Tenglar

Hákon Árnason.
Hákon Árnason.
1 af 3
Ef veður er ekki í hvassasta lagi má iðulega sjá grannvaxinn mann með færeyska húfu og göngustaf í spássitúrum á Reykhólum. Þetta er Hákon Árnason, sem verið hefur búsettur á dvalarheimilinu Barmahlíð um árabil. Hann er upprunninn í héraðinu en kom víða við á langri starfsævi áður en hann settist að á gömlum slóðum á ný. Oft kemur hann við hjá undirrituðum á gönguferðum sínum og hefur frá mörgu að segja. „Ég fer út að ganga flesta daga nema helst í hvössu. Ég datt einu sinni á nefið í hvassviðri - það sést ennþá á nefinu á mér og ég mátti þakka fyrir að brotna ekki", segir Hákon, og ekki alls fyrir löngu fékk hann sér staf til halds og trausts....
Meira
miðvikudagur 16. júlí 2008

Arnarvarpið í ár heppnaðist vel

Þessa dagana fara fram merkingar á arnarungum og sýnataka úr hreiðrum hafarnarins á meginvarpsvæði hans við Breiðafjörð, þar sem tveir þriðju hluti stofnsins hefur varpstöðvar og búsetu. Róbert Arnar Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands er einn þeirra sem stunda rannsóknir og fylgjast með viðhaldi arnarstofnsins hér á landi og vinnur að merkingunum. Róbert segir ljóst að varpið hafi heppnast ágætlega í ár. Arnarstofninn hafi haldist vel við síðustu árin og til langs tíma verið í sókn. Talið er að 65 arnarpör séu nú hérlendis og alls sé stofninn á bilinu 200 til 250 fuglar....
Meira
Pssssss-ipp pssssss-ipp ...
Pssssss-ipp pssssss-ipp ...
1 af 3
Branduglan er meðal þeirra tæplega sextíu fuglategunda sem verpa í héruðunum við Breiðafjörð og í Breiðafjarðareyjum. Enda þótt hún sé styggur fugl að jafnaði er ekki að sjá að ungarnir hræðist Tuma bónda á Reykhólum (Tómas Sigurgeirsson) heldur leyfa þeir honum að handfjatla sig að vild og sitja sallarólegir á öxlum hans. Branduglan verpir á hverju ári í nýju skógræktinni skammt frá bænum og segir Tumi að þetta séu góðir nágrannar. Ungarnir eru orðnir fleygir og fljótlega eftir að myndin var tekin af unganum sem situr á öxlinni á honum flaug hann sína leið....
Meira
1 af 3
Eins og hér var greint frá var sumarferð Breiðfirðingafélagsins þetta árið farin að Reykhólum um fyrri helgi (27.-29. júní). Fjölmenni var í ferðinni og voru um 250 gestir í grillveislunni á laugardagskvöldið eða álíka margir og allir íbúar Reykhólahrepps eða tvöfaldur fjöldi íbúanna í þorpinu á Reykhólum. Á vef Breiðfirðingafélagsins er urmull mynda sem teknar voru í ferðinni og má skoða þær hér....
Meira

Til stóð að opna tilboð í háhraðatengingar fyrir 1.500 sveitabæi og fyrirtæki í dreifbýli núna í júlílok. Nú hefur því verið frestað fram í september. Verða því enn tafir á að þetta mikilvæga byggðamál og verkefni Fjarskiptasjóðs komi til framkvæmda, en samkvæmt Fjarskiptaáætlun 2005-2010 áttu allir landsmenn að njóta háhraðatengingar í árslok 2007 eða um síðustu áramót. Verkefnið á að tryggja íbúum í dreifbýli háhraðanettengingar og tilheyrandi þjónustu allt til ársins 2014 hið minnsta.

