Tenglar

sunnudagur 17. jan˙ará2010 |

Verkefni­ äVeisla a­ vestanô Ý ■rˇun hjß Atvest

Ýmis verkefni eru í gangi hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða (Atvest). „Mestmegnis erum við að vinna í áframhaldi á verkefnum sem hafin eru og má þar nefna þróunarverkefnið Veislu að vestan, sem tengist matartengdri ferðaþjónustu til að vekja athygli á vestfirskum matvælum. Markmiðið er að auka sýnileika og veltu þeirra fyrirtækja sem vinna með vestfirskt hráefni. Þetta verkefni hefur gengið mjög vel og telur nú yfir 30 þátttakendur. Við erum að skoða stofnun tilraunaeldhúss á Tálknafirði sem næsta skref í þróun þessa verkefnis. Þess má geta, að hafið er verkefni um sams konar tilraunaeldhús að Núpi í Dýrafirði, undir stjórn staðarhaldara þar", segir Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Atvest.

 

Einnig er í undirbúningi heimsókn tveggja vísindamanna frá virtum háskóla í Japan til Atvest en þeir ætla að kynna sér verkefni félagsins í sjávarútvegi og fiskeldi. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur og stefnt er að því að heimsóknin verði í febrúar-mars en það er ekki frágengið", segir Þorgeir Pálsson.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Jan˙ar 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31