Tenglar

Hér var í gær farið stórum orðum um ástand vegarins um Þorskafjarðarheiði. Þau ummæli voru byggð á frásögnum vegfarenda í síma og tölvupósti bæði við undirritaðan umsjónarmann þessa vefjar og við fréttavefinn bb.is á Ísafirði. Undirritaður grípur stundum í fréttaskrif fyrir bb.is og fékk beiðni þaðan um að skrifa frétt um þetta mál vegna kvartana sem þangað höfðu borist. Þá þegar hafði undirritaður fengið símtal frá manni sem bölvaði því innilega að hafa valið þessa nánast ófæru leið, að hann sagði, og var hann þó á bíl með sídrifi á öllum hjólum. Nú virðist sem lýsingar þessar hafi verið nokkuð orðum auknar og vegurinn um Þorskafjarðarheiði sé ekki alveg eins hábölvaður og ætla mátti af lestri fréttarinnar.

 

Reykhólahreppur ritaði í gær Kristjáni L. Möller ráðherra póst- og fjarskiptamála bréf þar sem farið er fram á að lokun pósthússins í Króksfjarðarnesi verði frestað um a.m.k. tvo mánuði. Búið var að ákveða að því yrði lokað núna um mánaðamótin. Jafnframt er þess farið á leit, að ráðherrann fresti þeirri ákvörðun Íslandspósts að fækka póstdreifingardögum í hluta hreppsins úr fimm í viku í þrjá í viku. Í bréfinu segir enn fremur, að Reykhólahreppur muni fara með þessi mál fyrir dómstóla ef þess gerist þörf. Þess vegna sé farið þess á leit, að ráðherrann fresti umræddum ákvörðunum á meðan lögfræðingar fari yfir málin. Afrit af bréfinu til ráðherrans var sent þingmönnum kjördæmisins....
Meira

Vegfarendur sem farið hafa um Þorskafjarðarheiði að undanförnu segja farir sínar ekki sléttar. Vegurinn er með alversta móti og fólk hefur dauðséð eftir því að hafa valið þessa leið, sem varla geti talist fær venjulegum bílum, uppvaðin moldardrulla og skorningar þar sem bílarnir taka niðri. Sverrir Guðbrandsson verkstjóri hjá Vegagerðinni á Hólmavík hafði ekki heyrt af þessu en sagði að málið yrði athugað strax á morgun. Hann kvaðst ekki geta sagt hvað gert yrði en spáð væri miklum rigningum og varla myndi ástandið batna við það. Sverrir sagði að Jón Hörður Elíasson rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík muni koma úr fríi eftir helgina og þá verði ákveðið hvað yrði gert til úrbóta eða hvort eitthvað verði yfirleitt gert.
 

┌r Flatey ß Brei­afir­i.
┌r Flatey ß Brei­afir­i.
Símaskrá Flateyjar á Breiðafirði hefur nú verið gefin út í sjötta skipti. Hún er 48 blaðsíður að stærð og hefur að geyma nöfn 450 einstaklinga, 700 símanúmer og 300 netföng. Auk þess má finna í skránni fjölbreytt efni um Flatey, svo sem kort þar sem öll hús eru merkt inn auk upplýsinga um hvert hús í eyjunni. Þá er í skránni athyglisverð lýsing á listaverkum Baltasars Samper í Flateyjarkirkju, þar sem atvinnu- og menningarsaga eyjarinnar er rakin. Þá hefur verið aukið við Menningarhorn Flateyjar og í skránni er kynntur til sögunnar nýr þáttur er nefnist „Fréttahorn Flateyjar". Þá eru í skránni heilræði til allra sem heimsækja eyjuna og er því símaskráin orðin yfirgripsmesta uppflettirit um Flateyinga og upplýsingabók fyrir Flatey og nálægar eyjar - Flateyjarbók hin nýja....
Meira
fimmtudagur 28. ßg˙stá2008

Hvellur Ý eldh˙sinu Ý Bjarkalundi

┴rni Sigurpßlsson hˇtelstjˇri.
┴rni Sigurpßlsson hˇtelstjˇri.
Rífandi gangur hefur verið í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit í sumar. „Aukningin er um 35-40 prósent frá því í fyrra, bæði í gistingu og mat", sagði Árni Sigurpálsson hótelstjóri í Bjarkalundi í samtali við vefinn í gærkvöldi. Hann viðurkennir að stundum hafi verið erfitt að taka á móti öllum þessum fjölda. „Húsið er alveg sprungið utan af okkur þegar við fáum stóra hópa inn, eins og núna í kvöld þegar við tókum á móti 120 krökkum af Akranesi í mat. Það var óneitanlega dálítill hvellur hjá okkur í eldhúsinu."...
Meira
fimmtudagur 28. ßg˙stá2008

Gu­ni gleymdi ekki Vestfj÷r­um, en ...

