Tenglar

Mannfjöldinn á Reykhólum þrefaldaðist um helgina þegar félagsfólk í Breiðfirðingafélaginu syðra kom í heimsókn. Íbúar í Reykhólaþorpi töldust 128 í ársbyrjun skv. tölum Hagstofunnar en rétt um 250 manns voru í sumarferð Breiðfirðinga. Mannskapurinn lagði að mestu undir sig túnið milli skólans og kirkjunnar með húsbílum, hjólhýsum, tjaldvögnum og tjöldum eins og sést á myndinni (smellið á til að stækka) en auk þess var heimavist Reykhólaskóla fullskipuð og allar skólastofur undirlagðar fyrir svefnpokapláss....
Meira
mßnudagur 30. j˙nÝá2008

Gamlir miltisbrandssta­ir Ý Reykhˇlahreppi

Sigurður Sigurðarson dýralæknir kom við á skrifstofu Reykhólahrepps fyrir helgina og greindi frá heimildum um miltisbrand í hreppnum á fyrri tíð. Á síðustu misserum hafa öðru hverju birst fréttir um staði syðra þar sem talið er að skepnur sýktar af miltisbrandi hafi verið grafnar. Mikil varúð hefur verið viðhöfð við jarðvinnu þar sem grunur er um slíkt enda geta gró miltisbrands lifað óralengi í dvala í jarðvegi. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar dýralæknis eru heimildir um miltisbrand á eftirtöldum stöðum í Reykhólahreppi: Reykhólum árið 1882, Börmum árið 1900 og Gillastöðum á árabilinu 1900-1920.

...
Meira
Heimalningar Sau­fjßrseturs ■iggja sopann.
Heimalningar Sau­fjßrseturs ■iggja sopann.
1 af 2
Núna á sunnudaginn kl. 13 verður opnuð sýning í Sauðfjársetri á Ströndum á verkinu Þrírifað í þrístýft og þrettán rifur ofan í hvatt, sem unnið er af nemendum Reykhólaskóla í samvinnu við kennarana Kolfinnu og Rebekku. Verkið gerir skil eyrnamörkum og markaheitum og bæjamörkum í Reykhólahreppi. Áður en Furðuleikar á Ströndum hefjast á sunnudag verður nemendum Reykhólaskóla þakkað fyrir verkið, sem verður til sýnis þar í sumar. Íbúar Reykhólahrepps (og aðrir) eru hvattir til að líta inn og koma tímanlega....
Meira
fimmtudagur 26. j˙nÝá2008

Myndir ˙r g÷ngu ß Va­alfj÷ll

1 af 3

Meðal þeirra sem gengu á Vaðalfjöll í fyrrakvöld (sbr. næstu frétt á undan) og nutu þar sólar um miðnæturskeið var Óskar Steingrímsson, sem tók fjölda ljósmynda í ferðinni. Þrjár myndir fylgja hér til hliðar en alla myndasyrpuna má skoða hér.

 

■ri­judagur 24. j˙nÝá2008

Jˇnsmessuganga ß Va­alfj÷ll

Ljˇsm. ┴rni Geirsson.
Ljˇsm. ┴rni Geirsson.
Gönguhópurinn í Reykhólahreppi ætlar að ganga á Vaðalfjöll í kvöld, þriðjudagskvöld. Lagt verður upp klukkan 21 frá vegamótunum að Reykhólum (neðst á myndinni) og ætlunin er að vera á Vaðalfjöllum kringum miðnætti og njóta miðnætursólarinnar. Allir eru velkomnir að slást í hópinn. Veður er mjög gott núna á sjálfri Jónsmessunni eins og verið hefur undanfarna daga, nánast heiðskírt, og allar líkur á því að ofan af Vaðalfjöllum (efst til hægri á myndinni) megi sjá sólina skríða yfir sjóndeildarhringnum um miðnæturbil án þess að setjast.
mßnudagur 23. j˙nÝá2008

