Tenglar

fimmtudagur 9. desemberá2010 |

Varnargar­ur vi­ Reykhˇlah÷fn er nßnast bylting

Í haust og vetur hefur stöðugt verið unnið við nýjan varnargarð við höfnina á Reykhólum og nú er verkið langt komið. Verktaki er Suðurverk og verkinu stjórnar Pálmi Sigfússon. Að jafnaði hafa fimm menn unnið við þetta með vélskóflum, grjótbor og vörubílum. Grjót í garðinn er tekið uppi á fastalandinu skammt fyrir ofan Karlsey, þar sem höfnin er. Verkið hefur gengið framúrskarandi vel og allar áætlanir staðist. Stefnt er að því að ljúka verkinu núna fyrir hátíðar.

 

Þessi varnargarður gerir það að verkum að núna er höfnin varin fyrir norðaustanáttum, sem eru ríkjandi á þessu svæði. Öll aðstaða gjörbreytist til batnaðar. Eigendur báta sjá fram á nýja möguleika og mun meira öryggi. Þörungaverksmiðjan, sem er stærsti notandi hafnarinnar, fær betri aðstöðu. Segja má að hér sé um byltingu að ræða hvað varðar aðstöðu og öryggi í Reykhólahöfn.


Að undanskildum dálitlum lagfæringum á grjótgarði fyrir um áratug eru þetta fyrstu hafnarframkvæmdir í Reykhólahöfn frá því hún var gerð á miðjum 8. áratugnum. Skjólgarðurinn verður 306 m langur og í hann fara tæplega 29 þúsund rúmmetrar af grjóti og kjarna. Áætlaður verktakakostnaður er 35,6 milljónir króna.
 

Myndirnar tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli. Smellið á þær til að stækka.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31