Tenglar

ţriđjudagur 24. júní 2008

Jónsmessuganga á Vađalfjöll

Ljósm. Árni Geirsson.
Ljósm. Árni Geirsson.
Gönguhópurinn í Reykhólahreppi ætlar að ganga á Vaðalfjöll í kvöld, þriðjudagskvöld. Lagt verður upp klukkan 21 frá vegamótunum að Reykhólum (neðst á myndinni) og ætlunin er að vera á Vaðalfjöllum kringum miðnætti og njóta miðnætursólarinnar. Allir eru velkomnir að slást í hópinn. Veður er mjög gott núna á sjálfri Jónsmessunni eins og verið hefur undanfarna daga, nánast heiðskírt, og allar líkur á því að ofan af Vaðalfjöllum (efst til hægri á myndinni) megi sjá sólina skríða yfir sjóndeildarhringnum um miðnæturbil án þess að setjast.
mánudagur 23. júní 2008

Forskot á Jónsmessubrennuna í Bjarkalundi

Kvöldið fyrir Jónsmessuhátíðina í Bjarkalundi, þar sem brenna er fastur liður, kviknaði í gróðri skammt frá hótelinu. Laust fyrir klukkan átta á föstudagskvöldið urðu starfsmenn varir við reyk og þegar litið var ofar í hlíðina sást kjarreldur utan við Sellækinn. Strax var hringt í 112 og rokið á staðinn og hafist handa að slökkva eldinn með skóflur að vopni. Eldurinn var kæfður og reykurinn var að mestu horfinn þegar Slökkvilið Reykhólahrepps kom á staðinn....
Meira
sunnudagur 22. júní 2008

Nokkuđ gott dúnár

Brćđurnir Börkur og Hörđur Grímssynir halda út í hólma. Ljósm. Sigurgeir.
Brćđurnir Börkur og Hörđur Grímssynir halda út í hólma. Ljósm. Sigurgeir.
„Við byrjum á því að þurrka dúninn hérna heima og aðeins reyna að hrista úr honum. Svo fer hann í hreinsun hérna í sveitinni þar sem er hreinsað úr honum ruslið og fjaðrirnar. Svo er hann fluttur út", segir Hörður Grímsson, bóndi á Tindum í Króksfirði í Reykhólahreppi, en þar stóð heimilisfólk í dúntekju þessa vikuna. Tindar eru fyrst og fremst kúabú, en nytjarnar á skerjum og hólmum í landi bæjarins, þar sem eru rúmlega 300 æðarkolluhreiður, reynast ágætis aukabúgrein. Um 60 kollur þarf til að ná upp í eitt kíló af hreinsuðum dún og eru þetta því um 5-6 kíló sem safnast á Tindum, en að sögn Harðar ná sumir nágrannabæjanna upp undir 10 kílóum....
Meira
laugardagur 21. júní 2008

Fiskihlađborđ og brenna í Bjarkalundi

Kokkarnir Ingvar Samúelsson og Árni Sigurpálsson hótelstjóri.
Kokkarnir Ingvar Samúelsson og Árni Sigurpálsson hótelstjóri.
Kræsingar hafsins verða á hlaðborði í Hótel Bjarkalundi kl. 18-20 í kvöld, laugardag 21. júní. Þar má nefna fiskisúpu, djúpsteiktan steinbít, ofnbakaðan fisk með aspas, krækling, fiskikæfu (paté), rækjurís og plokkfisk með tilheyrandi meðlæti. Að málsverði loknum kl. 20 tendrar Gulla á Gróustöðum bálköst með logandi örvarskoti. Í dag er lengstur sólargangur og jafnframt er útlit fyrir hægviðri og sólarblíðu eins og var í gær....
Meira
miđvikudagur 18. júní 2008

Enn birtast ár og dalir ...