...
Meira
föstudagur 11. júlí 2008

Fjármörk til að hengja upp á vegg

1 af 3
Sýningin með því sérstæða og skemmtilega nafni Þrírifað í þrístýft og þrettán rifur ofan í hvatt verður uppi í Sauðfjársetrinu á Ströndum í allt sumar. Nemendur í Reykhólaskóla unnu þetta verkefni en kennararnir Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og Rebekka Eiríksdóttir höfðu umsjón með því. Hér getur að líta fjármörk í Reykhólahreppi og heiti þeirra en sauðfjárbúskapur er nú á 28 bæjum í hreppnum. Einstök eyrnamörk í þessu verkefni eru alls 63. Eyrun voru þannig búin til, að krakkarnir þæfðu ull og sniðu eyru úr þófanum og mörkuðu síðan. Ullarþófaeyru þessi eru talsvert stærri en eru á fénu í raun. Notast var við ull fremur en annað efni í þeim tilgangi að skapa meiri tengsl við sauðkindina....
Meira
Um síðustu helgi tóku 88 manns þátt í könnunarleiðangri nokkurra náttúruverndarsamtaka um Teigsskóg norðanvert við Þorskafjörð. Fuglaverndarfélagið og Náttúruverndarsamtök Íslands eru meðal þeirra sem kæra nú Vegagerðina fyrir fyrirhugaða vegarlagningu um skóginn og næsta nágrenni. Ætlunin er að nýi vegurinn liggi fyrir mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar og út á Skálanes (leið B). Þannig mun akstursleiðin færast af Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi og niður á láglendi....
Meira
þriðjudagur 8. júlí 2008

„Stórmarkaðurinn“ Hólakaup á Reykhólum

Verslunin Hólakaup á Reykhólum er lítil að utan en stór að innan. Ferðafólk hefur stundum látið í ljós furðu sína á því hversu margt er á boðstólum í svona litlu húsi á svona litlum stað. Hólakaup eru í raun svolítill stórmarkaður með ljúfri og persónulegri þjónustu. Heimafólk fær hér allar nauðsynjar og ferðafólk finnur nánast allt sem þarf í útileguna. Hólakaup eru í N1-keðjunni og það út af fyrir sig ætti að segja eitthvað. Frammi við anddyrið er svolítill krókur þar sem gestir geta tyllt sér við borð og lesið blöðin og fengið sér kaffi....
Meira
föstudagur 4. júlí 2008

Bátadagar á Reykhólum um helgina

Aðalsteinn á Hafdísi er seglbátnum Vinfasti til halds og trausts.
Aðalsteinn á Hafdísi er seglbátnum Vinfasti til halds og trausts.
Núna um helgina verður efnt til sýningar og siglinga á gömlum bátum (og einni nýsmíði eftir gömlum og merkum báti) utan við Reykhólahöfn (við Þörungaverksmiðjuna í Karlsey) og verður um bæði vélbáta og seglskip að ræða. Þar á meðal er seglbáturinn Vinfastur, sem er nýsmíðuð eftirmynd Staðarskektunnar svonefndu. Vinfastur fór í eftirminnilega sjóferð frá Stað á Reykjanesi fyrir nokkrum vikum eins og hér var greint frá. Myndin sem hér fylgir var tekin þá. Á Vinfasti eru bátasmiðirnir Hafliði Aðalsteinsson og Eggert Björnsson en Aðalsteinn Valdimarsson bátasmiður á Reykhólum fylgir á Hafdísi....
Meira
föstudagur 4. júlí 2008

Nýi sýslumaðurinn ...

Úlfar Lúðvíksson, nýskipaður sýslumaður á Patreksfirði.
Úlfar Lúðvíksson, nýskipaður sýslumaður á Patreksfirði.
1 af 2

Úlfar Lúðvíksson, nýskipaður sýslumaður á Patreksfirði og þar með í Reykhólahreppi, er liðlega hálffimmtugur að aldri, f. 2. apríl 1962. Síðustu þrjú árin eða frá 1. maí 2005 hefur hann verið skrifstofustjóri og staðgengill sýslumannsins í Reykjavík. Áður hafði hann starfað við embætti sýslumannsins í Reykjavík allt frá 1. júlí 1992, fyrst sem fulltrúi og síðan deildarstjóri. Að loknu lagaprófi var Úlfar fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og sýslumanninum í Gullbringusýslu frá maí 1988 til maí 1989. Veturinn 1989-90 stundaði hann framhaldsnám við háskólann í Exeter í Englandi. Hann var fulltrúi hjá sýslumanninum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá júlí 1990 til 31. ágúst 1991 og jafnframt fulltrúi setts sýslumanns í Dalasýslu um tíma.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ágúst 2019 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31