Tenglar

ţriđjudagur 13. ágúst 2019

Hótel Bjarkalundur auglýsir eftir starfsfólki

Hótel Bjarkalundur leitar að starfsfólki í tímabundið starf, en starfstíminn er frá miðjum ágúst til 30. september.

 

Um er að ræða starfsmann sem sinnir almennum hótelstörfum eins og t.d. þrifum, afgreiðslu og annari þjónustu við gesti.

 Möguleiki er á því að um hlutastarf sé að ræða.

 

 Hótelið er sumarhótel og starfsrækt frá byrjun maí og til loka september. Hótelið er á sunnanverðum vestfjörðum í ca. 200 km. fjarlægð frá Reykjavík.

 

Á hótelinu eru 16 herbergi auk 6 smáhýsa, auk þess er boðið upp á tjaldstæði. Á hótelinu er rekin veitingastaður með léttum veitingum.

N1 rekur bensínstöð við hótelið.

 

 Nánari upplýsingar eru veittar í síma 891-9090 og í tölvupósti: vadalfjoll@gmail.com

 

  

sunnudagur 11. ágúst 2019

Báta- og hlunnindasýningin opin út ágúst

myndir, Jamie Lee
myndir, Jamie Lee
1 af 5

Breyttur opnunartími á Báta- og hlunnindasýningunni í ágúst, en sýningin verður opin kl 11 - 18 mánud.- laugard.

 

Kíkið við og sjáið nýju þang- og þara sýninguna okkar. Mælum líka með nýja rabbabara ísnum okkar og vöfflunum. Kíkið á okkur áður en haustar, en opið verður til 31. ágúst.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

  

1 af 7

Dagskrá tólftu Ólafsdalshátíðarinnar sem verður haldin næsta laugardag, 17. ágúst, er hér til hliðar.


Glæsileg dagskrá fyrir alla aldurshópa. Frítt er inn á hátíðina en lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti og happdrætti selt til að hafa upp í kostnað.

Gönguferðir hefjast kl. 11.00 en hátíðardagskráin kl. 13.00. Tilvalið að dvelja við Breiðafjörð um helgina. tína berin bláu, heimsækja aðra sögustaði o.fl.


  

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, verður haldið sunnudaginn 18. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.


Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn.


 


Einnig er stórskemmtilegt happdrætti og eru líflömb í vinning. Kostar miðinn 800 kr. og geta þeir sem komast ekki á staðinn keypt sér miða í gegnum Facebook síðu Sauðfjársetursins eða hjá Ester í síma 693-3474.


  ...
Meira
fimmtudagur 8. ágúst 2019

Leitardagar 2019

1 af 3

Leitardagar í Reykhólahreppi 2019

 

Fjallskilanefnd hefur lagt til eftirfarandi dagsetningar.

 

Föstud. 30. ágúst og næstu daga, eftir veðri: Þorskafjarðarheiði og norðan Reiphólsfjalla.

Mánud. 2. - föstud. 6. sept. : Múlasveit.

Laugard. 7. sept. : Borgarland, Hafrafell, og Kollafjörður (Gufsu)

Föstud. 13. sept. : Reykjanes utan þjóðvegar við Bjarkalund.

Laugard. 14. sept. : Frá Brekkuá í Gilsfirði að Hjallaá í Þorskafirði, og frá Djúpadal að Skálanesi.

Sunnud. 15. sept. : Hallsteinsnes.

Laugard. 28. sept. : Seinni leit á öllum svæðum.

 

  

miđvikudagur 7. ágúst 2019

Laust starf í Reykhólaskóla

Okkur í Reykhólaskóla bráðvantar starfsmann í þrif.

 

Staðan getur verið 100% en einnig er möguleiki á að deila stöðunni og vera í minna hlutfalli. Áhugasamir geta haft samband við skólastjóra Reykhólaskóla í síma 867-1704 eða á netfangið: skolastjori@reykholar.is

  

mánudagur 29. júlí 2019

Nćsta sögurölt er á Broddanesi 31. júlí

Broddanes
Broddanes

Hin sívinsælu og vikulegu Sögurölt halda áfram, en það eru söfnin Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna sem hafa samvinnu um þau í sumar.

Miðvikudaginn 31. júlí kl. 19:30, er stefnan tekin á Sögurölt á Broddanesi við sunnanverðan Kollafjörð á Ströndum. Gangan verður auðveld og við allra hæfi og margvíslegur fróðleikur í boði. Mæting er við afleggjarann heim að Broddanes Hostel, sem áður var Broddanesskóli.

Jón Thoroddsen
Jón Thoroddsen
1 af 2

Kl. 14.00 mun Katrín Jakbosbsdóttir forsætisráðherra leggja krans á minnisvarða Jóns Thoroddsen, þaðan verður gengið í Hvanngarðabrekku þar sem dagskrá fer fram.

 

Katrín mun flytja erindi: Hugleiðingar um skáldsögur Jóns Thoroddsen. Katrín Jakobsdóttir ræðir um skáldverk langalangafa síns.

Síðan tekur við Björn Thoroddsen, langa- langafabarn Jóns og flytur ljóð hans með dyggum stuðningi Heru Bjarkar.  

laugardagur 27. júlí 2019

Íbúi ársins í Reykhólahreppi

Guđmundur á Grund
Guđmundur á Grund
1 af 3

Íbúi ársins 2019 í Reykhólahreppi er Guðmundur Ólafsson á Grund. Hann var tilnefndur fyrir greiðvikni og fjölda trúnaðarstarfa sem hann hefur gegnt fyrir samfélagið, sem sveitarstjórnarmaður og oddviti, slökkviliðsstjóri og fleira.

 

Margar tilnefningar bárust og vandi að velja, því var ákveðið  að útnefna Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum einnig, en hann gaf út bók ekki fyrir löngu, Á Eylenduslóðum. Í henni er mikill fróðleikur um lífið í Breiðafjarðareyjum og þar með bjargað frá gleymsku.

  

Götum á Reykhólum verður lokað fyrir almennri umferð í dag milli kl.13:00 og 13:30, meðan sýningarakstur gömlu dráttarvélanna er um plássið.

Það eru nefninlega erfið tryggingamálin ef óskráð vél veldur tjóni á öðru ökutæki, biðjum ykkur að virða lokanir.

Atburđadagatal

« Ágúst 2019 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31