Tenglar

fimmtudagur 24. marsá2011 |

T÷kur Ý Nesi fyrir auglřsingu um BMW Mini Cooper

1 af 5
Mikið umstang var í Kaupfélagshúsinu gamla í Króksfjarðarnesi um og eftir síðustu helgi, þegar þar fóru fram upptökur vegna auglýsingar fyrir nýjan BMW Mini Cooper. Að verki voru kvikmyndafyrirtækið TrueNorth Ísland og breska auglýsingastofan Thomas Thomas. Alls komu hátt í sextíu manns að þessu verki og meðal aukaleikara og starfsmanna var margt heimafólk. Vinnan stóð yfir í þrjá daga en afraksturinn á að verða 45 sekúndna auglýsingamynd. Tveir bílar af hinni nýju gerð voru á staðnum. Útlitinu er enn haldið vandlega leyndu og þýskur öryggisvörður gætti þess að ekki tækju aðrir myndir af bílunum en þeir sem það áttu að gera.

 

Aðalhlutverkið (auk bílanna sjálfra) leikur Víkingur Kristjánsson. Meðal heimafólks komu við sögu Jón Friðriksson á Gróustöðum, Solla Magg á Reykhólum, félagarnir Gylfi Helgason og hundurinn Toppur (hér talinn til heimafólks alveg blákalt), Indiana Ólafsdóttir á Reykhólum, Adda Egilsdóttir á Mávavatni, Dalli á Reykhólum, Sumarliði Gilsfjörð Bjarkason á Gróustöðum og Óli í Þurranesi sem lék löggu.

 

Hafliði í Garpsdal og Hallgrímur á Brekku komu að moka snjó, Jón á Sauðhúsum í Laxárdal kom á saltbílnum hans Gunnbjarnar á Kinnarstöðum og Stefán á Gróustöðum aðstoðaði við að koma upp leikmynd. Beggi á Gróustöðum var allsherjarreddari til þess meðal annars að segja í hverja ætti að hringja út af hinu og þessu. Eflaust gleymast einhverjir í þessum upptalningum.

 
Ástæða þess að komið var til Íslands vegna þessa verkefnis var sú, að menn vildu mynda bílinn í snævi þöktu landi. Samt mátti snjórinn aðeins vera í kring. Af einhverjum ástæðum máttu bílarnir alls ekki sjást akandi í snjó.

 

Króksfjarðarnes varð fyrir valinu vegna þess að myndin á að hluta að gerast inni í vegasjoppu. Eins og a.m.k. heimafólk veit er verslunarrekstur löngu aflagður í Kaupfélagshúsinu gamla og þess vegna þurfti ekki að leggja undir sig fyrirtæki í rekstri dögum saman. Friðrik Elís Ásmundsson kvikmyndagerðarmaður er kunnugur sveitinni síðan hann starfaði við Heiðina, kvikmynd Einars Gunnlaugssonar, sem var tekin upp í Reykhólasveit vorið 2007. Að þessu sinni var Friðrik Elís tökustaðarstjóri.
 
Öllu var umsnúið í húsinu og gerð flott búð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Beggi allsherjarreddari Reynisson tók.

 

Já, það kostar klof að ríða röftum - jafnvel þótt útkoman sé aðeins 45 sekúndur.

 

Hinir ensku Morris Mini (stundum voru þeir kallaðir Austin Mini) eru fyrir löngu orðnir klassískir. Framleiðsla á fyrstu útgáfunni hófst árið 1959. Árið 1999 varð Mini í öðru sæti í vali á Bíl 20. aldarinnar, næst á eftir T-módelinu fræga hjá Ford. Ýmis eigendaskipti hafa átt sér stað og árið 1994 komst Rover Group, sem Mini tilheyrði þá, í eigu þýska bílaframleiðandans BMW. Þrátt fyrir margvíslegar útlitsbreytingar gegnum tíðina en þó einkum tæknibreytingar hefur áhersla alltaf verið lögð á það að halda anda og svipmóti hinnar fyrstu gerðar af Mini.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31