Tenglar

mi­vikudagur 11. jan˙ará2012 |

Svefneyjar ß Brei­afir­i eru til s÷lu

SÚ­ yfir Svefneyjar. Ljˇsmynd og h÷fundarrÚttur: Mats Wibe Lund.
SÚ­ yfir Svefneyjar. Ljˇsmynd og h÷fundarrÚttur: Mats Wibe Lund.

Svefneyjar á Breiðafirði, sem tilheyra Reykhólahreppi, eru til sölu. Þar eru tvö nýuppgerð íbúðarhús, allnokkur útihús og friðaður torfkofi, Ranakofinn. Svefneyjar eru fornfræg hlunnindajörð rétt austur af Flatey og skilur Flateyjarsund á milli. Þær eru skammt suðvestur af Hvallátrum og þar handan við eru Skáleyjar. Heimaeyjan í Svefneyjum er litlu minni en Flatey eða um hálfur annar kílómetri á lengd og allt upp í hálfan kílómetra á breidd. Fjöldi annarra smærri eyja, hólma og skerja tilheyrir Svefneyjum.

 

Hallsteinn Þórólfsson landnámsmaður og goði á Hallsteinsnesi milli Djúpafjarðar og Þorskafjarðar átti skoska þræla og sendi þá til saltgerðar í Svefneyjum, að því er Landnámabók greinir frá. Sagt er að Hallsteinn hafi komið að þrælunum sofandi þar sem síðan heitir Þrælalág og á leiðinni heim hafi hann komið við í Sviðnum og hengt þá þar fyrir vinnusvikin. Þórhallur Vilmundarson prófessor, sem ekki síst er þekktur fyrir náttúrunafnakenninguna svokölluðu og hefur dregið fjölmargar nafnaskýringar í Landnámu og öðrum fornritum í efa, telur ekki ólíklegt að Svefneyjar hafi hlotið nafnið vegna þess að þær svæfi hafölduna.

 

Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld (1726-1768), sem drukknaði í Breiðafirði, fæddist í Svefneyjum. Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði orti eitt af sínum kunnustu kvæðum um hinstu för Eggerts (hann ýtti frá kaldri Skor) og hans ungu brúðar. Þau voru þá á heimleið eftir vetursetu hjá mági Eggerts, séra Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal við sunnanverðan Patreksfjörð.

 

Kunnasti stórbóndi í Svefneyjum fyrr og síðar er Eyjólfur Eyjajarl (Eyjólfur Einarsson), þingmaður Barðstrendinga á hinu endurreista Alþingi 1845 og tveim næstu þingum (1847 og 1849). Af honum er komin Svefneyjaætt.

 

Fasteignasalan Torg í Garðabæ er með Svefneyjar á söluskrá. Ljóst má vera, að enginn auraleysingi kaupir þetta mikla og merka óðal á Breiðafirði.

 

Á myndinni sér yfir Svefneyjar. Reykjanesfjall er fyrir miðri mynd. Þar fyrir framan yst til hægri eru Reykhólar en Þorskafjörður opnast vinstra megin. Smellið til að stækka.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30