Tenglar

mi­vikudagur 25. nˇvemberá2015 |

Vilja a­ sveitarstjˇrn endursko­i afst÷­u sÝna

Sumardagur Ý Flatey. ┴rni Geirsson 2012.
Sumardagur Ý Flatey. ┴rni Geirsson 2012.

Stjórn Framfarafélags Flateyjar (FFF) hefur sent sveitarstjórn Reykhólahrepps ályktun þar sem hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá málsmeðferð sveitarstjórnar Reykhólahrepps, að leggjast gegn ósk íbúa Flateyjar um að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólmsbæjar. Í ályktuninni óskar stjórn FFF eftir nánari útskýringum og rökstuðningi frá sveitarstjórn Reykhólahrepps og skorar á hana að endurskoða þessa einörðu afstöðu sína til eðlilegra óska íbúa Flateyjar, eins og komist er að orði.

 

Frá þessu er greint á vef Framfarafélagsins, auk þess sem sveitarstjórn hefur borist erindið. Þar segir meðal annars:

  • Stjórn Framfarafélagsins óskar eftir því að sveitarstjórn útskýri nánar hvað felst í því að „taka betur utan um íbúana og gera þá að meiri þátttakendum í daglegri stjórnsýslu“.
  • Einnig óskar stjórn Framfarafélagsins eftir rökstuðningi sveitarfélagsins varðandi bókun sveitarstjórnar: „Sveitarstjórn Reykhólahrepps á erfitt með að sjá grundvöll fyrir því að það gæti komið íbúum Flateyjar betur ef stjórnsýsla eyjarinnar heyrði undir Stykkishólmsbæ.“
  • Að lokum vill stjórn Framfarafélagsins koma á framfæri áhyggjum húseigenda í Flatey varðandi hugsanlega sameiningu Reykhólahrepps lengra til norðurs sem getur leitt til enn fjarlægari stjórnsýslu landfræðilega séð en er í dag.
  • Stjórn Framfarafélags Flateyjar hefur átt ánægjuleg og um margt árangursrík samskipti við sveitarstjórnir Reykhólahrepps um árabil og vonast því til að sveitarstjórn sjái ástæðu til að endurskoða þessa einörðu afstöðu sína til eðlilegra óska íbúa Flateyjar sem hefur reyndar verið ósk margra, bæði íbúa sem og annarra hagsmunaaðila frá því Flateyjarhreppur gamli sameinaðist Reykhólahreppi.

 

Erindi Framfarafélagsins, sem hér má lesa í heild, verður tekið fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

 

Sjá einnig:

19. nóv. 2015  Verkefni sveitarfélagsins að taka betur utan um íbúana

18. sept. 2015  Hugleiðingar um stjórnsýslu í Flatey

10. sept. 2015  Engin formleg ósk borist

27. ágúst 2015  Opið bréf til sveitarstjórnar og fleiri varðandi Flatey

24. ágúst 2015  Vilja að Flatey fari undir Stykkishólm

 

Athugasemdir

Ëlafur Bjarni Halldˇrsson, fimmtudagur 26 nˇvember kl: 14:37

Eru ■essir Ýb˙ar FramfarafÚlags Flateyjarhrepps me­ fasta heils ßrs b˙setu Ý Flatey?
Spyr sß sem ekki veit.

Torfi Sigurjˇnsson, mi­vikudagur 30 desember kl: 03:25

....E­a forsvarsmenn ■angskur­ar frß Stykkishˇlmi?
Spyr sß sem ekki veit!

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2020 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31