íbúa sem höfđu svarađ 2. apríl 2019
Hlutfall íbúa sem höfđu svarađ 2. apríl 2019

Nú stendur yfir könnun á búsetusögu, lífsgæðum og fyrirætlunum um framtíðarbúsetu í bæjum og þorpum með færri en 2.000 íbúa. Tilgangur könnunarinnar er að auka skilning á sérstöðu og áskorunum þessara byggðarlaga og styðja við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum.


 


  

...
Meira
ţriđjudagur 2. apríl 2019

Hótel Bjarkalundur auglýsir eftir fólki

Hótel Bjarkalundur leitar að starfsfólki, um er að ræða starf hótelstjóra, starfsmann í eldhús og starfsmenn í önnur hótelstörf. 


 


  

...
Meira
mánudagur 1. apríl 2019

Umrćđufundur um atvinnulíf

mynd, MM
mynd, MM
1 af 2

Vestfjarðastofa hefur að undanförnu staðið fyrir almennum upplýsinga- og umræðufundum um atvinnu og horfur í heimabyggð. Fundur á Reykhólum verður fimmtudag 4. apríl kl. 17 - 18.30, í matsal Reykhólaskóla.

...
Meira
mánudagur 1. apríl 2019

Startpakkar

Anastazja Líf Kowalczyk međ foreldrum sínum
Anastazja Líf Kowalczyk međ foreldrum sínum
1 af 4

Núverandi sveitarstjórn viðheldur þeirri skemmtilegu og góðu venju sem skapast hefur, að færa foreldrum nýfæddra barna í hreppnum svokallaða startpakka. Að þessu sinni voru þeir gerðir í samvinnu við verslunina Lindex, sem bætti við hvern startpakka gjafabréfi að upphæð kr. 5.000.-

...
Meira

Atburđadagatal

« Júlí 2019 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31