Gu­ni ┴g˙stsson. Ljˇsm. althingi.is.
Gu­ni ┴g˙stsson. Ljˇsm. althingi.is.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa gleymt Vestfjörðum þegar hringferð hans um landið var skipulögð. Athygli hefur vakið fyrir vestan að ekki er auglýstur fundur á Vestfjörðum í hringferð formannsins sem nú stendur yfir. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Guðni bendir á, að í þessari hringferð sé ekki gert ráð fyrir fundi í höfuðborginni eða stóru sveitarfélögunum sem liggja að borginni. Hann segir stefnt að því að boða til fundar á Vestfjörðum í september eða október. Mikilvægt sé að formaður flokksins fari um landið og hitti fólk. Vestfirðir séu þar engin undantekning.

...
Meira
fimmtudagur 28. ßg˙stá2008

Minnismerkin a­ Tjarnarlundi Ý SaurbŠ

Minnismerkin vi­ Tjarnarlund.
Minnismerkin vi­ Tjarnarlund.
1 af 2
Minnisvarðar Jóns Sigurpálssonar myndlistarmanns á Ísafirði um þrjá úr hópi merkustu sona og innbyggjara hins mildilega byggðarlags Saurbæjar í Dalasýslu voru afhjúpaðir við Tjarnarlund í Saurbæ um síðustu helgi, eins og hér kom fram. Synir þessir eru söguritarinn Sturla Þórðarson og skáldin Stefán frá Hvítadal og Steinn Steinarr. Minnismerkin sem eru úr gleri og stáli skóp listamaðurinn eftir því hvernig persónur rithöfundarins og skáldanna komu honum fyrir sjónir....
Meira
mi­vikudagur 27. ßg˙stá2008

Hei­in ß al■jˇ­legri kvikmyndahßtÝ­

1 af 2
Kvikmyndin Heiðin eftir Einar Þór Gunnlaugsson frá Hvilft í Önundarfirði var sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Haugasundi í Noregi dagana 21.-24. ágúst. Myndin var tekin upp á sunnanverðum Vestfjörðum í vor, að mestu í Reykhólasveit. Myndin er íslensk/ensk framleiðsla og styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands. Með aðalhlutverkið fer Jóhann Sigurðarson en meðal annarra leikenda má nefna Gunnar Eyjólfsson, Jón Sigurbjörnsson, Guðrúnu Gísladóttur, Sólveigu Arnarsdóttur og kómedíuleikarann vestfirska Elfar Loga Hannesson....
Meira
mi­vikudagur 27. ßg˙stá2008

äVeit ekki hva­an ■essi bjartsřni komô

Mynd fengin af vefnum strandir.is.
Mynd fengin af vefnum strandir.is.
Arnkötludalsvegur verður ekki fær bílum á þessu hausti, eins og til stóð. „Það var bara bjartsýni að halda að það gæti gengið upp", segir Guðmundur Rafn Kristjánsson, yfirmaður nýframkvæmda hjá Vegagerðinni á Ísafirði. Guðmundur segir þó að ekki sé við verktakana að sakast þar sem ástæða tafanna sé fyrst og fremst grófleiki undirlagsins og kostnaður við að hleypa á umferð með tilheyrandi merkingum. Hann segir að sá kostnaður myndi nema milljónum....
Meira

Notendur vefjarins skulu enn á ný minntir á að fylgjast reglulega með dálkinum Tilkynningar neðst til hægri. Nýjustu tilkynningarnar þar núna eru um breyttan afgreiðslutíma hjá sýslumanni frá næstu mánaðamótum, um viðveru sýslumanns á Reykhólum á föstudag og auglýsing frá Reykhólahreppi eftir starfsmanni í liðveislu.

 

Atbur­adagatal

« Jan˙ar 2020 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31