Tenglar

mßnudagur 29. desemberá2008 |

Upplřsingar um ˙rrŠ­i vegna efnahagsvandans

Stjórnvöld hafa sett á fót upplýsingamiðstöð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Forsætis- og utanríkisráðuneyti unnu að undirbúningi miðstöðvarinnar en fleiri ráðuneyti koma að efnisöflun og símaþjónustu. Markmiðið er að einfalda aðgengi almennings að upplýsingum um hvað eina sem viðvíkur efnahagsástandinu. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir, að mikilvægt sé að sem flestir viti hvar hægt er að leita heildstæðra upplýsinga um efnahagsvandann og úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

 

Á vefnum www.island.is/efnahagsvandinn er nú að finna á einum stað traustar og yfirgripsmiklar upplýsingar um efnahagsástandið á Íslandi, til hvaða ráðstafana opinberir aðilar hafa gripið og hvert er hægt að leita eftir úrræðum. Á vefnum er einnig fréttaveita þar sem finna má fréttir sem tengjast efnahagsástandinu. Að auki er fyrirspurnum svarað í síma 800 1190 og í tölvupósti - midstod@island.is.

 

Einnig er vakin athygli á upplýsingagátt stjórnvalda gagnvart umheiminum vegna efnahagsástandsins á Íslandi á www.iceland.org/info. Þar verða aðgengilegar upplýsingar sem stjórnvöld vilja koma á framfæri um áhrif og viðbrögð við því ástandi sem skapast hefur og aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til. Upplýsingarnar þar eru settar fram á ensku.

 

Hér á þennan vef hefur nú verið settur borði / hnappur (island.is) neðarlega til vinstri (Tenglar) með tengingu inn á upplýsingavefinn. Upplýsingar fyrir fólk sem búsett er hérlendis en þarf upplýsingar á öðru tungumáli en íslensku er að finna á vef Fjölmenningarseturs - www.mcc.is.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« AprÝl 2021 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30