Tenglar

mi­vikudagur 29. j˙lÝá2009 |

Tˇngla­ir krossnefir nřb˙ar ß Reykhˇlum

1 af 3
Allmargir krossnefir hafa gert sig heimakomna í garðinum hjá Tómasi Sigurgeirssyni (Tuma) bónda á Reykhólum og fjölskyldu hans. Þetta eru nýir landnemar í fuglaríki Íslands og hefur varp þeirra verið staðfest á nokkum stöðum hérlendis á síðustu árum. Krossnefurinn nærist einkum á fræjum grenitrjáa og verpir að vetri til meðan mest framboð er af slíkri fæðu. Svo virðist sem kringum tíu fuglar haldi sig á Reykhólum. Tumi segir að þurft hafi fuglafróðan ferðamann til þess að benda á þessa nýbúa því að heimafólk hafi ekki tekið eftir þeim. Hann kveðst að vísu hafa verið búinn að heyra einhver framandi fuglahljóð en ekki áttað sig á því frekar.

 

Spörfuglinn krossnefur (loxia curvirostra) er smávaxin finkutegund sem lifir einkum í barrskógum Norður-Ameríku, Asíu og Evrópu. Nafnið er dregið af sérkennilegri lögun goggsins sem fer í kross. Krossnefurinn er mikill söngfugl eins og aðrar finkur og náskyldur kanarífuglum.

Litirnir á krossnefum eru ekki einhlítir. Hins vegar eru karlarnir yfirleitt rauðleitir eða rauðgulir en kvenfuglarnir einkum grágrænir eða gulleitir.

 

Úr því að krossnefir halda sig í barrtrjánum á Reykhólum má telja næsta víst að þá sé líka að finna í skógræktinni á Barmahlíð, nokkrum kílómetrum innar. Þar er miklu meiri barrskógur.

 

Fólki hefur fjölgað jafnt og þétt á Reykhólum á undanförnum árum. Svo virðist einnig vera um fuglategundir, en Breiðafjörðurinn og héruðin í kring, einkum Reykhólasvæðið, er tegundaríkasti hluti landsins. Sá er helsti gallinn, segir Tumi, að ekki er hægt að leggja útsvar á fuglana eins og fólkið.

 

Myndirnar af krossnefunum sem hér fylgja eru úr garði og af girðingu Tuma bónda á Reykhólum (smellið á til að stækka). Miklu fleiri þar sem líka betur má sjá krosslagðan gogginn er að finna í ítarefninu undir tenglunum hér fyrir neðan.

 

Ítarefni varðandi krossnefinn:

> Nýr landnemi! (Náttúrufræðistofnun Íslands - ni.is)

> Finkur (Wikipedia á íslensku)

> Common Crossbill (krossnefur, Wikipedia á ensku)

> Krossnefur, myndir (Félag fuglaáhugamanna á Hornafirði - fuglar.is)

> Krossnefur er það! (siglo.is)

 

Sjá einnig:

14.07.2008  Tumi bóndi á Reykhólum og leyndarmál branduglunnar

13.01.2009  Óhemjumikið af fugli á svæðinu í grennd við Reykhóla

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2020 »
S M Ů M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31