Forskot ß Jˇnsmessubrennuna Ý Bjarkalundi

Kvöldið fyrir Jónsmessuhátíðina í Bjarkalundi, þar sem brenna er fastur liður, kviknaði í gróðri skammt frá hótelinu. Laust fyrir klukkan átta á föstudagskvöldið urðu starfsmenn varir við reyk og þegar litið var ofar í hlíðina sást kjarreldur utan við Sellækinn. Strax var hringt í 112 og rokið á staðinn og hafist handa að slökkva eldinn með skóflur að vopni. Eldurinn var kæfður og reykurinn var að mestu horfinn þegar Slökkvilið Reykhólahrepps kom á staðinn....
Meira
sunnudagur 22. j˙nÝá2008

Nokku­ gott d˙nßr

BrŠ­urnir B÷rkur og H÷r­ur GrÝmssynir halda ˙t Ý hˇlma. Ljˇsm. Sigurgeir.
BrŠ­urnir B÷rkur og H÷r­ur GrÝmssynir halda ˙t Ý hˇlma. Ljˇsm. Sigurgeir.
„Við byrjum á því að þurrka dúninn hérna heima og aðeins reyna að hrista úr honum. Svo fer hann í hreinsun hérna í sveitinni þar sem er hreinsað úr honum ruslið og fjaðrirnar. Svo er hann fluttur út", segir Hörður Grímsson, bóndi á Tindum í Króksfirði í Reykhólahreppi, en þar stóð heimilisfólk í dúntekju þessa vikuna. Tindar eru fyrst og fremst kúabú, en nytjarnar á skerjum og hólmum í landi bæjarins, þar sem eru rúmlega 300 æðarkolluhreiður, reynast ágætis aukabúgrein. Um 60 kollur þarf til að ná upp í eitt kíló af hreinsuðum dún og eru þetta því um 5-6 kíló sem safnast á Tindum, en að sögn Harðar ná sumir nágrannabæjanna upp undir 10 kílóum....
Meira
laugardagur 21. j˙nÝá2008

Fiskihla­bor­ og brenna Ý Bjarkalundi

Kokkarnir Ingvar Sam˙elsson og ┴rni Sigurpßlsson hˇtelstjˇri.
Kokkarnir Ingvar Sam˙elsson og ┴rni Sigurpßlsson hˇtelstjˇri.
Kræsingar hafsins verða á hlaðborði í Hótel Bjarkalundi kl. 18-20 í kvöld, laugardag 21. júní. Þar má nefna fiskisúpu, djúpsteiktan steinbít, ofnbakaðan fisk með aspas, krækling, fiskikæfu (paté), rækjurís og plokkfisk með tilheyrandi meðlæti. Að málsverði loknum kl. 20 tendrar Gulla á Gróustöðum bálköst með logandi örvarskoti. Í dag er lengstur sólargangur og jafnframt er útlit fyrir hægviðri og sólarblíðu eins og var í gær....
Meira
mi­vikudagur 18. j˙nÝá2008

Enn birtast ßr og dalir ...

Ungir og gamlir í Reykhólahreppi og raunar líka úr Dalasýslu og víðar að nutu þjóðhátíðardagsins í Bjarkalundi og úti í náttúrunni þar í kring. Umf. Afturelding í Reykhólahreppi stóð fyrir hátíðinni að þessu sinni. Fjallkonan Olga Þórunn Gústafsdóttir á Reykhólum flutti kvæði Bjargeyjar Arnórsdóttur (Böddu á Hofsstöðum), Ljóð að heiman. Að venju var farið í leiki og á hótelinu var boðið upp á hátíðarkaffi með heitum skúffukökum og vöfflum sem bakaðar voru jafnóðum....
Meira
Hreinn Fri­finnsson var einn af stofnendum S┌M-hˇpsins (artnews.is).
Hreinn Fri­finnsson var einn af stofnendum S┌M-hˇpsins (artnews.is).
1 af 2
Tvær helgar í ágústmánuði munu átta myndlistarmenn setja upp jafnmargar sýningar í Reykhólahreppi og Dölum með nokkuð öðrum hætti en venjulegt er. Verkefnið er hugsað sem safn sýninga sem eiga sér stað á sama tíma á nokkrum stöðum frá Búðardal til Reykhóla og verður unnið út frá staðháttum og sögu svæðisins. Slíkt fyrirkomulag kallar á samvinnu við heimafólk í Reykhólahreppi og Dalasýslu enda er eitt af markmiðum verkefnisins „að efna til samtals milli listamanna og heimamanna", eins og segir í kynningu....
Meira

Atbur­adagatal

« J˙nÝ 2020 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30