Tenglar

■ri­judagur 25. nˇvemberá2008

Nßmskei­ um fjßrmßl heimilanna

Námskeið um fjármál heimilanna verður haldið annað kvöld, miðvikudagskvöld, í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og jafnframt með fjarfundabúnaði á Patreksfirði og Hólmavík. Fjallað verður um þætti eins og greiðslubyrði lána, greiðsluerfiðleika, verðbólgu, sparnað og heimilisbókhald. Námskeiðið hefst kl. 18 og stendur til kl. 21. Kennari er Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands....
Meira
Mynd ˙r vefmyndavÚl Arnarsetursins ß li­nu sumri.
Mynd ˙r vefmyndavÚl Arnarsetursins ß li­nu sumri.
1 af 4
Við síðari úthlutun þessa árs á styrkjum Menningarráðs Vestfjarða hlaut Arnarsetur Íslands í Reykhólasveit kr. 700.000 til hönnunar og undirbúnings sýningar. Af öðrum styrkjum má nefna, að Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna fékk kr. 100.000 til verkefnisins Kuml í Berufirði - rafræn miðlun. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði á föstudag. Alls voru veittir 52 styrkir að upphæð samtals 17,4 milljónir og voru einstakir verkefnastyrkir á bilinu frá 50 þúsund krónum og upp í eina. Nokkrir aðilar fengu styrki til tveggja verkefna....
Meira
fimmtudagur 20. nˇvemberá2008

Arnk÷tludalsvegur ekki opinn Ý vetur

Það myndi kosta tugi milljóna að hleypa umferð á nýja veginn um Arnkötludal milli Gilsfjarðar og Steingrímsfjarðar í vetur, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, og því verður það ekki gert. Vonir voru bundnar við að nýr heilsársvegur, sem leysir fjallveginn um Tröllatunguheiði af hólmi, yrði það vel á veg kominn í haust að hægt yrði að hleypa umferð á hann í vetur. Það hefur ekki gengið eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa framkvæmdir tafist lítillega vegna þess að efni var lakara en búist var við....
Meira
Íssur SkarphÚ­insson.
Íssur SkarphÚ­insson.
Össur Skarphéðinsson iðnaðar- og ferðamálaráðherra boðaði mikla markaðssókn ferðaþjónustunnar á Ferðamálaþingi í dag. Hann sagði nauðsynlegt að byggja upp ferðamannastaðina í landinu og leggur til, að til þess verði settur fastur tekjustofn á fjárlögum. Ráðherrann greindi frá því að ríkisstjórnin hefði aukið framlög til markaðssetningar ferðaþjónustunnar erlendis. Hann lagði áherslu á að það væri fjárfesting, ekki kostnaður. Sömuleiðis væri brýn þörf á að auka fjárfestingu innanlands....
Meira
Me­ Eyjasiglingu frß Sta­ ß Reykjanesi ˙t Ý Brei­afjar­areyjar.
Me­ Eyjasiglingu frß Sta­ ß Reykjanesi ˙t Ý Brei­afjar­areyjar.
Um þessar mundir er verið að kanna viðhorf Vestfirðinga til ferðaþjónustunnar í þessum landshluta. Markmiðið er að fá að vita hvort heimamenn séu ánægðir með uppbyggingu ferðaþjónustunnar, hvort þeir vilji leggja meiri áherslu á ferðaþjónustu sem atvinnugrein á Vestfjörðum eða hvort þeir vilji leggja áherslu á einhverjar aðrar atvinnugreinar. Spurningarnar voru sendar til þúsund Vestfirðinga eða nánast á annað eða þriðja hvert heimili að jafnaði. Að sögn Írisar Hrundar Halldórsdóttur, sem vinnur könnunina ásamt Öldu Davíðsdóttur fyrir Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Vestfjörðum, hefur ekki borist nóg af svörum og hefur skilafrestur því verið lengdur til 30. nóvember. Íris hvetur þá sem lentu í úrtakinu að skila inn svörunum....
Meira
fimmtudagur 20. nˇvemberá2008

Hˇlakaup: Opi­ lengur ß laugard÷gum

Ákveðið hefur verið að lengja afgreiðslutímann í Hólakaupum á Reykhólum á laugardögum. Fram til þessa hefur verið opið frá 10 til 14 en framvegis verður opið tveimur tímum lengur eða til kl. 16. Eftir sem áður verður opið fimm daga vikunnar frá 9 til 18 og lokað á sunnudögum....
Meira
┴rni hˇtelstjˇri ßsamt gˇ­um gestum. Mynd: h■m.
┴rni hˇtelstjˇri ßsamt gˇ­um gestum. Mynd: h■m.

