Tenglar

fimmtudagur 12. jśnķ 2008

Myndir frį Kvennahlaupinu į Reykhólum

Meðfylgjandi myndir af Kvennahlaupinu 2008 á Reykhólum tók Óskar Steingrímsson. Lagt var upp frá Grettislaug og þar var ferðinni líka lokið og farið í sund. Hlaupið var á 90 stöðum um allt land og á um 20 stöðum erlendis. „Mikil og góð stemning var víða um land þar sem ömmur, mömmur, dætur og vinkonur hreyfðu sig og skemmtu sér saman", segir á vef Kvennahlaups ÍSÍ.

   
mišvikudagur 11. jśnķ 2008

Bošskapur į valtara

Valtarinn kemur aš żmsu gagni.
Valtarinn kemur aš żmsu gagni.

Gamla góða valtarann við enda flugbrautarinnar á Reykhólum prýða nú gríðarstórir límmiðar með áletrunum bæði á ensku og íslensku. Líklega eru skilaboðin ætluð fólki á leið hér um alþjóðaflugvöllinn. Stafsetningin bendir til þess að hvorki enskumælandi né heldur íslenskuskrifandi fólk hafi búið til þessa miða. En hvað sem því líður - boðskapnum er komið til skila!

       
Sjį skżringartexta ķ meginmįli. Ljósmynd Įrni Geirsson.
Sjį skżringartexta ķ meginmįli. Ljósmynd Įrni Geirsson.
Orkuráð hefur ákveðið að leggja fram fimm milljónir króna til leitar að heitu vatni í landi Hofsstaða við Þorskafjörð. Þetta er liður í úthlutun fjár til jarðhitaleitar á allmörgum stöðum á landinu þar sem hitaveitu nýtur ekki. Að sögn Arnórs Hreiðars Ragnarssonar á Hofsstöðum liggur ekki fyrir hvenær tilraunaboranir hefjast enda aðeins þrír dagar síðan fjárveitingin var ákveðin. Arnór telur að líkurnar fyrir því að þarna megi finna heitt vatn í nýtanlegu magni séu meiri en minni. Fyrir um tveimur áratugum voru boraðar tilraunaholur hér og þar í Reykhólasveit og þar virtust Hofsstaðir öllu vænlegri en aðrir staðir utan Reykhóla....
Meira
sunnudagur 8. jśnķ 2008

Lentu ķ sjónum ķ reynslusiglingunni

Vindur kominn ķ seglin rétt utan viš Stašarbryggju.
Vindur kominn ķ seglin rétt utan viš Stašarbryggju.
1 af 3
Nýsmíðaðri eftirmynd Staðarskektunnar svonefndu var í gær siglt til reynslu í þokkalegum byr og var lagt upp frá höfninni á Stað á Reykjanesi. Smíði bátsins hefur verið eitt af viðfangsefnum Félags áhugamanna um stofnun Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum, sem hér var greint frá í fyrradag. Bátsverjar voru Hafliði Aðalsteinsson skipasmíðameistari og Eggert Björnsson, sem báðir unnu að smíði bátsins ásamt Aðalsteini Valdimarssyni skipasmið á Reykhólum og nokkrum öðrum í áhugahópnum. Til fylgdar út á Breiðafjörðinn var Aðalsteinn Valdimarsson á mótorbáti sínum Hafdísi og kom í hans hlut að bjarga þeim félögum úr sjónum eftir að þeir hvolfdu bátnum....
Meira
sunnudagur 8. jśnķ 2008

