Tenglar

miðvikudagur 13. ágúst 2008

Bílamergð við Staðarhöfn á Reykjanesi

Farþegar ganga í land eftir ljúfa ferð.
Farþegar ganga í land eftir ljúfa ferð.
1 af 2
Samtals hátt í sextíu manns fóru með Birni Samúelssyni á Reykhólum (Eyjasiglingu) út í Skáleyjar og Flatey á laugardaginn eða í þremur ferðum með fullsetinn bát. Siglt er úr höfninni á Stað á Reykjanesi, nokkuð utan við Reykhóla. Í vor og sumar hafa miklar umbætur verið gerðar þar í höfninni, sem m.a. auðvelda fólki mjög að komast að og frá borði. Björn hefur siglt með fólk út í Breiðafjarðareyjar allt frá 2003 og hefur farþegum hans fjölgað ár frá ári. Mesti munurinn er þó á þessu ári og fyrir nokkrum vikum var farþegafjöldinn í sumar orðinn meiri en allt tímabilið í fyrra....
Meira
þriðjudagur 12. ágúst 2008

Heyvagninn á Miðjanesi í nýju hlutverki

Brúðhjónin Hrefna Hugosdóttir og Stefán Magnússon notuðu fremur óvenjulegan farkost þegar þau komu til vígslunnar í Reykhólakirkju síðdegis á föstudag. Það var gamli heyvagninn á Miðjanesi sem þar hefur verið notaður í meira en hálfa öld. Faðir brúðarinnar ók gömlum og merkum traktor og dró vagninn en faðir brúðgumans fylgdi á eftir á annarri merkilegri dráttarvél. Ekki þurfti yfirbreiðslu á farminn á heyvagninum enda veðrið eins blítt og framast verður á kosið. Um kvöldið var dansleikur í íþróttahúsinu á Reykhólum og dansað alla nóttina og fram á næsta morgun. Þess má geta, að sr. Sjöfn Þór á Reykhólum, sem annaðist hjónavígsluna, var á sínum tíma skólasystir Stefáns á Laugarvatni....
Meira
mánudagur 11. ágúst 2008

Starfsmann vantar á Hólabæ

Starfsmann vantar núna strax eða sem fyrst á leikskólann Hólabæ á Reykhólum. Upplýsingar gefur Björg í síma 698 3685 eða 434 7832.

 

Frá og með deginum í dag verður verslunin Hólakaup ehf. á Reykhólum opin virka daga kl. 9-18 og laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Um næstu mánaðamót gengur síðan vetrartími í gildi og breytist þá afgreiðslutíminn um helgar, þannig að opið verður á laugardögum kl. 10-14 en lokað á sunnudögum. Eftir sem áður verður opið kl. 9-18 á virkum dögum.

 

sunnudagur 10. ágúst 2008

Snæfellsjökull eða Snæfellsskafl?

Mynd tekin á Reykhólum á mánudag eða fyrir sex dögum.
Mynd tekin á Reykhólum á mánudag eða fyrir sex dögum.
1 af 2
Eitthvað virðist Snæfellsjökull misjafn ásýndum, allt eftir því hvaðan horft er á hann. Nema þá að hann hafi bráðnað gríðarlega núna allra síðustu daga. „Ljósmyndari sem var á ferð við jökulinn á föstudag segir hann minna meira á snjóskafl í dag heldur en jökul", segir á mbl.is í dag og með fylgir ljósmynd til sannindamerkis. Hér er aftur á móti endurbirt ljósmynd sem tekin var á Reykhólum á mánudaginn, eða fjórum dögum fyrr. Er þetta sama fjallið, er þetta sami jökullinn, er þetta sami skaflinn?...
Meira
„Náttúruöfl“ eftir Hildigunni Birgisdóttur.
„Náttúruöfl“ eftir Hildigunni Birgisdóttur.
1 af 5
Myndlistarsýningin Dalir og Hólar var formlega opnuð í veðurblíðu að Nýp á Skarðsströnd um síðustu helgi. Listamennirnir eru átta og sýna hver sitt verkið á nokkrum stöðum í Dalabyggð og Reykhólahreppi. Tvö verkanna eru í kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi og hið þriðja þar rétt hjá, tvö eru í Saurbænum og þrjú á Skarðsströndinni. Sex verkanna eru utanhúss og hefur aðgangur að þeim verið frjáls alla daga en aðgangur að þeim sem eru innanhúss í Nesi var einungis um síðustu helgi og verður aftur núna á laugardag og sunnudag kl. 14-18, en þá lýkur sýningunni....
Meira
föstudagur 8. ágúst 2008

Ólafsdalshátíðin á sunnudag - dagskráin

Skólahúsið mikla frá 1896.
Skólahúsið mikla frá 1896.
1 af 2
Hátíðahöld verða núna á sunnudaginn í Ólafsdal við Gilsfjörð eins og hér hefur verið greint frá. Ætlunin er að sá dagur marki upphafið á endurreisn Ólafsdals sem frumkvöðlaseturs með lifandi starfsemi á sviði ferðaþjónustu, mennningar, sjálfbærrar nýtingar og fræðslu. Þessi tími er valinn vegna þess að um þessar mundir eru 170 ár liðin frá fæðingu frumkvöðulsins Torfa Bjarnasonar, sem jafnan er nefndur Torfi í Ólafsdal (f. 28. ágúst 1838). Þar stofnaði hann árið 1880 fyrsta búnaðarskóla á Íslandi og rak hann allt fram til 1907 ásamt Guðlaugu Sakaríasdóttur eiginkonu sinni....
Meira
Fjórðungsþing Vestfirðinga, hið fimmtugasta og þriðja í röðinni, verður haldið á Reykhólum dagana 5. og 6. september. Meðal viðfangsefna þingsins fyrri daginn má nefna ýmsa þætti orkumála, svo sem orkuflutningskerfi Vestfjarða, stöðu og framtíðarsýn Orkubús Vestfjarða, virkjunarkosti á Vestfjörðum og nýja orkugjafa á Vestfjörðum. Einnig verður staða svæðisskipulags Vestfjarða kynnt. Síðari daginn verður m.a. gerð grein fyrir starfi Markaðsstofu Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Menningarráðs Vestfjarða og fastanefnd Fjórðungssambandsins um samgöngumál leggur fram skýrslu sína. Fjallað verður ítarlega um stefnumótun í samgöngumálum....
Meira

Tenglar beint inn á veðurlýsingar og veðurspár á Reykhólum og í Gilsfirði og héruðunum í kring eru komnir hér inn á vefinn. Þeir eru undir Veðrið á svæðinu í valmyndinni til vinstri og leiða inn á viðkomandi síður á vef Veðurstofu Íslands. Nánari skýringar birtast þegar farið er þarna inn.

 

miðvikudagur 6. ágúst 2008

Traktorarnir á Grund ...

Dráttarvélasafnið á Grund blasir við þeim sem koma að Reykhólum. Sumar vélanna eru uppgerðar og gangfærar en aðrar er smátt og smátt verið að gera upp. Mestan heiðurinn af þessu framtaki á Unnsteinn Hjálmar Ólafsson á Grund, en einnig hefur hann ásamt Guðmundi bróður sínum og Arnóri Grímssyni í Króksfjarðarnesi tekið saman mikinn fróðleik um fyrstu dráttarvélarnar á hverjum bæ í Reykhólahreppi. Ekki er neinn aðgangseyrir að safninu og þar er heldur enginn sérstakur safnvörður. Gestum er frjálst að skoða vélarnar eins og þá lystir og hafa margir notfært sér það í sumar.

 

Atburðadagatal

« Júní 2020 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30