Tenglar

fimmtudagur 10. marsá2011 |

TvŠr nřframkvŠmdir Ý vegager­ Ý Reykhˇlahreppi

Gamli vegurinn ß Skßlanesi.
Gamli vegurinn ß Skßlanesi.
Af þremur nýframkvæmdum Vegagerðarinnar á Vestfjörðum á þessu ári eru tvær í Reykhólahreppi. Annars vegar er um að ræða veg um Skálanes vestan við mynni Þorskafjarðar, en það verk er þegar komið á rekspöl. Hins vegar er leiðin milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, sem er öll innan Reykhólahrepps nema allra vestasti hlutinn. Enn hefur ekki verið samið um það verk enda formsatriði ófrágengin, en gert er ráð fyrir að vinna þar hefjist síðla á þessu ári. Sama gildir um þriðja verkið á Vestfjörðum, sem er Strandavegur (Djúpvegur-Drangsnesvegur).

 

Þetta kemur fram hér á vef Vegagerðarinnar og þar má finna nánari upplýsingar um áformaðar vegaframkvæmdir á landinu á þessu ári.

 

Viðhald vega verður með nokkuð hefðbundnum hætti. Ráðist verður í yfirlagnir og styrkingar af svipuðum krafti og síðustu tvö ár og má reikna með að útboð fari af stað á næstu vikum.

 

Á samgönguáætlun 2009-2012 var áætlað að 7,5 milljarðar króna færu til nýframkvæmda (stofnkostnaðar) á landinu öllu á árinu 2011. Á fjárlögum sem samþykkt voru fyrir áramótin var hins vegar dregið úr því og settir tæpir 6 milljarðar króna í nýframkvæmdir ársins.

 

Verk sem voru á samgönguáætlun fyrir 2011 en þarf að fresta vegna niðurskurðar eru Hafnarfjarðarvegur (40) - gatnamót við Vífilsstaðaveg, Álftanesvegur (415) og Borgarfjarðarbraut (50) um Reykjadalsá.

 

Myndin frá Skálanesi sem hér fylgir er fengin hjá Bæjarins besta á Ísafirði.

 

Sjá einnig:

17.02.2011  Matsáætlun vegna umhverfisáhrifa vegagerðar
 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30