Arnarvarp: Mun betri horfur en ķ fyrra

Hvasseygir arnarungar.
Hvasseygir arnarungar.
„Horfur í varpi eru mun betri en í fyrra", segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Í fyrra hafi 34 pör orpið en í ár sé vitað um 43 hreiður. Þá hafi tíðarfar verið örnunum hagstætt en ungarnir séu mjög viðkvæmir fyrir hretum í upphafi varps. „Útlitið er gott", bætir hann við, en endanlega verði ljóst hversu margir ungar komist á legg í lok þessa mánaðar....
Meira
Hafliši Ašalsteinsson, Įsdķs Thoroddsen og Ašalsteinn Valdimarsson.
Hafliši Ašalsteinsson, Įsdķs Thoroddsen og Ašalsteinn Valdimarsson.
Félag áhugamanna um stofnun Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum var stofnað fyrir bráðum tveimur árum eða 31. ágúst 2006. Stofnfélagar voru Aðalsteinn Valdimarsson, Hafliði Aðalsteinsson, Ásdís Thoroddsen, Hrafn Sigurðsson, Bergsveinn G. Reynisson og bræðurnir Jón, Skúli og Aðalsteinn Aðalsteinssynir. Nú er ætlunin að halda framhaldsstofnfund og safna fleiri félögum. Til fundarins er boðað komandi miðvikudag og verður hann haldinn í Reykjavík, eins og nánar kemur fram hér fyrir neðan....
Meira
fimmtudagur 5. jśnķ 2008

Auglżst eftir myndum af gömlum bśvélum

Gušmundur į Grund undir stżri į Farmall Cub.
Gušmundur į Grund undir stżri į Farmall Cub.
Á Grund í Reykhólasveit hefur á undanförnum árum orðið til myndarlegt safn gamalla dráttarvéla og annarra búvéla frá fyrri tíð. Margar vélanna eru uppgerðar og gangfærar og aðrar er smátt og smátt verið að gera upp. Mestan heiðurinn af þessu vélasafni á Unnsteinn Ólafsson á Grund, sem hefur einnig ásamt Guðmundi bróður sínum og Arnóri Grímssyni í Króksfjarðarnesi dregið saman mikinn fróðleik um fyrstu dráttarvélar á hverjum bæ í Reykhólahreppi. Áformað er að koma út riti með þessum fróðleik ásamt þeim myndum af elstu vélunum sem unnt verður að afla....
Meira
mišvikudagur 4. jśnķ 2008

Hausnum breytt

„Hausnum" hér á vefnum hefur verið breytt. Fram að þessu hefur verið ein föst „hausmynd" efst, gömul loftmynd af Reykhólaþorpi, en núna eru komnar margar myndir sem birtast af handahófi þegar farið er inn á vefinn og síðan veltast þær áfram hver af annarri. Varðandi eina myndanna, þá einu með fólki enn sem komið er, má nefna að hún var tekin á liðnu sumri í litla pósthúsinu í Flatey þar sem Ólína Jónsdóttir póstmeistari er að afgreiða þýskt ferðafólk (myndin sem hér fylgir óskorin). Loftmyndirnar eru skornar úr myndum úr safni Árna Geirssonar drekaflugmanns....
Meira
žrišjudagur 3. jśnķ 2008

Reykhólaskóla slitiš

Reykhólaskóla var slitið í gær við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. „Að þessu sinni gengu sjö ungmenni upp úr grunnskólanum úr öruggu skjóli foreldra en jafnframt inn í skemmtilegasta tíma æskuáranna. Með skírteini 10. bekkinga fylgdu góðar óskir og gagnlegar upplýsingar frá Sambandi breiðfirskra kvenna um nauðsynlegustu áherslur fyrir þá sem hleypa heimdraganum", sagði Jóhanna Þorsteinsdóttir skólastjóri í ávarpi sínu við skólaslitin.

...
Meira
žrišjudagur 3. jśnķ 2008

Sundmót UDN į Reykhólum og Kvennahlaupiš

1 af 3
Sundmót UDN verður haldið í Grettislaug á Reykhólum laugardaginn 7. júní og hefst kl. 11. Skráningar berist til sundráðs fyrir föstudag (Egill, s. 434 7798, Ingvar, s. 434 7783, Ingibjörg, s. 437 2261). Kvennahlaupið á Reykhólum hefst kl. 14 sama dag og verður lagt af stað frá Grettislaug. Vegalengdir í boði eru 2, 5, 7 og 10 km. Allir þátttakendur í Kvennahlaupinu fá síðan frítt í sund að hlaupi loknu....
Meira

Atburšadagatal

« Įgśst 2019 »
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31