Tenglar

mßnudagur 25. nˇvemberá2019

FullveldishßtÝ­ Reykhˇlaskˇla

Á fimmtudaginn, 28.nóv. verður Fullveldiskaffi Reykhólaskóla haldið í íþróttahúsi skólans.

Húsið opnað klukkan 18:45 og hefst dagskráin stundvíslega klukkan 19.

Sýningarstjóri verður Lóa (Svanborg Guðbjörnsdóttir). Hlökkum til að sjá ykkur.

laugardagur 23. nˇvemberá2019

Ljˇt a­koma ß Hyrningsst÷­um

1 af 3

 Halldór Jóhannesson, einn eigenda Hyrningsstaða, sendi eftirfarandi lýsingu og myndir af óskemmtilegri aðkomu að einum bústaðnum þar:

 

Í dag kom ég að bústað á Hyrningsstöðum og sá að þar hafði verið grýtt stórum steini í gegnum tvöfalt gler í forstofuhurðinni og farið inn og rótað í dóti.

 

Enn fremur var dauð rjúpa í vegkantinum, líklega skotin úr bíl af veginum, en það er algjört skotveiðibann í landi Hyrningsstaða. 

 

Ef einhver hefur upplýsingar um þetta, vinsamlegast látið okkur eða lögregluna vita.

Halldór Jóhannesson.

Sími 661 8133.

 

  

fimmtudagur 21. nˇvemberá2019

Atvinnurekendur stofna hagsmunasamt÷k

Það var fjölmenni sem kom saman Þriðjudaginn 19.11.19 í Hnyðju á Hólmavík til að stofna samtök atvinnurekenda á Ströndum og Reykhólum.


Meginmarkmið félagsins er að stuðla að vexti og viðgangi samfélaganna á svæðinu með það fyrir augum að gera byggðirnar enn ákjósanlegri til atvinnurekstrar og búsetu, ekki síst fyrir fjölskyldufólk.


 


Tæplega þrjátíu manns skráðu sig í samtökin en þeir sem vilja gerast stofnfélagar geta skráð sig fram til 31. desember 2019 hjá Skúla Gautasyni, skuli@vestfirdir.is og s. 896 8412,  starfsmanni Vestfjarðastofu á svæðinu. 

...
Meira
■ri­judagur 19. nˇvemberá2019

Var­stjˇri Sl÷kkvili­s Reykhˇlahrepps

mynd af fb. sÝ­u Bjarka Ů. Magn˙ssonar
mynd af fb. sÝ­u Bjarka Ů. Magn˙ssonar

Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda bs. (BDRS) auglýsa stöðu varðstjóra Slökkviliðs Reykhólahrepps lausa til umsóknar.

Um er að ræða stöðu í hlutastarfi.

 

Launakjör samkvæmt kjarasamningum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og samkomulagi við Reykhólahrepp.

 

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi í slökkviliði.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá næstkomandi áramótum.

 

Búsetuskilyrði: Viðkomandi þarf að búa innan við 10 mínútna fjarlægð frá slökkvistöð.

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2019. Umsóknum ásamt upplýsingum um reynslu og menntun skal skilað rafrænt á póstfangið slokkvilid@dalir.is "Varðstjóri Reykhólar".

 

Allir áhugasamir hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Ívar Örn Þórðarson, Slökkviliðsstjóri, sími 430 4700 eða 430 3200 eða sveitarstjóri Reykhólahrepps í síma 430-3200.

  

mßnudagur 18. nˇvemberá2019

Samt÷k atvinnurekenda - stofnfundur

Stofnfundur nýrra samtaka atvinnurekenda á Ströndum og Reykhólum verður í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík, 19. nóv. kl. 18:00.

Vonast er til þess að allir sem eru með einhverskonar atvinnustarfsemi, hvort sem hún er í stórum eða smáum stíl, sjái sér fært að mæta.

Samtökunum er ætlað að vera samstarfsvettvangur fyrirtækjanna og málsvari gagnvart sveitarfélögum og stjórnvöldum.

  

mßnudagur 18. nˇvemberá2019

Leppal˙­i mŠtir Ý kv÷ld

Næsta þriðjudag (19. nóvember) kl. 17:00 kemur Elfar Logi og verður með leiksýningu í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar (Báta- og hlunnindasýningarinnar). Sýningin heitir Leppalúði.

 

Kvenfélagið Katla, Ungmennafélagið Afturelding og foreldrafélag Reykhólaskóla hafa veitt rausnarlega styrki til sýningarinnar og því er frítt inn.

ALLIR VELKOMNIR!

  

sunnudagur 17. nˇvemberá2019

Sˇknarߊtlun Vestfjar­a 2020 - 2024

Sóknaráætlun Vestfjarða fyrir árin 2020-2024 var samþykkt á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga/Vestfjarðastofu þann 21. október og kynnt á 4. Haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Hólmavík 25.-26. október sl.


Í Sóknaráætlun Vestfjarða, sem lesa má hér, er unnið úr frá fjórum lykilmálaflokkum: Atvinnuþróun og nýsköpun, samfélagi, umhverfi og menningu. Í hverjum málaflokki eru sett markmið og áhersluatriði.


  

...
Meira
fimmtudagur 14. nˇvemberá2019

Kynning ß verkefni um matarsmi­ju

Í dag, fimmtudag verður Vestfjarðastofa ásamt Vesturlandsstofu með kynningu á verkefni um matarsmiðju.

 

Fundurinn verður í húsnæði Báta og hlunningasýningar kl 14:00

 

Dagskrá

 

Kynning á nýrri matvælavinnslu í Saurbæ, opinni fyrir bændur - stefna okkar, byggt á reynslu annarra - Skúli Guðbjörnsson, Miðskógi

 

Hvernig nýtist svona aðstaða okkur? Til heimabrúks og sölu Fjóla Mikaelsdóttir, Kringlu

 

Umræður

 

■ri­judagur 12. nˇvemberá2019

Sunnudagaskˇli ß Reykhˇlum

 

Kirkjuskóli verður í Reykhólakirkju næstu tvo sunnudaga (17.og 24.nóv), kl. 11:00.

 

Allir krakkar velkomnir.

 

Anna prestur

mßnudagur 11. nˇvemberá2019

Enn mŠlast gerlar Ý vatni ß Reykhˇlum

Hjálagt eru niðurstöður sýnatöku 7. nóvember 

 

Matís rannsóknarstofa staðfesti eftirfarandi niðurstöður í dag:

 

Barmahlíð 7 coli 2 E.coli
Grunnskóli 2 coli og 2 E.coli

 

Mikilvægt er að neysluvatn sé soðið þar sem eldað er fyrir viðkvæma einstaklinga s.s í grunnskóla og Barmahlíð.

 

Vatnssuða er enn í gildi á Reykhólum. Atbur­adagatal

« Desember 2019 »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31