Tenglar

ţriđjudagur 30. apríl 2019

Vorhreingerning - umhverfisdagurinn

1 af 3

Laugardaginn 11. maí verður farið í hreinsunarátak í sveitarfélaginu okkar. Á Reykhólum er mæting kl. 11 við Reykhólaskóla.


Kl. 13 verður síðan grill í Hvanngarðabrekku (Kvennó). Vonast er eftir góðri og almennri þátttöku við að gera þéttbýlið og dreifbýlið hreinna og fegurra.


  

...
Meira
föstudagur 26. apríl 2019

Drekadagur - námskeiđ um sjálfsmynd

1 af 2

Thelma Ásdísardóttir verður með opið námskeið um sjálfsmynd. Námskeiðið fer fram í Flugstöðinni á Hólmavík, mánudaginn 29. apríl kl. 16:30-18:30.

...
Meira
fimmtudagur 25. apríl 2019

Jensína Andrésdóttir lést um páskana

Jensína Andrésdóttir á 105 ára afmćlinu. mynd, mbl.
Jensína Andrésdóttir á 105 ára afmćlinu. mynd, mbl.

Jensína Andrésdóttir frá Þórisstöðum lést 18. apríl, 109 ára og 159 daga. Í janúar náði hún þeim áfanga að verða elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Hún var í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum.


  

...
Meira
1 af 3

Lokahátíðin Þjóðleikur NorðVestur verður haldin hátíðleg í Félagsheimilinu á Hólmavík 30. apríl og 1. maí næstkomandi að frumkvæði Leikfélags Hólmavíkur.


Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni að frumkvæði Þjóðleikhússins og í góðu samstarfi við menningarráð og marga aðra aðila á landsbyggðinni.


  

...
Meira
ţriđjudagur 23. apríl 2019

Krafa um ţjóđlendur í Reykhólahreppi

Óbyggðanefnd tók svæði 10C, sem eru Barðastrandasýslur, til meðferðar í nóvember 2018, sbr. 8. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998, og veitti fjármála- og efnahagsráðherra frest til 15. febrúar 2019 til að lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur á svæðinu, sbr. 1. mgr. 10. gr. sömu laga.

Fresturinn var framlengdur til 15. apríl 2019 og kröfur ríkisins bárust þann dag.


Krafa ríkisins er að 2 tilgreind svæði í Reykhólahreppi verði úrskurðuð þjóðlendur og þar með ekki eignarlönd. Þau eru:

  1. Landið Hvannahlíð sem er inn af Þorskafirði og nær að mörkum við Strandabyggð.
  2. Skálmardalsheiði sem er í landi Reykhólahrepps og liggur að Vesturbyggð og  V - Ísafjarðarsýslu.

 

Í  sóknalýsingum  Barðastrandarsýslu  segir  m.a.  um  Reykhólakirkju  og  Hvannahlíð: 

„Inn með firðinum heitir Múlahlíð, sem endar við Grjótá, en skilur Múlaland frá  Hvannahlíð.                

 Hvannahlíð  þessi  heyrir  til  Reykhólakirkju.  Áður  var  hún  skógivaxin og bezta beitarland. 

Nú er hún næstum úr sér gengin að öllu.“

  

ţriđjudagur 23. apríl 2019

Vindorkugarđurinn - tillaga ađ matsáćtlun

Af vef Skipulagsstofnunar
Af vef Skipulagsstofnunar

Frestur til athugasemda er til 8. maí 2019. 

EM-Orka ehf hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum allt að 130 MW vindorkugarðs í Garpsdal, Reykhólahreppi.

 

Tillagan er aðgengileg hér og hjá Skipulagsstofnun.


Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir.

 

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 8. maí 2019 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

  

ţriđjudagur 23. apríl 2019

Opiđ bréf til sveitarstjórnar Reykhólahrepps

Guđjón Dalkvist Gunnarsson
Guđjón Dalkvist Gunnarsson

„Háttvirta sveitarstjórn.


Við lestur fundargerðar sveitarstjórnar frá 9. þ.m. vakna ýmsar áleitnar spurningar, sem mér finnst að þið skuldið íbúum hreppsins svör við, varðandi húsbyggingu við Hólatröð:“


Svo hefst opið bréf Guðjóns Dalkvist til sveitarstjórnar Reykhólahrepps.


  

...
Meira
1 af 2

Hér til vinstri undir flipanum laus störf  eru auglýsingar um sumarstörf hjá vinnuskólanum, leiðbeinanda í sumarskólanum, störf í Grettislaug og hjá Félagsþjónustunni.

  

mánudagur 22. apríl 2019

Vinnuskóli 2019

Vinnuskólinn 2015
Vinnuskólinn 2015

Vinnuskóli verður starfandi sumarið 2019 frá 3. júní til og með 16. ágúst, með þeim fyrirvara að næg þátttaka náist. Unnið verður í tveimur lotum. Fyrri lotan verður 3. júní - 28. júní og seinni lotan 7. ágúst.-16. ágúst.

 

Rétt til starfa í vinnuskólanum hafa börn fædd 2003–2006, nemendur í Reykhólaskóla skólaárið 2018-2019 og/eða með lögheimili í Reykhólahreppi.

 

Helstu verkefni verða sem fyrr; garðsláttur og hreinsun opinna svæða svo og lítilsháttar viðhaldsverkefni, ásamt námskeiði sem snýr að vinnumarkaðnum, samskiptaverkefnum og fegrun á umhverfi. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttum verkefnum á hinum ýmsu sviðum til að kynna fyrir börnunum fjölbreytni vinnumarkaðirns.

 

 

Umsóknareyðublað er að finna á www.reykholar.is og á skrifstofu Reykhólahrepps. Hægt er að skila umsóknum á skrifstofuna eða senda á johanna@reykholaskoli.is. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Athugið að foreldri eða forráðamaður þarf að undirrita umsóknina. Nánari upplýsingar í síma 698-2559/430-3200.

 

Vinsemd og virðing eru höfð að leiðarljósi í vinnuskólanum.

 

Launataxtar:

13 ára – fædd 2006    600.- kr.klst.

14 ára – fædd 2005    695.- kr.klst.

15 ára – fædd 2004    795.- kr.klst.

16 ára – fædd 2003    985.- kr.klst.

 

Vinnutími: 5 stundir á dag, kl. 9:00 – 14:00.  

 

  

miđvikudagur 17. apríl 2019

Páskar og fermingar

Á skírdag er Hátíðarmessa með altarisgöngu kl.20.00 í Garpsdalskirkju.

Á annan í páskum er Hátíðarmessa í Staðarhólskirkju kl.13.00.

Á annan í páskum er helgistund á Barmahlíð kl.15.30.

 

Þann 25.apríl (sumardaginn fyrsta) er fermingarmessa í Gufudalskirkju kl.14.00.

Þann 27.apríl er fermingarmessa í Staðarkirkju kl.13.00.

 

Á sunnudaginn 28.apríl er lokahátíð sunnudagaskólans kl.11.00 í Tjarnarlundi. Leikfélagið Brúðuheimar mætir. (ATH.breytta dagsetningu)

 

Páskakveðjur!

 

sr. Hildur Björk Hörpudóttir
Sóknarprestur í Reykhólaprestakalli
+354-699-5779 / kirkjan.is/reykholar

 

  

Atburđadagatal

« Júlí 2019 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31