Tenglar

■ri­judagur 24. nˇvemberá2009 |

Virkjun sjßvarfalla Ý Brei­afir­i talin vel m÷guleg

Gilsfj÷r­ur. Mynd: ┴rni Geirsson.
Gilsfj÷r­ur. Mynd: ┴rni Geirsson.
Niðurstöður útreikninga í sjávarfallalíkani sýna að orka í sjávarföllum í innanverðum Breiðafirði er mun minni en áður var talið. Engu að síður er talið vel mögulegt að setja niður sjávarfallavirkjun í firðinum í framtíðinni. Fyrirtækið Sjávarorka ehf. í Stykkishólmi bíður nú eftir rannsóknaleyfi til að halda áfram rannsóknum á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði. Rannsóknirnar hófust árið 2001 áður en slíks leyfis var krafist. Eftir að leyfið fæst verða sjávarfallastraumar á tilteknum svæðum í firðinum kannaðir betur. Þegar er ljóst að fallastraumar geta legið þar sitt á hvað á sama tíma og það þarf að rannsaka betur.

 

Frá þessu var greint í Morgunblaðinu.

 

Búið er að kortleggja og mæla sjávarfallastrauma í innanverðum Breiðafirði. Skv. niðurstöðum verkfræðistofunnar VST er talið að heildarhreyfiorka frá botni upp í yfirborð sjávar í Breiðafirði sé um 1.000 gígavattstundir á ári og í Hvammsfjarðarröst um 800 gígavattstundir á ári. Ekki er hægt að virkja nema hluta hreyfiorkunnar. Því er talið að hámark virkjanlegs afls í Breiðafirði sé um 650 gígavattstundir á ári í fyrsta áfanga. Til samanburðar er orkugeta Sultartangastöðvar 880 gígavattstundir á ári.

 

Sjá einnig:

Ómar Ragnarsson: Undirgöng milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar?

Guðjón D. Gunnarsson: Einfalt að virkja sjávarföll í Gilsfirði

Jón Hjaltalín Magnússon: Skoðar sjávarfallavirkjun í Gilsfirði

Orkubú Vestfjarða: Rannsóknir á straumum og sjávarföllum við Flatey

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2020 »
S M Ů M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31