Ungir og gamlir í Reykhólahreppi og raunar líka úr Dalasýslu og víðar að nutu þjóðhátíðardagsins í Bjarkalundi og úti í náttúrunni þar í kring. Umf. Afturelding í Reykhólahreppi stóð fyrir hátíðinni að þessu sinni. Fjallkonan Olga Þórunn Gústafsdóttir á Reykhólum flutti kvæði Bjargeyjar Arnórsdóttur (Böddu á Hofsstöðum), Ljóð að heiman. Að venju var farið í leiki og á hótelinu var boðið upp á hátíðarkaffi með heitum skúffukökum og vöfflum sem bakaðar voru jafnóðum....
Meira
Hreinn Friđfinnsson var einn af stofnendum SÚM-hópsins (artnews.is).
Hreinn Friđfinnsson var einn af stofnendum SÚM-hópsins (artnews.is).
1 af 2
Tvær helgar í ágústmánuði munu átta myndlistarmenn setja upp jafnmargar sýningar í Reykhólahreppi og Dölum með nokkuð öðrum hætti en venjulegt er. Verkefnið er hugsað sem safn sýninga sem eiga sér stað á sama tíma á nokkrum stöðum frá Búðardal til Reykhóla og verður unnið út frá staðháttum og sögu svæðisins. Slíkt fyrirkomulag kallar á samvinnu við heimafólk í Reykhólahreppi og Dalasýslu enda er eitt af markmiðum verkefnisins „að efna til samtals milli listamanna og heimamanna", eins og segir í kynningu....
Meira
mánudagur 16. júní 2008

Hátíđahöld 17. júní í Bjarkalundi

Bjarkalundur viđ Berufjarđarvatn. Vađalfjöll hiđ efra.
Bjarkalundur viđ Berufjarđarvatn. Vađalfjöll hiđ efra.

Þjóðhátíðarskemmtun verður í Bjarkalundi á morgun á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar og hefst kl. 14 með skrúðgöngu og ávarpi fjallkonu. Leikir og þrautir verða á sínum stað ásamt sölutjaldi með sælgæti og blöðrum. Hið árlega kaffihlaðborð Hótels Bjarkalundar verður einnig á sínum stað. Umf. Afturelding hvetur fólk til að mæta og eiga saman skemmtilegan dag.

 

Síđustu rúllurnar tíndar saman.
Síđustu rúllurnar tíndar saman.
1 af 3
Sláttur hófst á Seljanesi í Reykhólasveit á þriðjudag, 10. júní, og hirðingu lýkur í dag. Bændurnir á Stað eru nú með túnin á Seljanesi annað árið í röð og var Eiríkur Snæbjörnsson að tína saman síðustu rúllurnar núna eftir hádegið. Hvorki hann né Dagný Stefánsdóttir á Seljanesi vissu til þess að sláttur væri byrjaður víðar í héraðinu enda er þetta með allra fyrsta móti. Þrátt fyrir það er heyfengurinn af túnunum á Seljanesi ámóta mikill eða meiri en venjulega þegar mun seinna hefur verið slegið enda hefur sprettan verið geysimikil...
Meira
Herdís, María og Ólína Andrésdćtur.
Herdís, María og Ólína Andrésdćtur.
Í dag, 13. júní, er hálf önnur öld liðin frá fæðingu tvíburasystranna og skáldkvennanna Herdísar og Ólínu Andrésdætra í Flatey á Breiðafirði. Þær voru „af hinni merku breiðfirsku skáldaætt, sem sjera Matthías gerði frægasta", eins og séra Jón Auðuns komst að orði. Í grein um þær systur í Lesbók Morgunblaðsins fyrir rúmum áratug (sjá neðst) segir Ármann Jakobsson bókmenntafræðingur:
Herdís og Ólína eru dæmi um að merk skáld Íslandssögunnar geta fallið milli stafs og hurðar bókmenntaumræðunnar. Þó að þær nytu virðingar meðal bókmenntamanna, þ. á m. Sigurðar Nordals og Guðmundar Finnbogasonar, í lifanda lífi hafa þær litla umfjöllun hlotið hin síðari ár... Vonandi mun þó koma að því að bætt verði úr...
Meira
fimmtudagur 12. júní 2008

Vegur um Teigsskóg: Rćtt viđ landeigendur

Leiđirnar sem til greina komu.
Leiđirnar sem til greina komu.
1 af 2
Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir nýbyggingu vega í Gufudalssveit, en þar er um að ræða leið B sem liggur um Teigsskóg við norðanverðan Þorskafjörð. Vegarlagning um skóginn hefur verið umdeild. Kæra liggur fyrir gegn íslenska ríkinu og Vegagerðinni og verður aðalmeðferð í málinu í haust. Reykhólahreppur hefur tvisvar frestað afgreiðslu á erindi Vegagerðarinnar en hreppsnefnd ætlar að hitta landeigendur á morgun (föstudag) og heyra þeirra sjónarmið. Óskar Steingrímsson sveitarstjóri segist þó reikna með því að framkvæmdaleyfi verði veitt og í framhaldinu verði hægt að bjóða verkið út....
Meira

Atburđadagatal

« Ágúst 2019 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31