Tenglar

Byrjađ á fyrstu holunni.
Byrjađ á fyrstu holunni.
1 af 4
Síðdegis í dag var byrjað að bora fyrstu tilraunaholuna í leit að heitu vatni við Þorskafjörð. Eins og hér var greint frá ákvað Orkuráð nú fyrr í sumar að leggja fram fimm milljónir króna til jarðhitaleitar í landi Hofsstaða. Einnig kom fram, að jafnvel yrði leitað beggja vegna Hofsstaðalands, þ.e. bæði í landi eyðijarðarinnar Hlíðar og í landi Kinnarstaða. Niðurstaðan varð sú, að hefja leitina við Skiphöfða í landi Hlíðar, rétt innan við Hlíðarána. Jósteinn Guðmundsson ehf. annast verkið en Kristján Sæmundsson jarðfræðingur stjórnar leitinni. Borað verður niður á fimmtíu metra dýpi og niðurstaðan sem fæst úr fyrstu holunni ræður framhaldinu. „Það er engin leið að segja hver framvindan verður", segir Arnór H. Ragnarsson á Hofsstöðum...
Meira
mánudagur 28. júlí 2008

Útivistarkort yfir Vestfirđi og Dali

1 af 2
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa á undanförnum misserum unnið að útgáfu á veglegum göngu- og útivistarkortum yfir Vestfirði og Dali. Á síðasta ári komu út fyrstu fjögur kortin og ná þau yfir syðri hluta Vestfjarðakjálkans, þ.e. Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Reykhólahrepp og syðri hluta Stranda, auk Dalasýslu. Kortin þrjú sem á vantar til að gera öllum Vestfjarðakjálkanum skil eru væntanleg í næsta mánuði. Þau spanna Strandir norðan Steingrímsfjarðar, Hornstrandir og Ísafjarðardjúp. Kortin fást á helstu ferðamannastöðum á Vestfjörðum og í Dalasýslu. Þau fást einnig í vefversluninni MagiCraft og eru send þaðan samdægurs hvert á land sem er og um veröld alla. Á kortunum sjö eru samtals hátt í 300 leiðalýsingar á Vestfjarðakjálkanum og í Dalasýslu, bæði á íslensku og ensku....
Meira
sunnudagur 27. júlí 2008

Vefmyndavél Arnarsetursins komin í gang

Uppsetning hinnar langþráðu vefmyndavélar Arnarsetursins tafðist verulega frá því sem áformað var. Núna er hún komin í gang og hefur verið prufukeyrð í dag og myndin frá henni send þráðlaust í land í tengingu til bráðabirgða. Þegar tæknimenn hafa lokið verkinu á allra næstu dögum, jafnvel á morgun, verður útsendingin frá henni „sett í loftið" hér á Reykhólavefnum. Myndavélin er við hreiður með einum unga og má þar fylgjast með daglegu lífi litlu fjölskyldunnar í beinni – sannkallað raunveruleikasjónvarp. Hreiður þetta er einhvers staðar í óteljandi hólmum og eyjum Breiðafjarðar en ekki er heimilt að gefa upp staðinn öllu nánar....
Meira
Lísa međ mortéliđ á barborđinu.
Lísa međ mortéliđ á barborđinu.
1 af 2
„Þetta er flateyskur skemmtidrykkur", segir Lísa Kristjánsdóttir, konan á bak við hinn séríslenska Flajito sem er geysivinsæll á Hótel Flatey þar sem Lísa starfar. „Hann seldist upp á föstudagskvöldið", segir Lísa í samtali við Fréttablaðið í dag. „Það voru hressar stelpur að norðan sem voru hérna á barnum fyrr í sumar og þær voru að velta fyrir sér hvort ég kynni að gera Mojito. Ég sagðist geta það en því miður ætti ég ekki myntulauf. En ef þær vildu að ég notaði skessujurt í staðinn þá skyldi ég skella í einn flateyskan", segir Lísa, sem tók dóttur sína með til finna skessujurt....
Meira
sunnudagur 27. júlí 2008

Ţađ er gott ađ búa á Reykhólum ...

