Tenglar

mánudagur 30. mars 2015 |

Vignir er fyrsti vorboðinn í Bjarkalundi

Vignir á Klukkufelli í fyrstu heimsókn í Bjarkalundi í Reykhólasveit þetta vor.
Vignir á Klukkufelli í fyrstu heimsókn í Bjarkalundi í Reykhólasveit þetta vor.
1 af 2

Myndirnar sem hérna fylgja bárust vef Reykhólahrepps til birtingar núna í kvöld, en þar getur að líta fyrsta vorboðann í Bjarkalundi að þessu sinni eins og stundum áður. Vorboðinn er Vignir Jónsson, bóndi á Klukkufelli, sem kíkti í heimsókn til hótelrekendanna enda þótt ekki sé ennþá búið að opna þar þetta vorið. Hann verður sjálfur að útskýra hárgreiðsluna, ef út í það fer.

 

Starfsfólk er samt nú þegar mætt í Bjarkalund til að undirbúa komandi vertíð, ef svo má að orði komast. Opnað verður í Hótel Bjarkalundi að fullu fljótlega núna eftir páska.

 

Athugasemdir

Jóhanna Ösp, þriðjudagur 31 mars kl: 09:30

Þetta er meiri snilldar fréttin :D

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janúar 2021 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31