Tenglar

■ri­judagur 24. aprÝlá2012 |

Sveitarstjˇrnir hittust og rŠddu sameiginleg mßl

1 af 3

Sveitarstjórnarfólk úr sveitarfélögunum þremur á Ströndum (Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð), Reykhólahreppi og Dalabyggð kom saman til fundar á Hólmavík í gær. Tilgangur fundarins var að ræða ýmis sameiginleg mál sveitarfélaganna og önnur sem snerta þau óbeint sameiginlega. Þar má nefna áformaða sameiningu sýslumannsembætta, stöðu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og stofnun framhaldsskóladeildar á Hólmavík, sem vonir standa til að komist á laggirnar á næsta ári.

 

Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða með aðsetur á Hólmavík, kynnti vinnu við sameiginlega atvinnustefnu Stranda og Reykhólahrepps, sem á að verða að veruleika í næsta mánuði. Rætt var um aukið álag á Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og hvernig við því yrði brugðist.

 

Vel fór á með fólki á fundinum, sem var vel sóttur, og ríkti mikil samstaða um að efla samvinnu milli sveitarfélaganna.

 

Fundurinn var haldinn í Hnyðju, nýjum fundarsal og móttöku Strandabyggðar á neðstu hæð Þróunarsetursins á Hólmavík. Hnyðja er opið fjölnota rými fyrir fundi, námskeið, sýningar, móttökur og uppákomur og salurinn mun einnig nýtast fyrir tilvonandi framhaldsskóladeild. „Frábær aðstaða sem Strandabyggð má vera stolt af,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, en hún sat fundinn og tók myndirnar sem hér fylgja.

 

Að fundi loknum var sameiginlegur kvöldverður á Café Riis á Hólmavík.

 

Hnyðja verður opnuð formlega 4. maí. Sjá hér á Strandavefnum um Hnyðju.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31