Tenglar

laugardagur 10. jan˙ará2009 |

Vestfir­ir- land tŠkifŠranna i fiskeldi og skelrŠkt

Bergsveinn ß Grˇust÷­um me­ sřnishorn af krŠklingnum sÝnum.
Bergsveinn ß Grˇust÷­um me­ sřnishorn af krŠklingnum sÝnum.

Miðað við reynslu annarra þjóða með svipuð umhverfisskilyrði og Vestfirðingar, svo sem við austurströnd Kanada og í Norður-Noregi, má vænta verulegs ávinnings í eldi og ræktun sjávardýra. Kanadamönnum hefur tekist með skipulegu leiðbeiningastarfi og stefnumörkun stjórnvalda að skapa 3000 störf á 15 árum í ræktun á bláskel. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að ræktunarsvæðin séu ísilögð yfir vetrartímann og stöku borgarísjaka reki inn á svæðin. Þar var einfaldlega tekin pólitísk ákvörðun um uppbyggingu og byggðist sú ákvörðun á augljósri sérstöðu þessara svæða. Það sama blasir við á Vestfjörðum.

 

Þetta segir Jón Örn Pálsson, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, í ítarlegri grein á vef félagsins. Einnig skrifar hann:

 

Framan af öldum voru vestfirsku firðirnir nýttir til fiskveiða en nú á tímum líta flestir á þá sem ekkert annað en farartálma. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að hérlendis séu skilyrði til fiskeldis hvað best í vestfirsku fjörðunum. Til að nýta þau tækifæri sem þar liggja þurfa stjórnvöld að vinna að heildstæðri stefnumótun í fiskeldi og skelrækt. Slík stefnumótun er afar mikilvæg fyrir rannsóknastofnanir og stuðningskerfi atvinnulífsins, sem geta fylgt eftir slíkri stefnumörkun með öflugu þróunarstarfi og ráðgjöf. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur hafið gagnasöfnun og ýtt af stað þróunarverkefnum sem eru forsenda fyrir raunsæja framþróun í fiskeldi og skelrækt og sækist mjög eftir aðkomu stjórnvalda og styrkingu rannsóknastofnana (Hafró, Matís o.fl.) til að koma að því starfi.

 

Og ennfremur:

 

Hér á Vestfjörðum er að finna talsvert heitt vatn og volgrur á landi og firðir eru víða skjólgóðir. Sárlega vantar heildarúttekt á þessum auðlindum, með áætlunum um nýtingarmöguleika í fiskeldi og skelrækt. Vestfirðingar þurfa að leggja fram þá kröfu að stjórnvöld leggi fjármuni í slíkar rannsóknir sem nýtast til að vinna heildstæða stefnumótun til næstu 10 ára um uppbyggingu í fiskeldi og skelrækt. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur lýst sig tilbúið til að leiða þessa vinnu. Atvest hefur þegar kynnt þessar hugmyndir fyrir stjórnvöldum, en ekki fengið skýr svör ennþá.

 

Nú þegar hafa t.d. fjögur fyrirtæki sett út tilraunalínur í kræklingarækt og náið samstarf er meðal þessara fyrirtækja í Bláskeljaklasa Vestfjarða. Samstarfsnetið er stutt fjárhagslega af Byggðastofnun og Vaxtarsamningi Vestfjarða. Tilgangur þessa samstarfs er m.a. að miðla verkþekkingu og styrkja rekstrarumhverfi með skipulegu rannsóknarstarfi. Þróunarstarf síðustu tvö ár sýnir að rækta má markaðshæfa skel á 27-32 mánuðum. Vonir standa til að fjárfestar sýnir greininni aukinn áhuga eftir því sem reynsla og þróunarkostnaður skilar sér í aukinni framleiðslu.

 

Grein Jóns Arnar er að finna í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.

 

________________________

 

Því skal bætt hér við, að í athugasemdadálki undir frétt á vefnum bb.is á Ísafirði um þessa grein Jóns Arnar skrifar dr. Þorleifur Ágústsson lífeðlisfræðingur, verkefnastjóri hjá Matís á Ísafirði:

 

Þetta er að mestu leyti rétt hjá Jóni. Hins vegar er nú mikilvægt að það komi fram, að Náttúrustofa Vestfjarða hefur í gegnum árin unnið umhverfismat - m.a. hér fyrir vestan. Ennfremur hefur Matís ohf. unnið hörðum höndum að því að fá rannsóknastyrki til að stunda þær rannsóknir sem Jón nefnir hér að ofan - en án árangurs að mestu leyti. Það eru nú tvö verkefni í gangi og sem tengjast umhverfi vestfirskra fjarða og sem Matís ohf. á Ísafirði er þátttakandi í (og leiðir annað þeirra) - en það eru verkefnin Lagnaðarís og Norðurkví.


En betur má ef duga skal - og það sem Jón fjallar hér um er gríðarlega mikilvægt. Það er hins vegar miður að ekki skuli vera lögð meiri áhersla á að skilja náttúruna betur - samspil eldis og náttúru - svo ekki sé talað um samspil manns og náttúru vestfirskra fjarða. Úr því verður að bæta og það strax.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30