Eiríkur tekur pásu međan smellt er af ...
Eiríkur tekur pásu međan smellt er af ...
1 af 2
Öfugt við það sem gerist víða um land er jafnan skortur á húsnæði á Reykhólum. Þó er alltaf verið að byggja og ekki aðeins íbúðarhús. Núna er einmitt bílskúr í smíðum við Hellisbrautina þar sem Eiríkur Kristjánsson húsasmiður og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir kennari búa ásamt börnum sínum. Hæg eru heimatökin hjá sjálfum húsasmiðnum þó að hann verði helst að grípa í verkið um helgar og á kvöldin vegna annríkis við önnur verkefni....
Meira

Vel virtist horfa í júnímánuði með varp sjófugla í Flatey á Breiðafirði, en í þessum mánuði hafa orðið mikil umskipti. Fuglinn afrækir hreiður og unga og svo er að sjá að æti hans sé horfið. Ævar Petersen fuglafræðingur áætlar að einungis tíunda hver kría sé eftir í varpinu. Ástandið segir hann eiga við þá fugla sem lifa á sandsíli. Ævar segir sérstaklega áberandi að ungar séu dauðir í varpinu, lundaungar hafi skriðið úr holunum og liggi dauðir um varplandið, kríuungar sömuleiðis og rituungar séu víða dauðir í hreiðrunum. Fuglinn sé horfinn úr varpinu. Ævar segir allt benda til þess að sandsíli hafi horfið úr firðinum. Ríkisútvarpið greindi frá þessu.

 

Fariba, Claudia, Eiríkur á Stađ og Gabi.
Fariba, Claudia, Eiríkur á Stađ og Gabi.
1 af 2
Tvær þrautreyndar þýskar fréttakonur, Claudia Dejá og Gabi Haas, tókust í sumar á hendur mánaðarferð um Vestfjarðakjálkann ásamt myndatökukonunni Fariba Nilchian og tóku upp efni í tvær þriggja kortera heimildamyndir fyrir þýsku sjónvarpsstöðvarnar ARTE og ARD. Önnur myndin verður um æðardúninn og nýtingu hans, hin um Vestfjarðakjálkann og fólkið sem þar býr. Eins og nærri má geta kom hópurinn víða við í Reykhólahreppi. Farið var út í Skáleyjar með Birni Samúelssyni hjá Eyjasiglingu og komið í dúnhúsið þar sem Eysteinn Gíslason sýndi handtökin við dúnhreinsun á fyrri tíð og jafnframt hvernig að henni er staðið í dag. Farið var í dúnleit í landi Höllustaða og á Stað og komið til Jóns Sveinssonar dúnbónda á Miðhúsum. Líka voru dúnbændur á Mýrum og Læk í Dýrafirði heimsóttir....
Meira
Frá kynnisferđinni í Teigsskóg. Mynd: Vefur Landverndar.
Frá kynnisferđinni í Teigsskóg. Mynd: Vefur Landverndar.
Fyrr í þessum mánuði stóðu umhverfissamtök fyrir könnunarferð um Teigsskóg við norðanverðan Þorskafjörð og tóku um 90 manns þátt í göngunni. „Ferðin var farin til að vekja athygli landsmanna á þeim náttúrugæðum sem þarna eru í húfi en til stendur að leggja veg eftir endilöngum skóginum", segir á vef Landverndar. „Teigsskógur er stærsti skógur á Vestfjörðum", segir þar ennfremur. „Hann er einn fárra landnámsskóga á Íslandi og er hans fyrst getið í Gísla sögu Súrssonar. Mikill gróður og sjaldgæfar jurtir eru í skógarbotninum og fuglalíf með eindæmum fjölskrúðugt. Á þessum slóðum eru einhver gjöfulustu arnarhreiður landsins og mikill fjöldi farfugla á hér viðkomu vor og haust. Fjölbreytileikinn í landslaginu kom göngufólki skemmtilega á óvart. Drjúgan hluta leiðarinnar var gengið eftir ströndinni sem skreytt er skerjum og sjávartjörnum sem prýddar eru skemmtilegum bergmyndunum."...
Meira
föstudagur 25. júlí 2008

„Teigsskógur ekki merkilegur“

Fjallað var um Teigsskóg við Þorskafjörð í fréttum Svæðisútvarps Vestfjarða í gærkvöldi. Á vef Svæðisútvarpsins er fréttin birt undir fyrirsögninni Teigsskógur ekki merkilegur (reyndar er Teigsskógur ekki í Reykhólasveit þó að hann sé í núverandi Reykhólahreppi, heldur er hann í Gufudalssveit):...
Meira
fimmtudagur 24. júlí 2008

„Nú hlýtur ađ vera mál ađ linni“

Einar K. Guđfinnsson.
Einar K. Guđfinnsson.
Hér var greint frá ólíkum sjónarmiðum varðandi fyrirhugaðan veg um Teigsskóg við Þorskafjörð, sem fram komu í fjölmiðlum í gær. Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis, bættist í dag í hóp þeirra sem leggja orð í belg. „Það lýsir merkilegri þrákelkni að móast stöðugt við vegagerðinni í Gufudalssveitinni, sem ætlað er að bæta vita vonlaust ástand í vegamálum Vestur- og Austur-Barðstrendinga. Vegurinn um þessar slóðir yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls er þvílíkur farartálmi að ekki verður við búið", segir hann....
Meira

Atburđadagatal

« Ágúst 2019 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31