Tenglar

Þessa dagana er í dreifingu ferðaþjónustublað fyrir Strandir og Reykhólasveit, sem Arnkatla 2008 og Markaðsstofa Vestfjarða gefa út. Blaðið er tólf síður í tímaritsbroti og hefur að geyma upplýsingar um ferðaþjónustu og skoðunarverða staði í þessum héruðum. Það er prentað í 20 þúsund eintökum og verður dreift á upplýsingamiðstöðvar um allt land. Einnig mun það liggja frammi á viðkomustöðum ferðamanna á svæðinu....
Meira

Stjórn Framfarafélags Flateyjar, hagsmunasamtaka húseigenda í Flatey á Breiðafirði, mótmælir fyrirhugaðri fækkun á ferðum ferjunnar Baldurs. Stjórnin skorar á samgönguyfirvöld að endurskoða niðurskurð á framlögum Vegagerðarinnar til ferjusiglinganna þannig að ekki komi til þess að ferðum fækki í sumar og á næstu árum.

...
Meira
Nokkrir af traktorunum ß Grund ß Reykhˇladeginum ß li­nu hausti.
Nokkrir af traktorunum ß Grund ß Reykhˇladeginum ß li­nu hausti.
Búvélasafnið á Grund í Reykhólasveit hlaut 400.000 króna styrk frá Menningarráði Vestfjarða við fyrri úthlutun 2008. Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða hlaut kr. 250.000 og myndlistarverkefnið Hólar og Dalir (Björn Samúelsson) kr. 150.000. Styrkirnir voru afhentir á Hólmavík í gær, sumardaginn fyrsta. Samtals voru veittir styrkir til 47 verkefna að þessu sinni, samtals að upphæð 17,6 milljónir króna, en 110 umsóknir bárust. Hæsta styrkinn fékk kvikmyndafyrirtækið Í einni sæng til verkefnisins Eitur í æðum, eina og hálfa milljón króna....
Meira
f÷studagur 25. aprÝlá2008

Gle­ilegt sumar!

Egill stjˇrna­i sundlaugarfj÷rinu
Egill stjˇrna­i sundlaugarfj÷rinu
1 af 2
Reykhólahreppur óskar íbúum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Í gær (sumardaginn fyrsta) var Barmahlíðardagurinn haldinn hátíðlegur eins og undanfarin mörg ár með skemmtilegri dagskrá og veislum.

Myndir segja meira en mörg orð og fylgir hér með slóð inn á myndasyrpu sem tekin var í gær.
      
fimmtudagur 24. aprÝlá2008

Nři Reykhˇlavefurinn opna­ur

1 af 2
Nýr vefur Reykhólahrepps er „kominn í loftið“ á sumardaginn fyrsta. Gamli vefurinn sem hafði þjónað vel og lengi var barn síns tíma og eltist fremur illa. Sennilega eru hvergi stórstígari breytingar þessi árin en í netheimum. Nýja vefnum er ætlað að duga um nokkra framtíð enda verður auðvelt að prjóna við hann eftir því sem nýjungar í vefjagerð líta dagsins ljós. Hér verður gerð nokkur grein fyrir hinum nýja Reykhólavef, verkefnum hans og væntingum....
Meira
Va­alfj÷ll Ý vetrarskr˙­a.
Va­alfj÷ll Ý vetrarskr˙­a.
Krabbameinsfélag Íslands á íbúðir á Rauðarárstíg í Reykjavík og hafa aðildarfélög þess aðgang að því með einhverjum fyrirvara. Jafnframt mun Krabbameinsfélag Breiðfirðinga greiða að hluta eða öllu leyti fyrir leiguna. Einnig eru í boði hvíldarvikur á ýmsum stöðum fyrir sjúklinga og aðstandendur, samkvæmt nánari auglýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands eða á vef félagsins....
Meira
■ri­judagur 22. aprÝlá2008

Arnarsetri­ kynnt ß a­alfundi F.V. ß Reykhˇlum

Málþing um menningartengda ferðaþjónustu verður haldið í Bjarkalundi á föstudagskvöldið (25. apríl) í tengslum við aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða, sem verður haldinn í Grunnskólanum á Reykhólum á laugardag. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum eftir hádegi á laugardag verða kynnt ýmis verkefni í menningartengdri ferðaþjónustu. Meðal annars verður fjallað um Víkingaverkefnið þar sem einkum er byggt á Gísla sögu Súrssonar, Arnarsetur Íslands í Reykhólahreppi og uppbyggingu og framtíðarsýn Hótels Bjarkalundar. Síðdegis verður farið í skoðunarferð um Reykhólasveit í boði heimamanna....
Meira
f÷studagur 18. aprÝlá2008

Borgarafundur um a­alskipulag Reykhˇlahrepps

Ljˇsmynd: Ëskar SteingrÝmsson.
Ljˇsmynd: Ëskar SteingrÝmsson.

Borgarafundur var haldinn á Reykhólum í gær, þar sem kynnt var aðalskipulagstillaga fyrir Reykhólahrepp. Starfsmenn Landmótunar hf., þeir Yngvi Þór Loftsson og Óskar Örn Gunnarsson, kynntu fyrir fundarmönnum tillöguna eins og hún er í dag. Þeir sem áhuga hafa geta komið á skrifstofu Reykhólahrepps og skoðað tillöguna og komið með athugasemdir ef þeir sjá ástæðu til. Næstu skref í vinnuferlinu er að á næsta hreppsnefndarfundi verður tillagan tekin til skoðunar og endanlega samþykkt frá sveitarstjórn. Þá tekur Skipulagsstofnun við og yfirfer tillöguna áður en hún fer í endanlega auglýsingu, en þá er enn sex vikna frestur til að koma með ábendingar og leiðréttingar.

      

Flateyjarbˇkhla­a.
Flateyjarbˇkhla­a.
Skýrsla Breiðafjarðarnefndar um störfin á liðnu ári er fróðleg og skemmtileg lesning, ekki síst fyrir íbúa Reykhólahrepps og raunar alla sem bera íslenska náttúru og sögu fyrir brjósti. Nefndin starfar í samræmi við lög nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar, en tilgangur þeirra er að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Hlutverk nefndarinnar er að vera umhverfisráðherra til ráðgjafar um allt það er lýtur að framkvæmd laga um vernd Breiðafjarðar....
Meira
■ri­judagur 15. aprÝlá2008

Kynning ß a­alskipulagi Reykhˇlahrepps til 2018

Tillaga að aðalskipulagi Reykhólahrepps fram til 2018 verður kynnt á almennum íbúafundi á fimmtudag, 17. apríl. Hér er um að ræða skipulagsáætlun sem tekur til alls þess landsvæðis sem hreppurinn nær yfir, eða frá Gilsfirði að sunnan og allt vestur í Kjálkafjörð, auk Breiðafjarðareyja. Í áætluninni kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngur, þjónustu, umhverfismál og þróun byggðar í hreppnum. Helsti tilgangur fundarins verður að leita eftir ábendingum og athugasemdum og gefa íbúum og hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sem snerta aðalskipulagið....
Meira

Atbur­adagatal

« Mars 2020 »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31