Fyrirhugað er að stækka Hótel Bjarkalund um 100 fermetra en það er nú um 600 fermetrar. Stækkunin felst í veglegra anddyri og stærra verslunarrými. Vonast er til að framkvæmdunum verði lokið í vor. Árni Sigurpálsson hótelstjóri segir að þrátt fyrir hið bága ástand í efnahagsmálum, þar sem flestir halda að sér höndum, muni hann halda ótrauður áfram. Þótt margir hafi áður heyrt nafn hótelsins nefnt er óhætt að fullyrða að það hefur verið á hvers manns vörum eftir að byrjað var að sýna þættina Dagvaktina, en þeir gerast í Bjarkalundi. Er svo komið að stór hluti þeirra símtala, sem Bjarkalundi berast, lúta að Dagvaktinni og söguþræðinum.

...
Meira
■ri­judagur 18. nˇvemberá2008

Frumvarp um sameiningu sveitarfÚlaga ß lei­inni

Frß fundinum me­ rß­herra.
Frß fundinum me­ rß­herra.

Kristján L. Möller ráðherra sveitarstjórnarmála ræddi í síðustu viku um sameiningarmál við fulltrúa fámennra sveitarfélaga, sem hafa með sér óformleg samtök innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar lýsti ráðherrann þeirri hugmynd sinni að hækka lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi úr fimmtíu í eitt þúsund manns og skiptist á skoðunum við fundarmenn. Óskar Steingrímsson sveitarstjóri sat fundinn fyrir hönd Reykhólahrepps. Fulltrúar fámennra sveitarfélaga óskuðu eftir fundi með ráðherranum til að heyra nánar af sameiningarhugmyndum hans. Fór Kristján í máli sínu yfir þýðingu þess að efla og stækka sveitarfélög til að þau yrðu betur í stakk búin til að standa undir öflugri þjónustu og nýjum verkefnum sem þeim verða falin.

...
Meira
mßnudagur 17. nˇvemberá2008

Hei­in fŠr prř­ilega dˇma Ý Ůřskalandi

Frß uppt÷kum Ý Krˇksfjar­arnesi.
Frß uppt÷kum Ý Krˇksfjar­arnesi.
Þýska dagblaðið Die Rheinpfalz birti í síðustu viku samantekt um kvikmyndahátíðina í Mannheim-Heidelberg eftir einn félaga FIPRESCI-dómnefndarinnar, Susanne Schutz, undir fyrirsögninni „Á mörkum hins löglega" eða „Am Rande der Legalität". Í greininni, sem prýdd er stórri mynd frá Skálanesi við Breiðafjörð úr Heiðinni, kvikmynd Einars Þórs Gunnlaugssonar frá Hvilft í Önundarfirði, fer höfundur misjöfnum höndum um myndirnar. Hún segir frá 5 af 34 myndum hátíðarinnar en endar greinina á því að gefa Heiðinni mjög lofsamleg ummæli, segir myndina hafa stórfína hreyfingu, leika sér að þolinmæðinni og vera vegamynd með eigin persónuleika....
Meira
mßnudagur 17. nˇvemberá2008

Bo­a­ til mßl■ings um fer­amßl

Málþing um ferðamál verður haldið á Bíldudal á laugardag á vegum atvinnumálanefndar Vesturbyggðar. Enda þótt yfirskriftin sé ferðamál í Vesturbyggð á þingið erindi við allt suðursvæði Vestfjarðakjálkans og þar á meðal Reykhólahrepp. Málþingið er öllum opið og eru þeir sem stunda ferðaþjónustu á svæðinu og aðrir sem áhuga hafa hvattir til að koma og taka þátt í störfum þess....
Meira

Atbur­adagatal

« Jan˙ar 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31