Tenglar

mßnudagur 4. marsá2013 | vefstjori@reykholar.is

Var ■essi bßtur einhvern tÝmann ß Reykhˇlum?

FarsŠll fyrir um sex ßratugum.
FarsŠll fyrir um sex ßratugum.

Jón Páll Ásgeirsson sendi vefnum myndina sem hér fylgir og tekin var í Akureyjum upp úr 1950. Bátur þessi hét (eða heitir) Farsæll. „Afi minn og pabbi áttu hann um og eftir 1950. Afi minn hét Jón Einarsson og bjó í Akureyjum í Helgafellssveit og pabbi minn hét Ásgeir Jónsson“, segir hann.

 

„Þeir bjuggu síðan í Stykkishólmi, pabbi til ca. 1956, en ég er fæddur þar árið 1950. Báturinn var seldur Jónasi á Kóngsbakka en svo fengum við hann aftur seinna, að mig minnir 1962, en í stuttan tíma. Ég held að Jónas hafi svo fengið hann aftur en heyrði að hann hefði verið seldur upp á Reykhóla og verið lagfærður þar og notaður.“

 

Jón Páll segir að hann og bróðir hans hafi núna í þrjátíu ár stundað grásleppuveiðar í Akureyjum og annast þar um æðarvarpið. „Það væri gaman af frétta af bátnum ef einhver vissi um hann.“

 

Þeir sem geta gefið upplýsingar um bátinn eru beðnir að skrifa þær hér fyrir neðan eða senda Jóni Páli póst - nema hvort tveggja væri.

 

Athugasemdir

Ůr÷stur Reynisson, mi­vikudagur 06 mars kl: 23:44

Getur veri­ a­ ■etta sÚ gamli Íldugangur Tˇta heitins og Tomma Hauks?

Jˇn Pßll ┴sgeirsson, fimmtudagur 07 mars kl: 22:00

Ůa­ er ekki ■essi bßtur Íldugangur BA-117, sknr: 5100, hann var smÝ­a­ur 1959 Ý Dalasřslu, tekinn af skrß 1986 ■ß eigendur Ůorsteinn Ůorsteinsson og Tˇmas Hauksson.
FarsŠll var smÝ­a­ur mun fyrr, sennilega milli 1940 og 1950.

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« September 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30