Tenglar

laugardagur 14. maÝá2011 |

Ůingmenn ˇlÝkra flokka deila ekki um vont ßstand

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður NV-kjördæmis, krafðist þess á Alþingi í vikunni að stefnumótun samgönguyfirvalda varðandi Vestfjarðaveg liti dagsins ljós í nýrri samgönguáætlun, sem lögð verður fram í haust og á að gilda til næstu fjögurra ára. Annað væri blaut tuska framan í íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í fyrirspurn Einars til Ögmundar Jónassonar samgönguráðherra um Vestfjarðaveg 60. Þar benti Einar á að ráðherrann hafi talað fyrir því að settur yrði á laggirnar sérstakur samráðsvettvangur heimamanna og samgönguyfirvalda til að fara yfir þessi mál. En nú, mánuði síðar, sé hann ekki orðinn til. Ráðherrann svaraði því til, að þessi samráðsvettvangur yrði myndaður á næstu vikum.

 

Í ræðu Ögmundar kom fram, að hann og Einar Kristinn væru sammála um að Vestfirðir og Vestfjarðakjálkinn hafi að mörgu leyti setið á hakanum hvað varðar markmið yfirvalda að tryggja öryggi í samgöngukerfinu og greiðar samgöngur.

 

„Vestfirðingar búa við erfiðari samgöngur en aðrir landshlutar. Þess vegna er það mín skoðun mjög eindregið að við eigum að leggja áherslu á vegabætur á Vestfjörðum“, sagði Ögmundur. Hann minnti á, að nýlega ákvað ríkisstjórnin sérstakt aukaframlag til samgöngubóta á Vestfjörðum sem átti að gera tvennt í senn, stuðla að auknu öryggi og skapa sem flestum vinnandi höndum verkefni. Ákveðið var að verja 350 milljónum til þessa. „Þetta er svona er lýsandi um þann ásetning okkar að láta fjármuni öðru fremur renna til Vestfjarða.“

 

Þá sagði ráðherrann að sönnunarbyrðin væri á þeim sem ekki vildu fara ódýrustu leiðina. Því mótmæltu Einar Kristinn og Ásbjörn Óttarsson. Sögðu þeir að heimamenn væru einfaldlega búnir að hafna ódýrustu leiðinni, þ.e. leiðinni um Ódrjúgsháls og Hjallaháls, af því að sú leið leysi ekki samgönguvandann. Ásbjörn svaraði því svo að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum væru margsinnis búnir að færa sönnur á hvers vegna það væri óskynsamlegt að fara þá leið - „af því að íbúarnir sem ferðast þarna þekkja leiðina og vita hvað það þýðir að þurfa að fara upp á hálsana.“

 

Í þessum umræðum lýstu bæði Kristján L. Möller fyrrverandi samgönguráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra stuðningi við B-leiðina, en það er sú leið sem umdeilt lagafrumvarp Einars Kristins, Ásbjörns Óttarssonar og Gunnars Braga Sveinssonar gengur út á. B-leiðin liggur út Þorskafjörð og gerir ráð fyrir þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar.

 

„Það er búið að eyða gríðarlega miklum tíma í vandaða vinnu í sambandi við hvaða möguleikar eru í stöðunni. Ég held að menn verði að gera hreina og klára atlögu í framhaldi af þeirri samþykkt sem ríkisstjórnin gerði á fundi á Vestfjörðum þar sem undirstrikað var að þessar vegleysur á Vestfjörðum ættu að vera í forgangi“, sagði Guðbjartur Hannesson, og hvatti hann ráðherra til að hraða þessari vinnu og leiða málið til lykta.

 

Kristján L. Möller orðaði það svo, að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum búi í samgöngulegu fangelsi og hafi gert í áraraðir. „Við úrskurð Hæstaréttar er ennþá meiri pattstaða hvað varðar framkvæmdir í Gufudalssveit í gegnum Teigsskóg, sem ég hef stutt og styð áfram sem ódýrustu og bestu leiðina til að ljúka vegagerð á þessu svæði. Aðrar leiðir eru allt of dýrar eða ekki færar.“

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31